Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson skrifar 29. maí 2025 16:30 Við búum í frjálsu landi, einu frjálsasta samfélagi heimsins. Hér getum við tjáð okkur og gert það sem við viljum svo fremi það skaði ekki aðra. Þetta er hornsteinn lýðræðis okkar, menningar og hugmyndafræði. Þessu frelsi fylgir ábyrgð, og ábyrgðin felst í því að verja þetta frelsi fyrir íhaldsöflum sem vilja þrengja að breytingum í samfélaginu þegar þær henta þeim ekki. Þessi íhaldsöfl eiga það sameiginlegt að vera á einhvern hátt handhafar valds, hvort sem það er raunverulegt vald eða ímyndað vald. Dæmi um handhafa valds eru t.d. eigendur kvótans og fjármagnseigendur (bankarnir). Við höfum séð nýlega hvað gerist þegar þessu valdi er ógnað. Það fer á yfirsnúning til að vernda sig, þrátt fyrir að hafa yfirburðarstöðu í samfélaginu. En það er líka annarskonar vald sem er ekki jafn augljóst og það er valdið sem felst í hinu hvíta feðraveldi Íslands. Lengst af í sögu okkar hefur þetta vald verið ósýnilegt, falið og haft sig lítið í frammi. Ástæðan er sú að þessu valdi hefur ekki oft verið ógnað í gegnum tíðina. Við höfum alist upp í þeirri trú að á Íslandi séu öll velkomin, hér séu engir fordómar, enginn rasismi og engin útlendingaandúð. Við horfðum til nágrannalanda okkar og hristum hausinn yfir þeim vandamálum sem þau voru að glíma við í þessum efnum, klöppuðum okkur á bakið og sögðum: „Við erum svo góð, við erum ekki með svona vandamál, við erum ekki rasistar“. Staðreyndin er allt önnur. Þangað til mjög nýlega voru Íslendingar nánast eingöngu hvítir og kristnir. Þeir fáu útlendingar sem hér bjuggu tala mörg um að það hafi verið erfitt að fóta sig í íslensku samfélagi, þau segjast hafa fundið fyrir hreinni andúð og tortryggni vegna þess að þau voru öðruvísi. Núna þegar samsetning samfélagsins hefur gjörbreyst á undraskömmum tíma sitjum við uppi með þessi sömu vandamál og við sáum nágrannaþjóðir okkar glíma við fyrir 30-40 árum síðan. Það sem við hefðum getað gert, en gerðum ekki, var að læra af mistökum þeirra. Við hefðum átt að taka á móti útlendingum sem hingað koma með inngildingu að leiðarljósi í stað þess að mæta þeim með tortryggni og útilokun. Núna stöndum við frammi fyrir því að við erum búin að búa til tvær þjóðir í landinu, við og hin. „Við“ erum hinir „upprunalegu“ Íslendingar. Við erum hvít, tilheyrum þjóðkirkjunni, rekjum ættir okkar til Skandinavíu og þykjumst vera víkingar (sorrý, við vorum einmitt ekki víkingar, réttara er að við vorum flóttafólk úr okkar heimahaga í Noregi). „Hin“ eru útlendingar sem hafa komið hingað vegna þess að hér er að finna vinnu, réttlátt og öruggt samfélag, tækifæri til menntunar, heilbrigðiskerfi, frelsi og betra líf. Nú þegar upp blossa árekstrar milli okkar og hinna erum við fljót að detta ofan í fordómagryfjuna sem við höfum hreykt okkur af að sé ekki til staðar hér. Þegar útlendingar fremja glæpi erum við til í að fordæma, já fordæma, það er það sama og fordómar. Heilu hópar fólks sem líta öðruvísi út en við, trúa á annan guð, hafa aðrar venjur og siði og tala annað tungumál eru fordæmdir. Eitt skal yfir alla ganga. Ef Sýrlendingur nauðgar þá eru allir Sýrlendingar nauðgarar, ef svartur maður flýr úr fangelsi þá eru allir svartir menn grunsamlegir og hættulegir. Svona er að vera partur af „hinum“ ef einhver úr þeim hóp hagar sér illa þá er skuldinni skellt á þau öll. Svona er þetta hins vegar ekki með „okkur“ þegar hvítur íslenskur karlmaður nauðgar þá eru ekki allir hvítir íslenskir karlmenn nauðgarar, þegar hvítur íslenskur karlmaður flýr úr fangelsi þá eru ekki allir hvítir íslenskir karlmenn grunsamlegir og hættulegir. Þetta eru fordómar og þetta eru viðbrögð hins hvíta íslenska feðraveldis sem upplifir að sér sé ógnað af utanaðkomandi áhrifum. Jú það eru vandamál vegna innflytjenda, það eru árekstrar, það er menningarmunur. Innflytjendur þurfa að fylgja lögum og reglum á Íslandi eins og allir aðrir og virða mannréttindi. Margir innflytjendur koma úr samfélögum gerólíkum Íslandi og það tekur tíma að aðlagast og það þarf hjálp og fræðslu, sem við höfum alls ekki verið dugleg að veita, til að aðlagast. Það er erfitt að vera innflytjandi og venjast gerólíkri menningu, það er líka erfitt að taka á móti innflytjendum. En það er okkar ábyrgð, sem frjálst samfélag. Það sem innflytjendur hvar sem er í heiminum þurfa fyrst og fremst er að mæta ekki fordómum heldur kærleik og gestrisni. Að þau finni fyrir því að hér sé gott að vera en ekki að þau þurfi að brynja sig fyrir fordómum „okkar“ sem fyrir erum. Að þau finni að þau séu velkomin, að þau hafi hlutverk og gildi í nýju samfélagi. Að finna að þeim sé hjálpað en ekki að steinn sé lagður í götu þeirra. Við hreykjum okkur, sem fyrr segir, af því að vera umburðarlynd. Segjum að það sé rétt, hvað felst þá í umburðarlyndinu? Það er t.d. að dæma ekki of harkalega þegar fólki verða á mistök. Það er að dæma fólk ekki fyrirfram vegna staðalímynda. En það er líka að standa upp þegar við verðum vitni að óréttlæti, ójafnrétti og fordómum. Því það er eitt sem að umbyrðarlynt fólk hefur ekki umburðarlyndi fyrir og það er hið ofantalda: óréttlæti, ójafnrétti og fordómar. En að frelsinu, tjáningarfrelsinu sérstaklega. Það hafa öll rétt til þess að tjá sig og koma sínum skoðunum á framfæri en um leið gefur það öðrum rétt til að gagnrýna það sem sagt er. Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi, leyfum ekki lýðskrumurum að ala á ótta gegn þeim sem eru öðruvísi en við, tökum á móti þeim sem eru í viðkvæmari stöðu en við með kærleik og gestrisni. Einungis þannig tökum við á þeim vandamálum sem við glímum við vegna aukins fjölbreytileika hins áður mjög einsleita samfélags sem hér þreifst öldum saman. Höfundur er heimspekingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tjáningarfrelsi Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Við búum í frjálsu landi, einu frjálsasta samfélagi heimsins. Hér getum við tjáð okkur og gert það sem við viljum svo fremi það skaði ekki aðra. Þetta er hornsteinn lýðræðis okkar, menningar og hugmyndafræði. Þessu frelsi fylgir ábyrgð, og ábyrgðin felst í því að verja þetta frelsi fyrir íhaldsöflum sem vilja þrengja að breytingum í samfélaginu þegar þær henta þeim ekki. Þessi íhaldsöfl eiga það sameiginlegt að vera á einhvern hátt handhafar valds, hvort sem það er raunverulegt vald eða ímyndað vald. Dæmi um handhafa valds eru t.d. eigendur kvótans og fjármagnseigendur (bankarnir). Við höfum séð nýlega hvað gerist þegar þessu valdi er ógnað. Það fer á yfirsnúning til að vernda sig, þrátt fyrir að hafa yfirburðarstöðu í samfélaginu. En það er líka annarskonar vald sem er ekki jafn augljóst og það er valdið sem felst í hinu hvíta feðraveldi Íslands. Lengst af í sögu okkar hefur þetta vald verið ósýnilegt, falið og haft sig lítið í frammi. Ástæðan er sú að þessu valdi hefur ekki oft verið ógnað í gegnum tíðina. Við höfum alist upp í þeirri trú að á Íslandi séu öll velkomin, hér séu engir fordómar, enginn rasismi og engin útlendingaandúð. Við horfðum til nágrannalanda okkar og hristum hausinn yfir þeim vandamálum sem þau voru að glíma við í þessum efnum, klöppuðum okkur á bakið og sögðum: „Við erum svo góð, við erum ekki með svona vandamál, við erum ekki rasistar“. Staðreyndin er allt önnur. Þangað til mjög nýlega voru Íslendingar nánast eingöngu hvítir og kristnir. Þeir fáu útlendingar sem hér bjuggu tala mörg um að það hafi verið erfitt að fóta sig í íslensku samfélagi, þau segjast hafa fundið fyrir hreinni andúð og tortryggni vegna þess að þau voru öðruvísi. Núna þegar samsetning samfélagsins hefur gjörbreyst á undraskömmum tíma sitjum við uppi með þessi sömu vandamál og við sáum nágrannaþjóðir okkar glíma við fyrir 30-40 árum síðan. Það sem við hefðum getað gert, en gerðum ekki, var að læra af mistökum þeirra. Við hefðum átt að taka á móti útlendingum sem hingað koma með inngildingu að leiðarljósi í stað þess að mæta þeim með tortryggni og útilokun. Núna stöndum við frammi fyrir því að við erum búin að búa til tvær þjóðir í landinu, við og hin. „Við“ erum hinir „upprunalegu“ Íslendingar. Við erum hvít, tilheyrum þjóðkirkjunni, rekjum ættir okkar til Skandinavíu og þykjumst vera víkingar (sorrý, við vorum einmitt ekki víkingar, réttara er að við vorum flóttafólk úr okkar heimahaga í Noregi). „Hin“ eru útlendingar sem hafa komið hingað vegna þess að hér er að finna vinnu, réttlátt og öruggt samfélag, tækifæri til menntunar, heilbrigðiskerfi, frelsi og betra líf. Nú þegar upp blossa árekstrar milli okkar og hinna erum við fljót að detta ofan í fordómagryfjuna sem við höfum hreykt okkur af að sé ekki til staðar hér. Þegar útlendingar fremja glæpi erum við til í að fordæma, já fordæma, það er það sama og fordómar. Heilu hópar fólks sem líta öðruvísi út en við, trúa á annan guð, hafa aðrar venjur og siði og tala annað tungumál eru fordæmdir. Eitt skal yfir alla ganga. Ef Sýrlendingur nauðgar þá eru allir Sýrlendingar nauðgarar, ef svartur maður flýr úr fangelsi þá eru allir svartir menn grunsamlegir og hættulegir. Svona er að vera partur af „hinum“ ef einhver úr þeim hóp hagar sér illa þá er skuldinni skellt á þau öll. Svona er þetta hins vegar ekki með „okkur“ þegar hvítur íslenskur karlmaður nauðgar þá eru ekki allir hvítir íslenskir karlmenn nauðgarar, þegar hvítur íslenskur karlmaður flýr úr fangelsi þá eru ekki allir hvítir íslenskir karlmenn grunsamlegir og hættulegir. Þetta eru fordómar og þetta eru viðbrögð hins hvíta íslenska feðraveldis sem upplifir að sér sé ógnað af utanaðkomandi áhrifum. Jú það eru vandamál vegna innflytjenda, það eru árekstrar, það er menningarmunur. Innflytjendur þurfa að fylgja lögum og reglum á Íslandi eins og allir aðrir og virða mannréttindi. Margir innflytjendur koma úr samfélögum gerólíkum Íslandi og það tekur tíma að aðlagast og það þarf hjálp og fræðslu, sem við höfum alls ekki verið dugleg að veita, til að aðlagast. Það er erfitt að vera innflytjandi og venjast gerólíkri menningu, það er líka erfitt að taka á móti innflytjendum. En það er okkar ábyrgð, sem frjálst samfélag. Það sem innflytjendur hvar sem er í heiminum þurfa fyrst og fremst er að mæta ekki fordómum heldur kærleik og gestrisni. Að þau finni fyrir því að hér sé gott að vera en ekki að þau þurfi að brynja sig fyrir fordómum „okkar“ sem fyrir erum. Að þau finni að þau séu velkomin, að þau hafi hlutverk og gildi í nýju samfélagi. Að finna að þeim sé hjálpað en ekki að steinn sé lagður í götu þeirra. Við hreykjum okkur, sem fyrr segir, af því að vera umburðarlynd. Segjum að það sé rétt, hvað felst þá í umburðarlyndinu? Það er t.d. að dæma ekki of harkalega þegar fólki verða á mistök. Það er að dæma fólk ekki fyrirfram vegna staðalímynda. En það er líka að standa upp þegar við verðum vitni að óréttlæti, ójafnrétti og fordómum. Því það er eitt sem að umbyrðarlynt fólk hefur ekki umburðarlyndi fyrir og það er hið ofantalda: óréttlæti, ójafnrétti og fordómar. En að frelsinu, tjáningarfrelsinu sérstaklega. Það hafa öll rétt til þess að tjá sig og koma sínum skoðunum á framfæri en um leið gefur það öðrum rétt til að gagnrýna það sem sagt er. Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi, leyfum ekki lýðskrumurum að ala á ótta gegn þeim sem eru öðruvísi en við, tökum á móti þeim sem eru í viðkvæmari stöðu en við með kærleik og gestrisni. Einungis þannig tökum við á þeim vandamálum sem við glímum við vegna aukins fjölbreytileika hins áður mjög einsleita samfélags sem hér þreifst öldum saman. Höfundur er heimspekingur
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun