Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Lovísa Arnardóttir skrifar 27. maí 2025 13:44 Lengri opnunartími hefur verið hjá leikskólanum Ævintýraborg við Nauthólsveg en verður það ekki lengur frá og með 1. september. Reykjavíkurborg Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að afnema lengri opnun ákveðinna leikskóla til klukkan 17. Vísað var til lítillar nýtingar og kostnaðar vegna úrræðisins. Eftir breytinguna verða allir leikskólar opnir frá klukkan 7.30 til 16.30. Breytingin tekur gildi í september. Lengri opnunartími hefur verið í gildi frá árinu 2022 og átti að vera til tveggja ára í einum eða tveimur leikskólum í hverju hverfi. Leikskólarnir sem tóku þátt voru Bakkaborg, Hagaborg, Heiðarborg, Klettaborg, Langholt og Ævintýraborg við Nauthólsveg. Samkvæmt tillögu sviðsstjóra nýttu alls tíu foreldrar sér þennan lengri opnunartíma í upphafi og hafa aldrei verið fleiri en það. Þeir voru sjö í maí 2023, þrír í maí 2024 og einn í apríl á þessu ári. Kostnaður vegna opnunar til klukkan 17.00 er nú um 325.00 krónur á ári Í tillögunni er bent á að í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur loka flestir leikskólar klukkan 16.30 og sumir klukkan 16 á föstudögum eða sérstök skráning eftir klukkan 14 á föstudögum. Sjálfstæðismenn vilja meiri sveigjanleika Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu á fundi skóla- og frístundaráðs fram tillögu um að opnunartími yrði ákvörðun hvers leikskóla fyrir sig. Ákvörðun um opnunartíma yrði svo tekin í samráði leikskólastjóra, starfsmanna og foreldra. Í tillögu þeirra var ítrekað að sveigjanleiki væri til staðar en tillagan var felld með fjórum atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu einnig fram bókun, eftir að tillagan var samþykkt og send til afgreiðslu í borgarráði, þar sem þau skiljanlegt, í ljósi þess hve fá börn nota þjónustuna, að tillagan hafi verið lögð fram en ítrekuðu þá skoðun sína að meiri sveigjanleiki væri til staða í opnunartíma leikskólanna. Auk þeirra lögðu einnig fram bókun áheyrnarfulltrúar leikskólastjóra og starfsfólks í leikskólum og foreldra barna í leikskólum. Mannekla og lítil nýting Fulltrúar leikskólastjóra og starfsmanna leikskóla fögnuðu breytingunni og bentu á að almennt væru vandræði með mönnun og það hefði verið erfitt að halda úti þjónustu til 17. Áheyrnafulltrúi foreldra sagðist ekki setja sig á móti styttingunni í ljósi lítillar nýttingar og mönnunarvanda innan leikskólastigsins. Hún kallaði þó eftir meiri sveigjanleika í kerfinu. „Til langs tíma litið er minni sveigjanleiki í leikskólakerfinu þó óæskilegur því ólíkar fjölskyldur hafa ólíkar þarfir þegar kemur að opnunartíma. Æskilegt væri að byrja að vinna að því að búa til kerfi sem þekkist víða á Norðurlöndum og þá sérstaklega í höfuðborgum þar sem sumir leikskólar hafa langan opnunartíma til þess að koma til móts við ólíkar þarfir fjölskyldna,“ sagði í bókun áheyrnarfulltrúa foreldra barna á leikskóla, Albínu Huldu Pálsdóttur. Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Lengri opnunartími hefur verið í gildi frá árinu 2022 og átti að vera til tveggja ára í einum eða tveimur leikskólum í hverju hverfi. Leikskólarnir sem tóku þátt voru Bakkaborg, Hagaborg, Heiðarborg, Klettaborg, Langholt og Ævintýraborg við Nauthólsveg. Samkvæmt tillögu sviðsstjóra nýttu alls tíu foreldrar sér þennan lengri opnunartíma í upphafi og hafa aldrei verið fleiri en það. Þeir voru sjö í maí 2023, þrír í maí 2024 og einn í apríl á þessu ári. Kostnaður vegna opnunar til klukkan 17.00 er nú um 325.00 krónur á ári Í tillögunni er bent á að í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur loka flestir leikskólar klukkan 16.30 og sumir klukkan 16 á föstudögum eða sérstök skráning eftir klukkan 14 á föstudögum. Sjálfstæðismenn vilja meiri sveigjanleika Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu á fundi skóla- og frístundaráðs fram tillögu um að opnunartími yrði ákvörðun hvers leikskóla fyrir sig. Ákvörðun um opnunartíma yrði svo tekin í samráði leikskólastjóra, starfsmanna og foreldra. Í tillögu þeirra var ítrekað að sveigjanleiki væri til staðar en tillagan var felld með fjórum atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu einnig fram bókun, eftir að tillagan var samþykkt og send til afgreiðslu í borgarráði, þar sem þau skiljanlegt, í ljósi þess hve fá börn nota þjónustuna, að tillagan hafi verið lögð fram en ítrekuðu þá skoðun sína að meiri sveigjanleiki væri til staða í opnunartíma leikskólanna. Auk þeirra lögðu einnig fram bókun áheyrnarfulltrúar leikskólastjóra og starfsfólks í leikskólum og foreldra barna í leikskólum. Mannekla og lítil nýting Fulltrúar leikskólastjóra og starfsmanna leikskóla fögnuðu breytingunni og bentu á að almennt væru vandræði með mönnun og það hefði verið erfitt að halda úti þjónustu til 17. Áheyrnafulltrúi foreldra sagðist ekki setja sig á móti styttingunni í ljósi lítillar nýttingar og mönnunarvanda innan leikskólastigsins. Hún kallaði þó eftir meiri sveigjanleika í kerfinu. „Til langs tíma litið er minni sveigjanleiki í leikskólakerfinu þó óæskilegur því ólíkar fjölskyldur hafa ólíkar þarfir þegar kemur að opnunartíma. Æskilegt væri að byrja að vinna að því að búa til kerfi sem þekkist víða á Norðurlöndum og þá sérstaklega í höfuðborgum þar sem sumir leikskólar hafa langan opnunartíma til þess að koma til móts við ólíkar þarfir fjölskyldna,“ sagði í bókun áheyrnarfulltrúa foreldra barna á leikskóla, Albínu Huldu Pálsdóttur.
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira