Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Jón Þór Stefánsson skrifar 26. maí 2025 21:22 Jódís Skúladóttir sat á þingi frá 2021 til 2024. Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, hefur sagt sig úr flokknum. Hún greinir frá þessu á Facebook og segir ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda. Hún sat á Alþingi fyrir Vinstri græna á síðasta kjörtímabili og hafði áður verið oddviti flokksins í Múlaþingi. Hún gaf kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi síðasta haust, en laut í lægra haldi gegn Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Þá sagði hún skilið við stjórnmálin í aðdraganda síðustu kosninga eftir að hafa ekki verið boðið oddvitasæti. „Þann 1. maí s.l. hringdi ég í Svandísi Svavarsdóttur, formann VG og tjáði henni að ég ætti ekki lengur samleið með hreyfingunni. Í kjölfarið sendi ég svo póst á skrifstofuna og sagði mig úr VG. Þetta var ekki auðveld ákvörðun og alls ekki tekin í einhverju bríaríi. Ég hafði alvarlega íhugað stöðu mína innan hreyfingarinnar í lengri tíma en ekki síst eftir aðdraganda síðustu kosninga,“ skrifar Jódís nú á Facebook. Þar segist hún hafa mikla trú á stefnu Vinstri grænna, og að hún eigi ekki heima í öðrum stjórnmálaflokkum. „Íslensk pólitík er spillt,“ skrifar Jódís sem segir alls konar misjafnt þrífast í öllum flokkum á Íslandi. „Þið heyrðuð það alls ekki fyrst hér, flokkseigendaklíkur, gamlir aftursætisbílstjórar, tengsl og vensl þrífast í öllum flokkum og VG er því miður svo sannarlega ekki undanskilin. Gamlar pólitískar hugmyndir búa enn í skúmaskotum og það er ótrúlega dapurt að sjá flokka sem af yfirlæti tala af hneykslan um slíka menningu hjá pólitískum andstæðingum en nota svo nákvæmlega sömu taktík í eigin flokkum. Ég leyfi mér að segja að engin stjórnmálasamtök á Íslandi séu undanskilin. Þegar nýir flokkar verða til horfum við bjartsýn fram á nýja og betri tíð en innan ákveðins tíma í þessu andrúmslofti virðist ónæmiskerfi flokkanna vera of veikt og þessi súra gamla pólitíska veira virðist ná að festa sig í líffærum allra flokka.“ Jódís tekur sem dæmi sjókvíaeldi í Seyðisfirði, sem hún segist hafa barist gegn bæði á Alþingi og í sveitarstjórn, og furðar sig á því að enn sé stefnt á eldi í firðinum eftir að Vinstri grænir voru bæði með matvæla- og forsætisráðuneytið. „Sem fyrrverandi þingmaður í ríkisstjórnarflokki, sem hafði lengst af forsætisráðuneytið en einnig ráðuneyti sveitarstjórnarmála og matvæla, hvar allar hliðar fiskeldis heyra undir, verð ég að spyrja mig hvernig enn séu áform um eldi í firðinum? Hvernig gat þetta gengið svona langt og hvernig var ekki undið ofan af þessari vitleysu á okkar vakt? Ég einfaldlega skil það ekki,“ segir Jódís. „Það er erfitt að stíga út úr kreðsu sem þú hefur tilheyrt, þar sem nær öll eru þér kær, hvar þú hefur eignast vini fyrir lífstíð og deilt með þeim dýrmætum hluta af lífshlaupinu. Það er erfitt að gagnrýna, það er erfitt þegja, það er erfitt að finnast fólk frábært en á sama tíma horfa upp á ótrúlega vondar ákvarðanir og stundum í andstöðu við eigin stefnu.“ Vinstri græn Alþingi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Hún sat á Alþingi fyrir Vinstri græna á síðasta kjörtímabili og hafði áður verið oddviti flokksins í Múlaþingi. Hún gaf kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi síðasta haust, en laut í lægra haldi gegn Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Þá sagði hún skilið við stjórnmálin í aðdraganda síðustu kosninga eftir að hafa ekki verið boðið oddvitasæti. „Þann 1. maí s.l. hringdi ég í Svandísi Svavarsdóttur, formann VG og tjáði henni að ég ætti ekki lengur samleið með hreyfingunni. Í kjölfarið sendi ég svo póst á skrifstofuna og sagði mig úr VG. Þetta var ekki auðveld ákvörðun og alls ekki tekin í einhverju bríaríi. Ég hafði alvarlega íhugað stöðu mína innan hreyfingarinnar í lengri tíma en ekki síst eftir aðdraganda síðustu kosninga,“ skrifar Jódís nú á Facebook. Þar segist hún hafa mikla trú á stefnu Vinstri grænna, og að hún eigi ekki heima í öðrum stjórnmálaflokkum. „Íslensk pólitík er spillt,“ skrifar Jódís sem segir alls konar misjafnt þrífast í öllum flokkum á Íslandi. „Þið heyrðuð það alls ekki fyrst hér, flokkseigendaklíkur, gamlir aftursætisbílstjórar, tengsl og vensl þrífast í öllum flokkum og VG er því miður svo sannarlega ekki undanskilin. Gamlar pólitískar hugmyndir búa enn í skúmaskotum og það er ótrúlega dapurt að sjá flokka sem af yfirlæti tala af hneykslan um slíka menningu hjá pólitískum andstæðingum en nota svo nákvæmlega sömu taktík í eigin flokkum. Ég leyfi mér að segja að engin stjórnmálasamtök á Íslandi séu undanskilin. Þegar nýir flokkar verða til horfum við bjartsýn fram á nýja og betri tíð en innan ákveðins tíma í þessu andrúmslofti virðist ónæmiskerfi flokkanna vera of veikt og þessi súra gamla pólitíska veira virðist ná að festa sig í líffærum allra flokka.“ Jódís tekur sem dæmi sjókvíaeldi í Seyðisfirði, sem hún segist hafa barist gegn bæði á Alþingi og í sveitarstjórn, og furðar sig á því að enn sé stefnt á eldi í firðinum eftir að Vinstri grænir voru bæði með matvæla- og forsætisráðuneytið. „Sem fyrrverandi þingmaður í ríkisstjórnarflokki, sem hafði lengst af forsætisráðuneytið en einnig ráðuneyti sveitarstjórnarmála og matvæla, hvar allar hliðar fiskeldis heyra undir, verð ég að spyrja mig hvernig enn séu áform um eldi í firðinum? Hvernig gat þetta gengið svona langt og hvernig var ekki undið ofan af þessari vitleysu á okkar vakt? Ég einfaldlega skil það ekki,“ segir Jódís. „Það er erfitt að stíga út úr kreðsu sem þú hefur tilheyrt, þar sem nær öll eru þér kær, hvar þú hefur eignast vini fyrir lífstíð og deilt með þeim dýrmætum hluta af lífshlaupinu. Það er erfitt að gagnrýna, það er erfitt þegja, það er erfitt að finnast fólk frábært en á sama tíma horfa upp á ótrúlega vondar ákvarðanir og stundum í andstöðu við eigin stefnu.“
Vinstri græn Alþingi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira