Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 26. maí 2025 14:18 Það er margt forvitnilegt við viðtalið sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra gaf á Sprengisandi í gær. Þar kynnti hún aðgerðir á borð við afturköllun verndar fyrir sakamenn, aukið landamæraeftirlit, stofnun brottfarar- og móttökustöðva og samninga við flugfélög um afhendingu farþegalista. Allt undir merkjum „nýrrar stefnu“ og „nýrrar nálgunar“. En vandinn er sá: Þetta er ekki nýtt. Ekkert af þessu er nýtt. Þessi mál voru þegar í farvegi í tíð síðustu ríkisstjórnar. Frumvarp um afturköllun verndar fyrir sakamenn var á þingmálaskrá minni. Það sama má segja um að koma á fót brottfararúrræði og greiningarmiðstöð. Undirbúningur að samningum við flugfélög hófst í ráðuneytinu undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Landamærastefnan sem nú er notuð sem grunnur að aðgerðum ráðherrans var samþykkt í ríkisstjórn í nóvember 2024 og kynnt opinberlega í samvinnu við ríkislögreglustjóra. Þá stendur ekki steinn yfir steini í pistli sem ráðherrann birti á Vísi fyrr í dag. Þar heldur ráðherra því fram að Sjálfstæðisflokkurinn ókyrrist þegar umbætur í landamæramálum eru ræddar. En veit ráðherra ekki hver setti þessa stefnu? Veit hún ekki að það var ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins sem lagði grunninn að öllum þeim úrræðum sem hún nú eignar sér? Veit hún ekki að landamærastefnan sem hún byggir á, og talar um sem byltingu, var unnin á mínum tíma í ráðuneytinu, í nánu samstarfi við lögregluembættin og ríkislögreglustjóra? Það má einnig minna ráðherrann á þegar hún segir stefnu- og aðgerðaleysi hafa einkennt fyrri ríkisstjórn að þann 20. febrúar 2024 samþykkti þáverandi ríkisstjórnin heildarsýn í málefnum útlendinga og hælisleitenda með 20 aðgerðum til úrbóta. Meðal annars að koma upp greiningarmiðstöð á landamærunum sem og lokuðu brottfararúrræði. Það er ekkert athugavert við að taka upp góðar hugmyndir. Gott er gott, sama hvaðan það kemur. En þegar ráðherra snýr út úr staðreyndum og talar eins og pólitískt minnisleysi sé dyggð, þá verður að bregðast við. Það er ekki stjórnmálaleg nýsköpun að taka stefnu annarra, endurpakka henni og selja hana sem sína eigin. Það kallast einfaldlega að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Í stjórnmálum má skipta um skoðun, en það krefst hreinskilni. Það sem stendur eftir hér er ekki ný stefna, heldur gamalt stefnumál í nýjum búningi og með nýjan talsmann sem áður talaði með allt öðrum hætti. Þegar þessi mál voru til umræðu fyrir ári gagnrýndi dómsmálaráðherra áherslu á skilvirkni og stjórnsýslu – og spurði hvar væru mannúðlegu úrræðin. Hún lét ekki orðin nægja heldur ýmist sat hún hjá eða greiddi atkvæði gegn málunum á þinginu. Nú talar hún hins vegar fyrir sömu lagabreytingum, sömu úrræðum og sama verklagi – nema hvað nú heitir það „ný nálgun“. Það er velkomið að ráðherra hafi skipt um skoðun. Það er meira að segja þroskamerki að gera það. En hún verður þá líka að viðurkenna það. Það gengur ekki upp að vera andstæðingur sömu stefnu sem maður reynir að eigna sér þegar svo hentar. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum talað fyrir ábyrgri og skýrri landamæra- og útlendingastefnu. Við höfum sagt að vernda beri þá sem verndar þurfa – en jafnframt að ríkisvaldið verði að bregðast við þegar kerfið stendur ekki undir eigin tilgangi. Nú virðist dómsmálaráðherra hafa tekið undir þau sjónarmið. Það er vel. Hún er velkomin í raunveruleikann. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landamæri Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er margt forvitnilegt við viðtalið sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra gaf á Sprengisandi í gær. Þar kynnti hún aðgerðir á borð við afturköllun verndar fyrir sakamenn, aukið landamæraeftirlit, stofnun brottfarar- og móttökustöðva og samninga við flugfélög um afhendingu farþegalista. Allt undir merkjum „nýrrar stefnu“ og „nýrrar nálgunar“. En vandinn er sá: Þetta er ekki nýtt. Ekkert af þessu er nýtt. Þessi mál voru þegar í farvegi í tíð síðustu ríkisstjórnar. Frumvarp um afturköllun verndar fyrir sakamenn var á þingmálaskrá minni. Það sama má segja um að koma á fót brottfararúrræði og greiningarmiðstöð. Undirbúningur að samningum við flugfélög hófst í ráðuneytinu undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Landamærastefnan sem nú er notuð sem grunnur að aðgerðum ráðherrans var samþykkt í ríkisstjórn í nóvember 2024 og kynnt opinberlega í samvinnu við ríkislögreglustjóra. Þá stendur ekki steinn yfir steini í pistli sem ráðherrann birti á Vísi fyrr í dag. Þar heldur ráðherra því fram að Sjálfstæðisflokkurinn ókyrrist þegar umbætur í landamæramálum eru ræddar. En veit ráðherra ekki hver setti þessa stefnu? Veit hún ekki að það var ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins sem lagði grunninn að öllum þeim úrræðum sem hún nú eignar sér? Veit hún ekki að landamærastefnan sem hún byggir á, og talar um sem byltingu, var unnin á mínum tíma í ráðuneytinu, í nánu samstarfi við lögregluembættin og ríkislögreglustjóra? Það má einnig minna ráðherrann á þegar hún segir stefnu- og aðgerðaleysi hafa einkennt fyrri ríkisstjórn að þann 20. febrúar 2024 samþykkti þáverandi ríkisstjórnin heildarsýn í málefnum útlendinga og hælisleitenda með 20 aðgerðum til úrbóta. Meðal annars að koma upp greiningarmiðstöð á landamærunum sem og lokuðu brottfararúrræði. Það er ekkert athugavert við að taka upp góðar hugmyndir. Gott er gott, sama hvaðan það kemur. En þegar ráðherra snýr út úr staðreyndum og talar eins og pólitískt minnisleysi sé dyggð, þá verður að bregðast við. Það er ekki stjórnmálaleg nýsköpun að taka stefnu annarra, endurpakka henni og selja hana sem sína eigin. Það kallast einfaldlega að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Í stjórnmálum má skipta um skoðun, en það krefst hreinskilni. Það sem stendur eftir hér er ekki ný stefna, heldur gamalt stefnumál í nýjum búningi og með nýjan talsmann sem áður talaði með allt öðrum hætti. Þegar þessi mál voru til umræðu fyrir ári gagnrýndi dómsmálaráðherra áherslu á skilvirkni og stjórnsýslu – og spurði hvar væru mannúðlegu úrræðin. Hún lét ekki orðin nægja heldur ýmist sat hún hjá eða greiddi atkvæði gegn málunum á þinginu. Nú talar hún hins vegar fyrir sömu lagabreytingum, sömu úrræðum og sama verklagi – nema hvað nú heitir það „ný nálgun“. Það er velkomið að ráðherra hafi skipt um skoðun. Það er meira að segja þroskamerki að gera það. En hún verður þá líka að viðurkenna það. Það gengur ekki upp að vera andstæðingur sömu stefnu sem maður reynir að eigna sér þegar svo hentar. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum talað fyrir ábyrgri og skýrri landamæra- og útlendingastefnu. Við höfum sagt að vernda beri þá sem verndar þurfa – en jafnframt að ríkisvaldið verði að bregðast við þegar kerfið stendur ekki undir eigin tilgangi. Nú virðist dómsmálaráðherra hafa tekið undir þau sjónarmið. Það er vel. Hún er velkomin í raunveruleikann. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun