Færa boðuð gagnmótmæli gegn rasisma vegna ofbeldisógnar Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2025 10:39 Á meðal þeirra ummæla sem urðu til þess að gagnmótmælin voru færð voru ein um að berja þátttakendur í mótmælum fyrir Palestínumenn. Myndin er frá slíkum mótmælum á Austurvelli. Vísir/Steingrímur Dúi Hópar sem höfðu boðað til gagnmótmæla gegn rasisma til höfuðs mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda á Austurvelli hafa ákveðið að færa þau vegna hættu á ofbeldi. Þeir vísa til ofbeldisóra þeirra sem standa að mótmælunum gegn hælisleitendum. Eftir að félagsskapur sem kallar sig „Ísland þvert á flokka“ boðaði til mótmæla gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda og „opnum landamærum“ á Austurvelli á morgun tóku þrenn félagasamtök, þar á meðal No Borders, sig til og skipulögðu gagnmótmæli gegm rasisma og hatri á sama stað og á sama tíma. Nú hefur verið ákveðið að færa gagnmótmælin yfir á Ingólfstorg. Í tilkynningu á Facebook-síðu viðburðarins segir að No Borders-hópnum hafi borist skjáskot úr umræðum í hópnum Ísland þvert á flokka þar sem hvatt sé til ofbeldis gegn gagnmótmælendunum. „Þótt leyfi til tónleikahalds á Austurvelli hafi legið fyrir, teljum við okkur ekki geta haldið öruggari viðburð við þessar aðstæður. Því höfum við ákveðið að færa tónleikanna [svo] og mótmælin yfir á Ingólfstorg, þar sem öruggara verður,“ segir í tilkynningunni en auk No Borders standa samtökin Réttur barna á flótta og Heimssamband verkafólks á Íslandi að gagnmótmælunum. Fyrrverandi þingmaður og frambjóðandi jaðarhægriflokks flytja ávörp Þrír ræðumenn eru sagðir ávarpa mótmælin gegn hælisleitendum á morgun, þar á meðal fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins og Sjálfstæðisflokksins, Jón Magnússon, lögmaður. Auk hans eru þau Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunar Fréttarinnar, og Arndís Ósk Hauksdóttir, guðfræðingur, á mælendaskrá. Arndís Ósk var meðal annars í öðru sæti á framboðslista jaðarhægriflokksins Þjóðfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar árið 2016. Hún var jafnframt prestur norsku þjóðkirkjunnar í Steinkjer í Þrændalögum. Biskup þar tók samfélagsmiðlavirkni Arndísar til skoðunar eftir að hún ýjaði að því að barnung dóttir afgansks hælisleitenda sem stóð til að vísa frá Íslandi væri í raun eiginkona hans. Áður hafði hún komist í klandur fyrir virkni í norskum Facebook-hópum sem gengu út á andúð á múslimum. Jón Magnússon, fyrrverandi þingmaður, er á að flytja ávarp hjá andstæðingum hælisleitenda á Austurvelli á morgun.Vísir/Vilhelm Á meðal þeirra krafna sem hópurinn setur fram er að hætt verði að taka við hælisumsóknum í fimm ár og að ríkislögreglustjóri segi af sér vegna „vanrækslu“ í garð landamæranna og löggæslu almennt. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Félagasamtök Reykjavík Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Eftir að félagsskapur sem kallar sig „Ísland þvert á flokka“ boðaði til mótmæla gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda og „opnum landamærum“ á Austurvelli á morgun tóku þrenn félagasamtök, þar á meðal No Borders, sig til og skipulögðu gagnmótmæli gegm rasisma og hatri á sama stað og á sama tíma. Nú hefur verið ákveðið að færa gagnmótmælin yfir á Ingólfstorg. Í tilkynningu á Facebook-síðu viðburðarins segir að No Borders-hópnum hafi borist skjáskot úr umræðum í hópnum Ísland þvert á flokka þar sem hvatt sé til ofbeldis gegn gagnmótmælendunum. „Þótt leyfi til tónleikahalds á Austurvelli hafi legið fyrir, teljum við okkur ekki geta haldið öruggari viðburð við þessar aðstæður. Því höfum við ákveðið að færa tónleikanna [svo] og mótmælin yfir á Ingólfstorg, þar sem öruggara verður,“ segir í tilkynningunni en auk No Borders standa samtökin Réttur barna á flótta og Heimssamband verkafólks á Íslandi að gagnmótmælunum. Fyrrverandi þingmaður og frambjóðandi jaðarhægriflokks flytja ávörp Þrír ræðumenn eru sagðir ávarpa mótmælin gegn hælisleitendum á morgun, þar á meðal fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins og Sjálfstæðisflokksins, Jón Magnússon, lögmaður. Auk hans eru þau Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunar Fréttarinnar, og Arndís Ósk Hauksdóttir, guðfræðingur, á mælendaskrá. Arndís Ósk var meðal annars í öðru sæti á framboðslista jaðarhægriflokksins Þjóðfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar árið 2016. Hún var jafnframt prestur norsku þjóðkirkjunnar í Steinkjer í Þrændalögum. Biskup þar tók samfélagsmiðlavirkni Arndísar til skoðunar eftir að hún ýjaði að því að barnung dóttir afgansks hælisleitenda sem stóð til að vísa frá Íslandi væri í raun eiginkona hans. Áður hafði hún komist í klandur fyrir virkni í norskum Facebook-hópum sem gengu út á andúð á múslimum. Jón Magnússon, fyrrverandi þingmaður, er á að flytja ávarp hjá andstæðingum hælisleitenda á Austurvelli á morgun.Vísir/Vilhelm Á meðal þeirra krafna sem hópurinn setur fram er að hætt verði að taka við hælisumsóknum í fimm ár og að ríkislögreglustjóri segi af sér vegna „vanrækslu“ í garð landamæranna og löggæslu almennt.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Félagasamtök Reykjavík Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira