Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. maí 2025 19:31 20 milljónir hurfu úr bankabókinni og var engin leið til að fá þær aftur. vísir/vilhelm Dæmi eru um að fólk sem fellur fyrir netsviki tapi allt að 20 milljónum á svipstundu með því að samþykkja einfalda beiðni í símanum. Rannsóknarlögreglumaður hvetur fólk til að tilkynna netsvik tafarlaust þrátt fyrir skömm. Hver klukkutími skiptir máli. Þó nokkuð hefur verið fjallað um mikla aukningu fjársvika sem fara fram á netinu eða með öðrum leiðum í gegnum síma og tölvur. Dæmi eru um að óprúttnir aðilar komist yfir himinháar upphæðir á svipstundu þegar fólk samþylkir einfalda beiðni í flýti. Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að um sé að ræða metfjölda tilkynninga vegna netsvika það sem af er ári. „Þetta kemur oft í skorpum, fer eftir því hvað er í gangi hverju sinni. Það geta komið tíu á einum degi mjög snögglega.“ Dæmi séu um að fólk veigri sér við að tilkynna vegna skammar sem fylgir því að falla fyrir netsvindli eða sambærilegu gabbi. Guðjón ítrekar að hafa samband við banka og lögregluna tafarlaust. Hver klukkutími skipti máli. „Það er náttúrulega mjög algengt að þetta gerist um helgar, þegar að bankar eru lokaðir og þess háttar. Það gefur þeim meiri tíma til að koma peningnum undan. Það má segja að fyrstu 72 klukkustundirnar séu lykilatriði. Eftir 24 til 72 klukkustundir er þetta orðið nánast litlar sem engar líkur.“ Spurður hvað sé alvarlegasta brotið sem hann muni eftir koma nokkur sambærileg mál til huga þar sem fólk var ginnt með fölskum fjárfestingartækifærum í formi rafmynta og annars slíks. „Þá erum við að sjá um og yfir 20 milljónir sem fara mjög hratt. Þar sem aðili, í raun og veru opnar rafrænuskilríkin sín. Opnar inn á bankann og þá er bankabókin tæmd. “ Gat hann fengið þann pening til baka? „Því þetta var ekki einstakt mál, heldur var ég að lýsa nokkrum málum í þessu tilviki. Þá er það sjaldnast þannig.“ Hann segir oft á tíðum um lævísa fagmenn að ræða sem beiti ýmsum klækjum og brögðum. „Þetta eru í raun og veru atvinnumenn í því sem þeir gera. Þar af leiðandi eru þeir að nýta það að fólk vilji ná sér í skjótan gróða. Nýta sér trúgirni fólks í ástarmálum. Í raun og veru leika sér með tilfinningar fólks. Ef það er of gott til að vera satt þá er það líklega ekki satt.“ Lögreglumál Netglæpir Fjármál heimilisins Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Þó nokkuð hefur verið fjallað um mikla aukningu fjársvika sem fara fram á netinu eða með öðrum leiðum í gegnum síma og tölvur. Dæmi eru um að óprúttnir aðilar komist yfir himinháar upphæðir á svipstundu þegar fólk samþylkir einfalda beiðni í flýti. Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að um sé að ræða metfjölda tilkynninga vegna netsvika það sem af er ári. „Þetta kemur oft í skorpum, fer eftir því hvað er í gangi hverju sinni. Það geta komið tíu á einum degi mjög snögglega.“ Dæmi séu um að fólk veigri sér við að tilkynna vegna skammar sem fylgir því að falla fyrir netsvindli eða sambærilegu gabbi. Guðjón ítrekar að hafa samband við banka og lögregluna tafarlaust. Hver klukkutími skipti máli. „Það er náttúrulega mjög algengt að þetta gerist um helgar, þegar að bankar eru lokaðir og þess háttar. Það gefur þeim meiri tíma til að koma peningnum undan. Það má segja að fyrstu 72 klukkustundirnar séu lykilatriði. Eftir 24 til 72 klukkustundir er þetta orðið nánast litlar sem engar líkur.“ Spurður hvað sé alvarlegasta brotið sem hann muni eftir koma nokkur sambærileg mál til huga þar sem fólk var ginnt með fölskum fjárfestingartækifærum í formi rafmynta og annars slíks. „Þá erum við að sjá um og yfir 20 milljónir sem fara mjög hratt. Þar sem aðili, í raun og veru opnar rafrænuskilríkin sín. Opnar inn á bankann og þá er bankabókin tæmd. “ Gat hann fengið þann pening til baka? „Því þetta var ekki einstakt mál, heldur var ég að lýsa nokkrum málum í þessu tilviki. Þá er það sjaldnast þannig.“ Hann segir oft á tíðum um lævísa fagmenn að ræða sem beiti ýmsum klækjum og brögðum. „Þetta eru í raun og veru atvinnumenn í því sem þeir gera. Þar af leiðandi eru þeir að nýta það að fólk vilji ná sér í skjótan gróða. Nýta sér trúgirni fólks í ástarmálum. Í raun og veru leika sér með tilfinningar fólks. Ef það er of gott til að vera satt þá er það líklega ekki satt.“
Lögreglumál Netglæpir Fjármál heimilisins Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira