Eru forvarnir í hættu? Dagbjört Harðardóttir skrifar 30. maí 2025 10:33 Í áratugi hefur Ísland verið í fararbroddi þegar kemur að forvörnum gegn vímuefnaneyslu og áhættuhegðun barna og ungmenna. Íslenska forvarnamódelið hefur verið lykilatriði í þeim árangri sem hefur náðst. Módelið byggir á rannsóknum, samvinnu og virkri þátttöku allra samfélagslegra stoða. Önnur lönd horfa til okkar vegna þess að við náðum árangri og gerðum rétt. Árangurinn er þó ekki sjálfgefinn. Til að módel sem þetta virki, þurfa allir hlekkir keðjunnar að haldast sterkir: skólakerfið, frístundaþjónusta, íþróttahreyfingin, stjórnvöld og ekki síst heimilin. Foreldrar bera ábyrgð á velferð barnanna sinna og eiga að styðja þau og styrkja, vernda og leiðbeina í gegnum lífið.En eru hlekkirnir að veikjast? Verndandi þættir í lífi barna Sterk tengsl foreldra og barna er hornsteinn í forvörnum. Góð tengsl þarna á milli er mikilvægur þáttur í heilbrigði og vellíðan barna og unglinga. Það er mikilvægt að foreldrar verji tíma með barninu sínu, hafi yfirsýn yfir daglegt líf þeirra og setji skýr mörk með festu og hlýju að leiðarljósi. Í rannsóknum frá undanförnum árum hefur ítrekað komið í ljós að tengsl milli foreldra og barna eru að rofna. Börn finna fyrir minni tengslum við foreldra sína og upplifa því frekar vanlíðan, einmannaleika og í sumum tilfellum jafnvel finnst barninu það hvergi tilheyra. Ef tekið er dæmi úr íþróttahreyfingunni, sem er mikilvægur verndandi þáttur í lífi barnanna. Í stað þess að verja börnin okkar gegn áhrifaþáttum eins og til dæmis nikótíni, áfengi, orkudrykkjum og fjárhættuspilum virðist íþróttahreyfingin í sumum tilvikum umbera þau, jafnvel nýta þau. Þetta er hættuleg þróun. Íþróttahreyfingin hefur verið og á að vera ákveðin burðarás í forvarnastarfi. Íþróttahreyfingin stendur þó ekki ein og sér. Hún er að miklu leiti drifin áfram að áhugasömum foreldrum í sjálfboðastarfi. Eins og sagt hefur verið: Foreldar bera ábyrgð á velferð barnanna sinna og koma að þeirra málum allstaðar í hinu daglega lífi. Það eru foreldrar sem móta gildi barnanna, setja mörk og skapa tengsl. Þegar barn sýnir áhættuhegðun – hvort sem það er ofbeldi, vímuefnaneysla eða félagsleg einangrun þá eru það oft viðbrögð við ákveðnum aðstæðum, öll hegðun á sér orsakir. Foreldara eru hjartað í forvörnum Samfélagið ber sameiginlega ábyrgð á því að gefa börnunum okkar góða nútíð og framtíð. Við hljótum öll að vilja búa í samfélagi þar sem börnunum okkar líður vel og framtíðin er björt. Ef við viljum halda áfram að vera leiðandi afl í forvörnum á heimsvísu, verðum við að standa vörð um það sem virkar.Það sem virkar er að allir hlekkir standi saman en mikilvægasti hlekkurinn er þó foreldrar. Þegar við styðjum þá, styðjum við börnin okkar. Þegar við fjárfestum í foreldrum þá fjárfestum við í forvörnum og þegar við fjárfestum í forvörnum fjárfestum við í framtíðinni. Við hjá Heimili og skóla - landsamtökum foreldra höfum hitt yfir fimm þúsund foreldra síðastliðið árið og unnið að því að valdefla þá og gefa þeim verkfæri sem gagnast í foreldrahlutverkinu. Við höfum meðal annars kynnt og lagt fyrir Farsældarsáttmálann sem er verkfæri sem hefur það markmið að foreldrahópar búi til sameiginleg viðmið og gildi sem þeir telja mikilvæg til þess að styðja við vöxt og þroska allra barna í nærsamfélaginu ásamt því að byggja upp tengsl og traust sín á milli. Einnig sjá Heimili og skóli um allskyns aðra fræðslu eins og stafrænt uppeldi, mikilvægi samstarfs heimilis og skóla, fræðslu fyrir bekkjarfulltrúa og ýmislegt fleira. Allt er þetta gert til þess að styrkja hlutverk foreldra sem lykilaðila í lífi barnanna sinna. Það er verulegt áhyggjuefni að núverandi stjórnvöld virðast draga úr stuðningi við foreldrasamstarf og forvarnastarf. Það er ekki hægt að tala um „forvarnir“ án þess að nefna foreldrana – þeir eru ekki aukaatriði, þeir eru grunnurinn. Við getum ekki beðið eftir að fleiri hlekkir bresti. Tíminn til að bregðast við er núna. Höfundur er sérfræðingur hjá Heimili og skóla- landsamtökum foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Í áratugi hefur Ísland verið í fararbroddi þegar kemur að forvörnum gegn vímuefnaneyslu og áhættuhegðun barna og ungmenna. Íslenska forvarnamódelið hefur verið lykilatriði í þeim árangri sem hefur náðst. Módelið byggir á rannsóknum, samvinnu og virkri þátttöku allra samfélagslegra stoða. Önnur lönd horfa til okkar vegna þess að við náðum árangri og gerðum rétt. Árangurinn er þó ekki sjálfgefinn. Til að módel sem þetta virki, þurfa allir hlekkir keðjunnar að haldast sterkir: skólakerfið, frístundaþjónusta, íþróttahreyfingin, stjórnvöld og ekki síst heimilin. Foreldrar bera ábyrgð á velferð barnanna sinna og eiga að styðja þau og styrkja, vernda og leiðbeina í gegnum lífið.En eru hlekkirnir að veikjast? Verndandi þættir í lífi barna Sterk tengsl foreldra og barna er hornsteinn í forvörnum. Góð tengsl þarna á milli er mikilvægur þáttur í heilbrigði og vellíðan barna og unglinga. Það er mikilvægt að foreldrar verji tíma með barninu sínu, hafi yfirsýn yfir daglegt líf þeirra og setji skýr mörk með festu og hlýju að leiðarljósi. Í rannsóknum frá undanförnum árum hefur ítrekað komið í ljós að tengsl milli foreldra og barna eru að rofna. Börn finna fyrir minni tengslum við foreldra sína og upplifa því frekar vanlíðan, einmannaleika og í sumum tilfellum jafnvel finnst barninu það hvergi tilheyra. Ef tekið er dæmi úr íþróttahreyfingunni, sem er mikilvægur verndandi þáttur í lífi barnanna. Í stað þess að verja börnin okkar gegn áhrifaþáttum eins og til dæmis nikótíni, áfengi, orkudrykkjum og fjárhættuspilum virðist íþróttahreyfingin í sumum tilvikum umbera þau, jafnvel nýta þau. Þetta er hættuleg þróun. Íþróttahreyfingin hefur verið og á að vera ákveðin burðarás í forvarnastarfi. Íþróttahreyfingin stendur þó ekki ein og sér. Hún er að miklu leiti drifin áfram að áhugasömum foreldrum í sjálfboðastarfi. Eins og sagt hefur verið: Foreldar bera ábyrgð á velferð barnanna sinna og koma að þeirra málum allstaðar í hinu daglega lífi. Það eru foreldrar sem móta gildi barnanna, setja mörk og skapa tengsl. Þegar barn sýnir áhættuhegðun – hvort sem það er ofbeldi, vímuefnaneysla eða félagsleg einangrun þá eru það oft viðbrögð við ákveðnum aðstæðum, öll hegðun á sér orsakir. Foreldara eru hjartað í forvörnum Samfélagið ber sameiginlega ábyrgð á því að gefa börnunum okkar góða nútíð og framtíð. Við hljótum öll að vilja búa í samfélagi þar sem börnunum okkar líður vel og framtíðin er björt. Ef við viljum halda áfram að vera leiðandi afl í forvörnum á heimsvísu, verðum við að standa vörð um það sem virkar.Það sem virkar er að allir hlekkir standi saman en mikilvægasti hlekkurinn er þó foreldrar. Þegar við styðjum þá, styðjum við börnin okkar. Þegar við fjárfestum í foreldrum þá fjárfestum við í forvörnum og þegar við fjárfestum í forvörnum fjárfestum við í framtíðinni. Við hjá Heimili og skóla - landsamtökum foreldra höfum hitt yfir fimm þúsund foreldra síðastliðið árið og unnið að því að valdefla þá og gefa þeim verkfæri sem gagnast í foreldrahlutverkinu. Við höfum meðal annars kynnt og lagt fyrir Farsældarsáttmálann sem er verkfæri sem hefur það markmið að foreldrahópar búi til sameiginleg viðmið og gildi sem þeir telja mikilvæg til þess að styðja við vöxt og þroska allra barna í nærsamfélaginu ásamt því að byggja upp tengsl og traust sín á milli. Einnig sjá Heimili og skóli um allskyns aðra fræðslu eins og stafrænt uppeldi, mikilvægi samstarfs heimilis og skóla, fræðslu fyrir bekkjarfulltrúa og ýmislegt fleira. Allt er þetta gert til þess að styrkja hlutverk foreldra sem lykilaðila í lífi barnanna sinna. Það er verulegt áhyggjuefni að núverandi stjórnvöld virðast draga úr stuðningi við foreldrasamstarf og forvarnastarf. Það er ekki hægt að tala um „forvarnir“ án þess að nefna foreldrana – þeir eru ekki aukaatriði, þeir eru grunnurinn. Við getum ekki beðið eftir að fleiri hlekkir bresti. Tíminn til að bregðast við er núna. Höfundur er sérfræðingur hjá Heimili og skóla- landsamtökum foreldra.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun