Eins skýrt og það verður Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar 30. maí 2025 13:02 Fyrir Alþingi liggur mikið og merkilegt þjóðþrifamál, frumvarp um stofnun Óperu. Innan allra listgreina er samstaðan vegna málsins fáheyrð. Það var lagt fram að nýju á yfirstandandi þingi og þrátt fyrir sviptingar í pólitík hafa fagaðilar jafnt sem stjórnmálamenn verið á sama máli: Þetta er ekki spurning. Margt gott hefur verið gert á síðustu 44 árum en komið er að næstu skrefum í óperulífi þjóðarinnar. Við lifum daginn í dag og það er hann sem skiptir okkur mestu máli. Öll fagfélög innan vébanda Bandalags íslenskra listamanna – BÍL og allar umsagnir vegna ofangreinds frumvarps eru á sama máli: Þetta er ekki spurning. Við erum í dauðafæri að skapa óperu nær því sem við þekkjum erlendis. Miðað við sett markmið og frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi, munum við uppfæra umgjörð óperusöngs hér á landi svo um munar. Ég man ekki eftir öðrum eins upptakti að sumri og þetta vor. Væntingarnar eru þó að venju hófstilltar, sumarið innan seilingar, fólk á einu máli. Við búum sem betur fer við verkstjórn og höfum undanfarið verið áþreifanlega verið minnt á að söngur flytur bæði fjöll og brýtur veggi. Að ljúka við áform undanfarinna ára og stofna Óperu er borðleggjandi dæmi. Íslenskir söngvarar, og þau eru mörg, hafa beðið þessa framfaraskrefs í áraraðir og bíða enn í ofvæni eftir því að Alþingi klári þessa sókn með stæl og leyfi söngvunum að hljóma. Það er bjart framundan í menningarlífinu, sérstaklega tónlistinni. Þær breytingar, sem nú eru í seilingarfjarlægð og verða vonandi samþykktar á næstu dögum, munu tryggja óperunni endurnýjun lífdaga hér á landi. Breytingarnar munu styðja við og ýta undir aðra frábæra nýbreytni síðustu ára á borð við hina frábæru Óperudaga og sýninguna BRÍM. Undanfarin ár hef ég orðið vör við það að fólk skilji og virði gildi lista í auknu mæli. Listræn tjáning tengist skoðana- og tjáningarfrelsi, hornsteini lýðræðis, sem listirnar verða að næra. Ný ópera mun augljóslega styrkja samstarf sviðslista í stað einangrandi sjálfstæðis. Er eitthvað að óttast? Svarið er nei, þvert á móti. Við erum í dauðafæri. Sjálfur söngurinn og þær sálarbætur sem hann stendur fyrir, eru til reiðu. Við getum klárað þetta, við eigum að klára þetta! Áfram óperan. Höfundur er forseti Bandalags íslenskra listamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska óperan Menning Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur mikið og merkilegt þjóðþrifamál, frumvarp um stofnun Óperu. Innan allra listgreina er samstaðan vegna málsins fáheyrð. Það var lagt fram að nýju á yfirstandandi þingi og þrátt fyrir sviptingar í pólitík hafa fagaðilar jafnt sem stjórnmálamenn verið á sama máli: Þetta er ekki spurning. Margt gott hefur verið gert á síðustu 44 árum en komið er að næstu skrefum í óperulífi þjóðarinnar. Við lifum daginn í dag og það er hann sem skiptir okkur mestu máli. Öll fagfélög innan vébanda Bandalags íslenskra listamanna – BÍL og allar umsagnir vegna ofangreinds frumvarps eru á sama máli: Þetta er ekki spurning. Við erum í dauðafæri að skapa óperu nær því sem við þekkjum erlendis. Miðað við sett markmið og frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi, munum við uppfæra umgjörð óperusöngs hér á landi svo um munar. Ég man ekki eftir öðrum eins upptakti að sumri og þetta vor. Væntingarnar eru þó að venju hófstilltar, sumarið innan seilingar, fólk á einu máli. Við búum sem betur fer við verkstjórn og höfum undanfarið verið áþreifanlega verið minnt á að söngur flytur bæði fjöll og brýtur veggi. Að ljúka við áform undanfarinna ára og stofna Óperu er borðleggjandi dæmi. Íslenskir söngvarar, og þau eru mörg, hafa beðið þessa framfaraskrefs í áraraðir og bíða enn í ofvæni eftir því að Alþingi klári þessa sókn með stæl og leyfi söngvunum að hljóma. Það er bjart framundan í menningarlífinu, sérstaklega tónlistinni. Þær breytingar, sem nú eru í seilingarfjarlægð og verða vonandi samþykktar á næstu dögum, munu tryggja óperunni endurnýjun lífdaga hér á landi. Breytingarnar munu styðja við og ýta undir aðra frábæra nýbreytni síðustu ára á borð við hina frábæru Óperudaga og sýninguna BRÍM. Undanfarin ár hef ég orðið vör við það að fólk skilji og virði gildi lista í auknu mæli. Listræn tjáning tengist skoðana- og tjáningarfrelsi, hornsteini lýðræðis, sem listirnar verða að næra. Ný ópera mun augljóslega styrkja samstarf sviðslista í stað einangrandi sjálfstæðis. Er eitthvað að óttast? Svarið er nei, þvert á móti. Við erum í dauðafæri. Sjálfur söngurinn og þær sálarbætur sem hann stendur fyrir, eru til reiðu. Við getum klárað þetta, við eigum að klára þetta! Áfram óperan. Höfundur er forseti Bandalags íslenskra listamanna.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun