Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. maí 2025 12:02 Tilkynnt var um tímabundna rekstrarstöðvun kísilversins á Bakka í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Áttatíu missa vinnuna í kísilverinu á Bakka ef verður af tímabundinni rekstrarstöðvun, sem tilkynnt var í gær. Forseti sveitarstjórnar heldur í vonina að lausn finnist en til þess þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða gegn ódýrum innfluttum kínverskum kísilmálmi. Tilkynnt var í gær um tímabundna rekstrarstöðvun á verksmiðju PCC BakkaSilicon hf. á Húsavík frá og með miðjum júlímánuði. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. „Við höfum verið í góðu samtali við forstjóra PCC og hugur okkar er hjá því fólki sem missir vinnuna. Ástæður eru auðvitað fyrst og fremst erfið staða á mörkuðum vörunnar kísilmálms, sem PCC er að framleiða. Þetta hefur auðvitað mikil áhrif á samfélagið, fjárhag sveitarfélagsins og atvinnulíf allt hérna á svæðinu,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Áttatíu missa vinnuna ef kemur til rekstrarstöðvunar, sem Hjálmar segir eins og ef 3.500 manns myndu missa vinnuna í Reykjavík. Þrýsta á stjórnvöld Fram kemur í tilkynningu PCC að ódýr innflutningur á niðurgreiddum kísilmálmi, sér í lagi frá Kína, með lakari sjálfbærni- og umhverfisstöðlum hafi haft mikil áhrif á markaðsverð á Íslandi. Félagið hefur kært innflutning á kísilmálmi á undirverði hingað til lands til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem fjallar nú um málið. Hjálmar Bogi, forseti sveitarstjórnar, var varaþingmaður á síðasta kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Við höfum verið að þrýsta á stjórnvöld, ráðherra og þingmenn til að bregðast við þar sem því verður við komið, sem tryggir samkeppnishæfni verksmiðjunnar. Það eru aðgerðir sem stjórnvöld geta gripið til, sem PCC hefur tilkynnt um. Við erum að vonast til að stjórnvöld komi með okkur í þetta verkefni þannig að stöðvunin verði sem styst, hún verði tímabundin og verksmiðjan fari aftur af stað.“ Hann segist ekki hafa rætt við starfsfólk en sveitarfélagið hafi verið í samtali við forstjóra PCC og samtalið hafi verið gott. Hann segist hafa trú á að lausn finnist í málinu. „Við trúum því bara að það verði þannig að menn nýti þessa fjárfestingu sem þessi verksmiðja er til þess að skapa tekjur,“ sagði Hjálmar Bogi. Norðurþing Stóriðja Tengdar fréttir Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40 Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Stefnt er að því að lokið verði við helsta undirbúning að kolefnisförgunar- og móttökustöð á Bakka við Húsavík eftir tólf vikur samkvæmt viljayfirlýsingu sem Norðurþing og Carbfix hafa skrifað undir. Gert er ráð fyrir að matsáætlun umhverfismats vegna stöðvarinnar verði skilað strax í sumar. 21. maí 2025 10:06 Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings segir fregnir af mögulegri rekstrarstöðvun PCC á Bakka gríðarlegt áhyggjuefni. Bæjaryfirvöld fylgist vel með stöðunni og eigi í samtali við forsvarsmenn verksmiðjunnar og stjórnvöld. 8. maí 2025 12:00 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Tilkynnt var í gær um tímabundna rekstrarstöðvun á verksmiðju PCC BakkaSilicon hf. á Húsavík frá og með miðjum júlímánuði. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. „Við höfum verið í góðu samtali við forstjóra PCC og hugur okkar er hjá því fólki sem missir vinnuna. Ástæður eru auðvitað fyrst og fremst erfið staða á mörkuðum vörunnar kísilmálms, sem PCC er að framleiða. Þetta hefur auðvitað mikil áhrif á samfélagið, fjárhag sveitarfélagsins og atvinnulíf allt hérna á svæðinu,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Áttatíu missa vinnuna ef kemur til rekstrarstöðvunar, sem Hjálmar segir eins og ef 3.500 manns myndu missa vinnuna í Reykjavík. Þrýsta á stjórnvöld Fram kemur í tilkynningu PCC að ódýr innflutningur á niðurgreiddum kísilmálmi, sér í lagi frá Kína, með lakari sjálfbærni- og umhverfisstöðlum hafi haft mikil áhrif á markaðsverð á Íslandi. Félagið hefur kært innflutning á kísilmálmi á undirverði hingað til lands til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem fjallar nú um málið. Hjálmar Bogi, forseti sveitarstjórnar, var varaþingmaður á síðasta kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Við höfum verið að þrýsta á stjórnvöld, ráðherra og þingmenn til að bregðast við þar sem því verður við komið, sem tryggir samkeppnishæfni verksmiðjunnar. Það eru aðgerðir sem stjórnvöld geta gripið til, sem PCC hefur tilkynnt um. Við erum að vonast til að stjórnvöld komi með okkur í þetta verkefni þannig að stöðvunin verði sem styst, hún verði tímabundin og verksmiðjan fari aftur af stað.“ Hann segist ekki hafa rætt við starfsfólk en sveitarfélagið hafi verið í samtali við forstjóra PCC og samtalið hafi verið gott. Hann segist hafa trú á að lausn finnist í málinu. „Við trúum því bara að það verði þannig að menn nýti þessa fjárfestingu sem þessi verksmiðja er til þess að skapa tekjur,“ sagði Hjálmar Bogi.
Norðurþing Stóriðja Tengdar fréttir Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40 Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Stefnt er að því að lokið verði við helsta undirbúning að kolefnisförgunar- og móttökustöð á Bakka við Húsavík eftir tólf vikur samkvæmt viljayfirlýsingu sem Norðurþing og Carbfix hafa skrifað undir. Gert er ráð fyrir að matsáætlun umhverfismats vegna stöðvarinnar verði skilað strax í sumar. 21. maí 2025 10:06 Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings segir fregnir af mögulegri rekstrarstöðvun PCC á Bakka gríðarlegt áhyggjuefni. Bæjaryfirvöld fylgist vel með stöðunni og eigi í samtali við forsvarsmenn verksmiðjunnar og stjórnvöld. 8. maí 2025 12:00 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40
Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Stefnt er að því að lokið verði við helsta undirbúning að kolefnisförgunar- og móttökustöð á Bakka við Húsavík eftir tólf vikur samkvæmt viljayfirlýsingu sem Norðurþing og Carbfix hafa skrifað undir. Gert er ráð fyrir að matsáætlun umhverfismats vegna stöðvarinnar verði skilað strax í sumar. 21. maí 2025 10:06
Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings segir fregnir af mögulegri rekstrarstöðvun PCC á Bakka gríðarlegt áhyggjuefni. Bæjaryfirvöld fylgist vel með stöðunni og eigi í samtali við forsvarsmenn verksmiðjunnar og stjórnvöld. 8. maí 2025 12:00