Leitinni að sundmanninum lokið að sinni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. maí 2025 17:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var enn á flugi um hálf tíu. Maðurinn sást síðast klukkan fimm síðdegis. Vísir Töluverður fjöldi viðbragðsaðila var kallaður út eftir að tilkynnt barst um að sundmaður væri í sjónum við Fiskislóð í Reykjavíkurborg. Ekki hefur spurst til mannsins síðan klukkan fimm síðdegis. Leitinni lauk að ganga tíu að kvöldi til og verður staðan endurmetin í fyrramálið. Tilkynning um einstakling í sjónum barst lögreglu korter fyrir fimm að sögn Ásmundar Rúnars Gylfasonar, aðstoðarlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þónokkrir bátar sigldu um.Vísir/Silja Baldur Ólafsson varðstjóri, sem var staddur á vettvangi um sexleytið sagði að stöðugt sé verið að endurskipuleggja leitina út frá sjávarstraumum og fleira. „Það er í raun það sem er búið að vera í gangi og er í gangi. Það eru allir hérna: Landsbjörg, slökkvilið, lögregla, Landhelgisgæsla. Bátar, jetsky, kafarar. Það er ekkert farið að ræða hversu lengi við verðum að. Á meðan veður er gott og skyggni verður haldið áfram líklegast,“ segir Baldur. Uppfært klukkan 21:45: Leitinni er lokið að sinni að sögn Ásmundar Rúnars Gylfasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns. Staðan verði endurmetin í fyrramálið. Baldur segir að áhorfendur hafi haft auga með manninum þar til hann hvarf undan ströndinni. Klippa: Leita sundmanns við Örfirisey Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var einnig á vettvangi auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Samkvæmt Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, var sérsveitaaðgerðasveit Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út á varðbátnum Óðni. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug um.Vísir/Silja Tveir flokkar sjóbjörgunarsveita Landsbjargar voru einnig kallaðir út samkvæmt Jóni Þóri Víglundssyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Kafarar á vegum sérsveitarinnar voru einnig verið kallaðir til aðstoðar segir Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Lögregla hefur afmarkað svæðið þar sem margir viðbragðsaðilar koma að leitinni.Vísir/Silja Fréttin var uppfærð klukkan 21:50 Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tilkynning um einstakling í sjónum barst lögreglu korter fyrir fimm að sögn Ásmundar Rúnars Gylfasonar, aðstoðarlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þónokkrir bátar sigldu um.Vísir/Silja Baldur Ólafsson varðstjóri, sem var staddur á vettvangi um sexleytið sagði að stöðugt sé verið að endurskipuleggja leitina út frá sjávarstraumum og fleira. „Það er í raun það sem er búið að vera í gangi og er í gangi. Það eru allir hérna: Landsbjörg, slökkvilið, lögregla, Landhelgisgæsla. Bátar, jetsky, kafarar. Það er ekkert farið að ræða hversu lengi við verðum að. Á meðan veður er gott og skyggni verður haldið áfram líklegast,“ segir Baldur. Uppfært klukkan 21:45: Leitinni er lokið að sinni að sögn Ásmundar Rúnars Gylfasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns. Staðan verði endurmetin í fyrramálið. Baldur segir að áhorfendur hafi haft auga með manninum þar til hann hvarf undan ströndinni. Klippa: Leita sundmanns við Örfirisey Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var einnig á vettvangi auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Samkvæmt Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, var sérsveitaaðgerðasveit Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út á varðbátnum Óðni. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug um.Vísir/Silja Tveir flokkar sjóbjörgunarsveita Landsbjargar voru einnig kallaðir út samkvæmt Jóni Þóri Víglundssyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Kafarar á vegum sérsveitarinnar voru einnig verið kallaðir til aðstoðar segir Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Lögregla hefur afmarkað svæðið þar sem margir viðbragðsaðilar koma að leitinni.Vísir/Silja Fréttin var uppfærð klukkan 21:50
Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira