Færa boðuð gagnmótmæli gegn rasisma vegna ofbeldisógnar Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2025 10:39 Á meðal þeirra ummæla sem urðu til þess að gagnmótmælin voru færð voru ein um að berja þátttakendur í mótmælum fyrir Palestínumenn. Myndin er frá slíkum mótmælum á Austurvelli. Vísir/Steingrímur Dúi Hópar sem höfðu boðað til gagnmótmæla gegn rasisma til höfuðs mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda á Austurvelli hafa ákveðið að færa þau vegna hættu á ofbeldi. Þeir vísa til ofbeldisóra þeirra sem standa að mótmælunum gegn hælisleitendum. Eftir að félagsskapur sem kallar sig „Ísland þvert á flokka“ boðaði til mótmæla gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda og „opnum landamærum“ á Austurvelli á morgun tóku þrenn félagasamtök, þar á meðal No Borders, sig til og skipulögðu gagnmótmæli gegm rasisma og hatri á sama stað og á sama tíma. Nú hefur verið ákveðið að færa gagnmótmælin yfir á Ingólfstorg. Í tilkynningu á Facebook-síðu viðburðarins segir að No Borders-hópnum hafi borist skjáskot úr umræðum í hópnum Ísland þvert á flokka þar sem hvatt sé til ofbeldis gegn gagnmótmælendunum. „Þótt leyfi til tónleikahalds á Austurvelli hafi legið fyrir, teljum við okkur ekki geta haldið öruggari viðburð við þessar aðstæður. Því höfum við ákveðið að færa tónleikanna [svo] og mótmælin yfir á Ingólfstorg, þar sem öruggara verður,“ segir í tilkynningunni en auk No Borders standa samtökin Réttur barna á flótta og Heimssamband verkafólks á Íslandi að gagnmótmælunum. Fyrrverandi þingmaður og frambjóðandi jaðarhægriflokks flytja ávörp Þrír ræðumenn eru sagðir ávarpa mótmælin gegn hælisleitendum á morgun, þar á meðal fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins og Sjálfstæðisflokksins, Jón Magnússon, lögmaður. Auk hans eru þau Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunar Fréttarinnar, og Arndís Ósk Hauksdóttir, guðfræðingur, á mælendaskrá. Arndís Ósk var meðal annars í öðru sæti á framboðslista jaðarhægriflokksins Þjóðfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar árið 2016. Hún var jafnframt prestur norsku þjóðkirkjunnar í Steinkjer í Þrændalögum. Biskup þar tók samfélagsmiðlavirkni Arndísar til skoðunar eftir að hún ýjaði að því að barnung dóttir afgansks hælisleitenda sem stóð til að vísa frá Íslandi væri í raun eiginkona hans. Áður hafði hún komist í klandur fyrir virkni í norskum Facebook-hópum sem gengu út á andúð á múslimum. Jón Magnússon, fyrrverandi þingmaður, er á að flytja ávarp hjá andstæðingum hælisleitenda á Austurvelli á morgun.Vísir/Vilhelm Á meðal þeirra krafna sem hópurinn setur fram er að hætt verði að taka við hælisumsóknum í fimm ár og að ríkislögreglustjóri segi af sér vegna „vanrækslu“ í garð landamæranna og löggæslu almennt. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Félagasamtök Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira
Eftir að félagsskapur sem kallar sig „Ísland þvert á flokka“ boðaði til mótmæla gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda og „opnum landamærum“ á Austurvelli á morgun tóku þrenn félagasamtök, þar á meðal No Borders, sig til og skipulögðu gagnmótmæli gegm rasisma og hatri á sama stað og á sama tíma. Nú hefur verið ákveðið að færa gagnmótmælin yfir á Ingólfstorg. Í tilkynningu á Facebook-síðu viðburðarins segir að No Borders-hópnum hafi borist skjáskot úr umræðum í hópnum Ísland þvert á flokka þar sem hvatt sé til ofbeldis gegn gagnmótmælendunum. „Þótt leyfi til tónleikahalds á Austurvelli hafi legið fyrir, teljum við okkur ekki geta haldið öruggari viðburð við þessar aðstæður. Því höfum við ákveðið að færa tónleikanna [svo] og mótmælin yfir á Ingólfstorg, þar sem öruggara verður,“ segir í tilkynningunni en auk No Borders standa samtökin Réttur barna á flótta og Heimssamband verkafólks á Íslandi að gagnmótmælunum. Fyrrverandi þingmaður og frambjóðandi jaðarhægriflokks flytja ávörp Þrír ræðumenn eru sagðir ávarpa mótmælin gegn hælisleitendum á morgun, þar á meðal fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins og Sjálfstæðisflokksins, Jón Magnússon, lögmaður. Auk hans eru þau Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunar Fréttarinnar, og Arndís Ósk Hauksdóttir, guðfræðingur, á mælendaskrá. Arndís Ósk var meðal annars í öðru sæti á framboðslista jaðarhægriflokksins Þjóðfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar árið 2016. Hún var jafnframt prestur norsku þjóðkirkjunnar í Steinkjer í Þrændalögum. Biskup þar tók samfélagsmiðlavirkni Arndísar til skoðunar eftir að hún ýjaði að því að barnung dóttir afgansks hælisleitenda sem stóð til að vísa frá Íslandi væri í raun eiginkona hans. Áður hafði hún komist í klandur fyrir virkni í norskum Facebook-hópum sem gengu út á andúð á múslimum. Jón Magnússon, fyrrverandi þingmaður, er á að flytja ávarp hjá andstæðingum hælisleitenda á Austurvelli á morgun.Vísir/Vilhelm Á meðal þeirra krafna sem hópurinn setur fram er að hætt verði að taka við hælisumsóknum í fimm ár og að ríkislögreglustjóri segi af sér vegna „vanrækslu“ í garð landamæranna og löggæslu almennt.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Félagasamtök Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira