Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson skrifar 29. maí 2025 16:30 Við búum í frjálsu landi, einu frjálsasta samfélagi heimsins. Hér getum við tjáð okkur og gert það sem við viljum svo fremi það skaði ekki aðra. Þetta er hornsteinn lýðræðis okkar, menningar og hugmyndafræði. Þessu frelsi fylgir ábyrgð, og ábyrgðin felst í því að verja þetta frelsi fyrir íhaldsöflum sem vilja þrengja að breytingum í samfélaginu þegar þær henta þeim ekki. Þessi íhaldsöfl eiga það sameiginlegt að vera á einhvern hátt handhafar valds, hvort sem það er raunverulegt vald eða ímyndað vald. Dæmi um handhafa valds eru t.d. eigendur kvótans og fjármagnseigendur (bankarnir). Við höfum séð nýlega hvað gerist þegar þessu valdi er ógnað. Það fer á yfirsnúning til að vernda sig, þrátt fyrir að hafa yfirburðarstöðu í samfélaginu. En það er líka annarskonar vald sem er ekki jafn augljóst og það er valdið sem felst í hinu hvíta feðraveldi Íslands. Lengst af í sögu okkar hefur þetta vald verið ósýnilegt, falið og haft sig lítið í frammi. Ástæðan er sú að þessu valdi hefur ekki oft verið ógnað í gegnum tíðina. Við höfum alist upp í þeirri trú að á Íslandi séu öll velkomin, hér séu engir fordómar, enginn rasismi og engin útlendingaandúð. Við horfðum til nágrannalanda okkar og hristum hausinn yfir þeim vandamálum sem þau voru að glíma við í þessum efnum, klöppuðum okkur á bakið og sögðum: „Við erum svo góð, við erum ekki með svona vandamál, við erum ekki rasistar“. Staðreyndin er allt önnur. Þangað til mjög nýlega voru Íslendingar nánast eingöngu hvítir og kristnir. Þeir fáu útlendingar sem hér bjuggu tala mörg um að það hafi verið erfitt að fóta sig í íslensku samfélagi, þau segjast hafa fundið fyrir hreinni andúð og tortryggni vegna þess að þau voru öðruvísi. Núna þegar samsetning samfélagsins hefur gjörbreyst á undraskömmum tíma sitjum við uppi með þessi sömu vandamál og við sáum nágrannaþjóðir okkar glíma við fyrir 30-40 árum síðan. Það sem við hefðum getað gert, en gerðum ekki, var að læra af mistökum þeirra. Við hefðum átt að taka á móti útlendingum sem hingað koma með inngildingu að leiðarljósi í stað þess að mæta þeim með tortryggni og útilokun. Núna stöndum við frammi fyrir því að við erum búin að búa til tvær þjóðir í landinu, við og hin. „Við“ erum hinir „upprunalegu“ Íslendingar. Við erum hvít, tilheyrum þjóðkirkjunni, rekjum ættir okkar til Skandinavíu og þykjumst vera víkingar (sorrý, við vorum einmitt ekki víkingar, réttara er að við vorum flóttafólk úr okkar heimahaga í Noregi). „Hin“ eru útlendingar sem hafa komið hingað vegna þess að hér er að finna vinnu, réttlátt og öruggt samfélag, tækifæri til menntunar, heilbrigðiskerfi, frelsi og betra líf. Nú þegar upp blossa árekstrar milli okkar og hinna erum við fljót að detta ofan í fordómagryfjuna sem við höfum hreykt okkur af að sé ekki til staðar hér. Þegar útlendingar fremja glæpi erum við til í að fordæma, já fordæma, það er það sama og fordómar. Heilu hópar fólks sem líta öðruvísi út en við, trúa á annan guð, hafa aðrar venjur og siði og tala annað tungumál eru fordæmdir. Eitt skal yfir alla ganga. Ef Sýrlendingur nauðgar þá eru allir Sýrlendingar nauðgarar, ef svartur maður flýr úr fangelsi þá eru allir svartir menn grunsamlegir og hættulegir. Svona er að vera partur af „hinum“ ef einhver úr þeim hóp hagar sér illa þá er skuldinni skellt á þau öll. Svona er þetta hins vegar ekki með „okkur“ þegar hvítur íslenskur karlmaður nauðgar þá eru ekki allir hvítir íslenskir karlmenn nauðgarar, þegar hvítur íslenskur karlmaður flýr úr fangelsi þá eru ekki allir hvítir íslenskir karlmenn grunsamlegir og hættulegir. Þetta eru fordómar og þetta eru viðbrögð hins hvíta íslenska feðraveldis sem upplifir að sér sé ógnað af utanaðkomandi áhrifum. Jú það eru vandamál vegna innflytjenda, það eru árekstrar, það er menningarmunur. Innflytjendur þurfa að fylgja lögum og reglum á Íslandi eins og allir aðrir og virða mannréttindi. Margir innflytjendur koma úr samfélögum gerólíkum Íslandi og það tekur tíma að aðlagast og það þarf hjálp og fræðslu, sem við höfum alls ekki verið dugleg að veita, til að aðlagast. Það er erfitt að vera innflytjandi og venjast gerólíkri menningu, það er líka erfitt að taka á móti innflytjendum. En það er okkar ábyrgð, sem frjálst samfélag. Það sem innflytjendur hvar sem er í heiminum þurfa fyrst og fremst er að mæta ekki fordómum heldur kærleik og gestrisni. Að þau finni fyrir því að hér sé gott að vera en ekki að þau þurfi að brynja sig fyrir fordómum „okkar“ sem fyrir erum. Að þau finni að þau séu velkomin, að þau hafi hlutverk og gildi í nýju samfélagi. Að finna að þeim sé hjálpað en ekki að steinn sé lagður í götu þeirra. Við hreykjum okkur, sem fyrr segir, af því að vera umburðarlynd. Segjum að það sé rétt, hvað felst þá í umburðarlyndinu? Það er t.d. að dæma ekki of harkalega þegar fólki verða á mistök. Það er að dæma fólk ekki fyrirfram vegna staðalímynda. En það er líka að standa upp þegar við verðum vitni að óréttlæti, ójafnrétti og fordómum. Því það er eitt sem að umbyrðarlynt fólk hefur ekki umburðarlyndi fyrir og það er hið ofantalda: óréttlæti, ójafnrétti og fordómar. En að frelsinu, tjáningarfrelsinu sérstaklega. Það hafa öll rétt til þess að tjá sig og koma sínum skoðunum á framfæri en um leið gefur það öðrum rétt til að gagnrýna það sem sagt er. Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi, leyfum ekki lýðskrumurum að ala á ótta gegn þeim sem eru öðruvísi en við, tökum á móti þeim sem eru í viðkvæmari stöðu en við með kærleik og gestrisni. Einungis þannig tökum við á þeim vandamálum sem við glímum við vegna aukins fjölbreytileika hins áður mjög einsleita samfélags sem hér þreifst öldum saman. Höfundur er heimspekingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tjáningarfrelsi Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Við búum í frjálsu landi, einu frjálsasta samfélagi heimsins. Hér getum við tjáð okkur og gert það sem við viljum svo fremi það skaði ekki aðra. Þetta er hornsteinn lýðræðis okkar, menningar og hugmyndafræði. Þessu frelsi fylgir ábyrgð, og ábyrgðin felst í því að verja þetta frelsi fyrir íhaldsöflum sem vilja þrengja að breytingum í samfélaginu þegar þær henta þeim ekki. Þessi íhaldsöfl eiga það sameiginlegt að vera á einhvern hátt handhafar valds, hvort sem það er raunverulegt vald eða ímyndað vald. Dæmi um handhafa valds eru t.d. eigendur kvótans og fjármagnseigendur (bankarnir). Við höfum séð nýlega hvað gerist þegar þessu valdi er ógnað. Það fer á yfirsnúning til að vernda sig, þrátt fyrir að hafa yfirburðarstöðu í samfélaginu. En það er líka annarskonar vald sem er ekki jafn augljóst og það er valdið sem felst í hinu hvíta feðraveldi Íslands. Lengst af í sögu okkar hefur þetta vald verið ósýnilegt, falið og haft sig lítið í frammi. Ástæðan er sú að þessu valdi hefur ekki oft verið ógnað í gegnum tíðina. Við höfum alist upp í þeirri trú að á Íslandi séu öll velkomin, hér séu engir fordómar, enginn rasismi og engin útlendingaandúð. Við horfðum til nágrannalanda okkar og hristum hausinn yfir þeim vandamálum sem þau voru að glíma við í þessum efnum, klöppuðum okkur á bakið og sögðum: „Við erum svo góð, við erum ekki með svona vandamál, við erum ekki rasistar“. Staðreyndin er allt önnur. Þangað til mjög nýlega voru Íslendingar nánast eingöngu hvítir og kristnir. Þeir fáu útlendingar sem hér bjuggu tala mörg um að það hafi verið erfitt að fóta sig í íslensku samfélagi, þau segjast hafa fundið fyrir hreinni andúð og tortryggni vegna þess að þau voru öðruvísi. Núna þegar samsetning samfélagsins hefur gjörbreyst á undraskömmum tíma sitjum við uppi með þessi sömu vandamál og við sáum nágrannaþjóðir okkar glíma við fyrir 30-40 árum síðan. Það sem við hefðum getað gert, en gerðum ekki, var að læra af mistökum þeirra. Við hefðum átt að taka á móti útlendingum sem hingað koma með inngildingu að leiðarljósi í stað þess að mæta þeim með tortryggni og útilokun. Núna stöndum við frammi fyrir því að við erum búin að búa til tvær þjóðir í landinu, við og hin. „Við“ erum hinir „upprunalegu“ Íslendingar. Við erum hvít, tilheyrum þjóðkirkjunni, rekjum ættir okkar til Skandinavíu og þykjumst vera víkingar (sorrý, við vorum einmitt ekki víkingar, réttara er að við vorum flóttafólk úr okkar heimahaga í Noregi). „Hin“ eru útlendingar sem hafa komið hingað vegna þess að hér er að finna vinnu, réttlátt og öruggt samfélag, tækifæri til menntunar, heilbrigðiskerfi, frelsi og betra líf. Nú þegar upp blossa árekstrar milli okkar og hinna erum við fljót að detta ofan í fordómagryfjuna sem við höfum hreykt okkur af að sé ekki til staðar hér. Þegar útlendingar fremja glæpi erum við til í að fordæma, já fordæma, það er það sama og fordómar. Heilu hópar fólks sem líta öðruvísi út en við, trúa á annan guð, hafa aðrar venjur og siði og tala annað tungumál eru fordæmdir. Eitt skal yfir alla ganga. Ef Sýrlendingur nauðgar þá eru allir Sýrlendingar nauðgarar, ef svartur maður flýr úr fangelsi þá eru allir svartir menn grunsamlegir og hættulegir. Svona er að vera partur af „hinum“ ef einhver úr þeim hóp hagar sér illa þá er skuldinni skellt á þau öll. Svona er þetta hins vegar ekki með „okkur“ þegar hvítur íslenskur karlmaður nauðgar þá eru ekki allir hvítir íslenskir karlmenn nauðgarar, þegar hvítur íslenskur karlmaður flýr úr fangelsi þá eru ekki allir hvítir íslenskir karlmenn grunsamlegir og hættulegir. Þetta eru fordómar og þetta eru viðbrögð hins hvíta íslenska feðraveldis sem upplifir að sér sé ógnað af utanaðkomandi áhrifum. Jú það eru vandamál vegna innflytjenda, það eru árekstrar, það er menningarmunur. Innflytjendur þurfa að fylgja lögum og reglum á Íslandi eins og allir aðrir og virða mannréttindi. Margir innflytjendur koma úr samfélögum gerólíkum Íslandi og það tekur tíma að aðlagast og það þarf hjálp og fræðslu, sem við höfum alls ekki verið dugleg að veita, til að aðlagast. Það er erfitt að vera innflytjandi og venjast gerólíkri menningu, það er líka erfitt að taka á móti innflytjendum. En það er okkar ábyrgð, sem frjálst samfélag. Það sem innflytjendur hvar sem er í heiminum þurfa fyrst og fremst er að mæta ekki fordómum heldur kærleik og gestrisni. Að þau finni fyrir því að hér sé gott að vera en ekki að þau þurfi að brynja sig fyrir fordómum „okkar“ sem fyrir erum. Að þau finni að þau séu velkomin, að þau hafi hlutverk og gildi í nýju samfélagi. Að finna að þeim sé hjálpað en ekki að steinn sé lagður í götu þeirra. Við hreykjum okkur, sem fyrr segir, af því að vera umburðarlynd. Segjum að það sé rétt, hvað felst þá í umburðarlyndinu? Það er t.d. að dæma ekki of harkalega þegar fólki verða á mistök. Það er að dæma fólk ekki fyrirfram vegna staðalímynda. En það er líka að standa upp þegar við verðum vitni að óréttlæti, ójafnrétti og fordómum. Því það er eitt sem að umbyrðarlynt fólk hefur ekki umburðarlyndi fyrir og það er hið ofantalda: óréttlæti, ójafnrétti og fordómar. En að frelsinu, tjáningarfrelsinu sérstaklega. Það hafa öll rétt til þess að tjá sig og koma sínum skoðunum á framfæri en um leið gefur það öðrum rétt til að gagnrýna það sem sagt er. Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi, leyfum ekki lýðskrumurum að ala á ótta gegn þeim sem eru öðruvísi en við, tökum á móti þeim sem eru í viðkvæmari stöðu en við með kærleik og gestrisni. Einungis þannig tökum við á þeim vandamálum sem við glímum við vegna aukins fjölbreytileika hins áður mjög einsleita samfélags sem hér þreifst öldum saman. Höfundur er heimspekingur
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar