Skynsamleg forgangsröðun fjár Ragnhildur Jónsdóttir skrifar 30. maí 2025 15:32 Skynsemin segir okkur að það sé betra að fyrirbyggja eldsvoða en að slökkva elda með tilheyrandi tjóni. En þegar kemur að heilbrigðiskerfinu hafa stjórnvöld þó ítrekað kosið að fjárfesta í slökkvistarfi fremur en í brunavörnum. Þetta er skiljanlegt að vissu leyti, því þegar mannslífi í neyð er bjargað er árangurinn bæði áþreifanlegur og mælanlegur og mjög auðvelt er að verja þá fjárfestingu. En enginn hefur tölur yfir þau líf sem var bjargað vegna þess að einstaklingar fengu snemmtæka íhlutun, fræðslu, stuðning og tækin til að hlúa að eigin heilsu og velferð. Engar tölur eru til um sjálfsvígið sem aldrei átti sér stað eða hjartaáfallið sem aldrei varð. Þá tekur árangurinn af forvörnum oft mun lengri tíma en eitt kjörtímabil að koma í ljós, jafnvel áratugi. Allt að helmingur heilsufarsútkomna ræðst af fyrirbyggjanlegum þáttum sem unnt er að hafa áhrif á með markvissum aðgerðum. Samt fer aðeins lítið brot af heilbrigðisútgjöldum í að styðja fólk við að breyta lífsháttum til lengri tíma. Aðeins tæp 2% af útgjöldum til heilbrigðismála hér á landi fer í forvarnir en til samanburðar mælir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin með að hlutfallið sé 5% hið minnsta. Til þess að verja heilbrigðiskerfið fyrir áskorunum framtíðarinnar, aukningu langvinnra sjúkdóma samhliða öldrun þjóðarinnar og sívaxandi kostnaði, þarf að hugsa til langs tíma og forgangsraða velferð einstaklinga og andlegri og líkamlegri heilsu þeirra og færast frá viðbrögðum til forvarna. Þannig má best tryggja virka þátttöku sem flestra í samfélaginu sem lengst. En það er ekki nóg að fjárfesta meira í forvörnum heldur þarf að gera það skynsamlega og setja mælikvarða á árangurinn, beita gagnreyndum, vel ígrunduðum og þjóðhagslega arðbærum aðgerðum sem skila raunverulegum árangri fyrir einstaklinga og fyrir samfélagið í heild, áður en í óefni er komið. Ég skora á stjórnvöld að sameinast þvert á flokkslínur um að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í. Það er ekki aðeins fjárhagslega hagkvæmt, það bætir lífsgæði þjóðarinnar og mun koma í veg fyrir fjölda ótímabærra dauðsfalla. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og byggir þessi grein á ræðu hennar sem flutt var á Alþingi þann 21. maí sl. undir dagskrárliðnum Störf þingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Skynsemin segir okkur að það sé betra að fyrirbyggja eldsvoða en að slökkva elda með tilheyrandi tjóni. En þegar kemur að heilbrigðiskerfinu hafa stjórnvöld þó ítrekað kosið að fjárfesta í slökkvistarfi fremur en í brunavörnum. Þetta er skiljanlegt að vissu leyti, því þegar mannslífi í neyð er bjargað er árangurinn bæði áþreifanlegur og mælanlegur og mjög auðvelt er að verja þá fjárfestingu. En enginn hefur tölur yfir þau líf sem var bjargað vegna þess að einstaklingar fengu snemmtæka íhlutun, fræðslu, stuðning og tækin til að hlúa að eigin heilsu og velferð. Engar tölur eru til um sjálfsvígið sem aldrei átti sér stað eða hjartaáfallið sem aldrei varð. Þá tekur árangurinn af forvörnum oft mun lengri tíma en eitt kjörtímabil að koma í ljós, jafnvel áratugi. Allt að helmingur heilsufarsútkomna ræðst af fyrirbyggjanlegum þáttum sem unnt er að hafa áhrif á með markvissum aðgerðum. Samt fer aðeins lítið brot af heilbrigðisútgjöldum í að styðja fólk við að breyta lífsháttum til lengri tíma. Aðeins tæp 2% af útgjöldum til heilbrigðismála hér á landi fer í forvarnir en til samanburðar mælir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin með að hlutfallið sé 5% hið minnsta. Til þess að verja heilbrigðiskerfið fyrir áskorunum framtíðarinnar, aukningu langvinnra sjúkdóma samhliða öldrun þjóðarinnar og sívaxandi kostnaði, þarf að hugsa til langs tíma og forgangsraða velferð einstaklinga og andlegri og líkamlegri heilsu þeirra og færast frá viðbrögðum til forvarna. Þannig má best tryggja virka þátttöku sem flestra í samfélaginu sem lengst. En það er ekki nóg að fjárfesta meira í forvörnum heldur þarf að gera það skynsamlega og setja mælikvarða á árangurinn, beita gagnreyndum, vel ígrunduðum og þjóðhagslega arðbærum aðgerðum sem skila raunverulegum árangri fyrir einstaklinga og fyrir samfélagið í heild, áður en í óefni er komið. Ég skora á stjórnvöld að sameinast þvert á flokkslínur um að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í. Það er ekki aðeins fjárhagslega hagkvæmt, það bætir lífsgæði þjóðarinnar og mun koma í veg fyrir fjölda ótímabærra dauðsfalla. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og byggir þessi grein á ræðu hennar sem flutt var á Alþingi þann 21. maí sl. undir dagskrárliðnum Störf þingsins.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun