Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Jón Þór Stefánsson skrifar 26. maí 2025 21:22 Jódís Skúladóttir sat á þingi frá 2021 til 2024. Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, hefur sagt sig úr flokknum. Hún greinir frá þessu á Facebook og segir ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda. Hún sat á Alþingi fyrir Vinstri græna á síðasta kjörtímabili og hafði áður verið oddviti flokksins í Múlaþingi. Hún gaf kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi síðasta haust, en laut í lægra haldi gegn Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Þá sagði hún skilið við stjórnmálin í aðdraganda síðustu kosninga eftir að hafa ekki verið boðið oddvitasæti. „Þann 1. maí s.l. hringdi ég í Svandísi Svavarsdóttur, formann VG og tjáði henni að ég ætti ekki lengur samleið með hreyfingunni. Í kjölfarið sendi ég svo póst á skrifstofuna og sagði mig úr VG. Þetta var ekki auðveld ákvörðun og alls ekki tekin í einhverju bríaríi. Ég hafði alvarlega íhugað stöðu mína innan hreyfingarinnar í lengri tíma en ekki síst eftir aðdraganda síðustu kosninga,“ skrifar Jódís nú á Facebook. Þar segist hún hafa mikla trú á stefnu Vinstri grænna, og að hún eigi ekki heima í öðrum stjórnmálaflokkum. „Íslensk pólitík er spillt,“ skrifar Jódís sem segir alls konar misjafnt þrífast í öllum flokkum á Íslandi. „Þið heyrðuð það alls ekki fyrst hér, flokkseigendaklíkur, gamlir aftursætisbílstjórar, tengsl og vensl þrífast í öllum flokkum og VG er því miður svo sannarlega ekki undanskilin. Gamlar pólitískar hugmyndir búa enn í skúmaskotum og það er ótrúlega dapurt að sjá flokka sem af yfirlæti tala af hneykslan um slíka menningu hjá pólitískum andstæðingum en nota svo nákvæmlega sömu taktík í eigin flokkum. Ég leyfi mér að segja að engin stjórnmálasamtök á Íslandi séu undanskilin. Þegar nýir flokkar verða til horfum við bjartsýn fram á nýja og betri tíð en innan ákveðins tíma í þessu andrúmslofti virðist ónæmiskerfi flokkanna vera of veikt og þessi súra gamla pólitíska veira virðist ná að festa sig í líffærum allra flokka.“ Jódís tekur sem dæmi sjókvíaeldi í Seyðisfirði, sem hún segist hafa barist gegn bæði á Alþingi og í sveitarstjórn, og furðar sig á því að enn sé stefnt á eldi í firðinum eftir að Vinstri grænir voru bæði með matvæla- og forsætisráðuneytið. „Sem fyrrverandi þingmaður í ríkisstjórnarflokki, sem hafði lengst af forsætisráðuneytið en einnig ráðuneyti sveitarstjórnarmála og matvæla, hvar allar hliðar fiskeldis heyra undir, verð ég að spyrja mig hvernig enn séu áform um eldi í firðinum? Hvernig gat þetta gengið svona langt og hvernig var ekki undið ofan af þessari vitleysu á okkar vakt? Ég einfaldlega skil það ekki,“ segir Jódís. „Það er erfitt að stíga út úr kreðsu sem þú hefur tilheyrt, þar sem nær öll eru þér kær, hvar þú hefur eignast vini fyrir lífstíð og deilt með þeim dýrmætum hluta af lífshlaupinu. Það er erfitt að gagnrýna, það er erfitt þegja, það er erfitt að finnast fólk frábært en á sama tíma horfa upp á ótrúlega vondar ákvarðanir og stundum í andstöðu við eigin stefnu.“ Vinstri græn Alþingi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Hún sat á Alþingi fyrir Vinstri græna á síðasta kjörtímabili og hafði áður verið oddviti flokksins í Múlaþingi. Hún gaf kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi síðasta haust, en laut í lægra haldi gegn Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Þá sagði hún skilið við stjórnmálin í aðdraganda síðustu kosninga eftir að hafa ekki verið boðið oddvitasæti. „Þann 1. maí s.l. hringdi ég í Svandísi Svavarsdóttur, formann VG og tjáði henni að ég ætti ekki lengur samleið með hreyfingunni. Í kjölfarið sendi ég svo póst á skrifstofuna og sagði mig úr VG. Þetta var ekki auðveld ákvörðun og alls ekki tekin í einhverju bríaríi. Ég hafði alvarlega íhugað stöðu mína innan hreyfingarinnar í lengri tíma en ekki síst eftir aðdraganda síðustu kosninga,“ skrifar Jódís nú á Facebook. Þar segist hún hafa mikla trú á stefnu Vinstri grænna, og að hún eigi ekki heima í öðrum stjórnmálaflokkum. „Íslensk pólitík er spillt,“ skrifar Jódís sem segir alls konar misjafnt þrífast í öllum flokkum á Íslandi. „Þið heyrðuð það alls ekki fyrst hér, flokkseigendaklíkur, gamlir aftursætisbílstjórar, tengsl og vensl þrífast í öllum flokkum og VG er því miður svo sannarlega ekki undanskilin. Gamlar pólitískar hugmyndir búa enn í skúmaskotum og það er ótrúlega dapurt að sjá flokka sem af yfirlæti tala af hneykslan um slíka menningu hjá pólitískum andstæðingum en nota svo nákvæmlega sömu taktík í eigin flokkum. Ég leyfi mér að segja að engin stjórnmálasamtök á Íslandi séu undanskilin. Þegar nýir flokkar verða til horfum við bjartsýn fram á nýja og betri tíð en innan ákveðins tíma í þessu andrúmslofti virðist ónæmiskerfi flokkanna vera of veikt og þessi súra gamla pólitíska veira virðist ná að festa sig í líffærum allra flokka.“ Jódís tekur sem dæmi sjókvíaeldi í Seyðisfirði, sem hún segist hafa barist gegn bæði á Alþingi og í sveitarstjórn, og furðar sig á því að enn sé stefnt á eldi í firðinum eftir að Vinstri grænir voru bæði með matvæla- og forsætisráðuneytið. „Sem fyrrverandi þingmaður í ríkisstjórnarflokki, sem hafði lengst af forsætisráðuneytið en einnig ráðuneyti sveitarstjórnarmála og matvæla, hvar allar hliðar fiskeldis heyra undir, verð ég að spyrja mig hvernig enn séu áform um eldi í firðinum? Hvernig gat þetta gengið svona langt og hvernig var ekki undið ofan af þessari vitleysu á okkar vakt? Ég einfaldlega skil það ekki,“ segir Jódís. „Það er erfitt að stíga út úr kreðsu sem þú hefur tilheyrt, þar sem nær öll eru þér kær, hvar þú hefur eignast vini fyrir lífstíð og deilt með þeim dýrmætum hluta af lífshlaupinu. Það er erfitt að gagnrýna, það er erfitt þegja, það er erfitt að finnast fólk frábært en á sama tíma horfa upp á ótrúlega vondar ákvarðanir og stundum í andstöðu við eigin stefnu.“
Vinstri græn Alþingi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira