Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. maí 2025 22:06 Dagbjört Hákonardóttir þingkona Samfylkingarinnar segir það ekki koma til greina að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir það ekki þjóna neinum tilgangi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Milliríkjasamtalið þurfi að vera virkt „ekki síst ef við viljum hjálpa flóttafólki frá Gasa.“ Í færslu á samfélagsmiðlum segir Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, að það sé aldagömul hefð að viðhalda stjórnmálasambandi, ekki síst á ófriðartímum. Ísland hafi til að mynda ekki slitið stjórnmálasambandi við Rússland. Þess er þó vert að geta að Ísland lagði niður starfsemi sendiráðsins í Rússlandi árið 2023. „Það myndi líka draga úr vægi sjálfstæðrar greinargerðar Íslands til Alþjóðadómstólsins í Haag þar sem skyldur Ísrael sem hernámsþjóðar eru skýrt áréttaðar af okkar hálfu,“ segir hún. Forgangsröðun stjórnvalda hvað þetta varðar sé skýr. „Við köllum eftir varanlegu vopnahléi á Gaza og að mannúðaraðstoð berist inn á svæðið. Til lengri tíma þarf Ísland áfram að tala fyrir tveggja ríkja lausninni í samheldni við okkar helstu samstarfsríki,“ segir Dagbjört. Stjórnvöld í Suður-Afríku stefndu Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum fyrir brot á lögum um þjóðarmorð. Í því sambandi segir Dagbjört mikilvægt að því sé haldið til haga að ekkert samstarfsríki Íslands hafi kært sig inn í málið. Spánn og Írlandi hafi skilað greinarferð um túlkun þeirra á samningnum en taki þar með enga afstöðu, hvorki með né á móti málsaðilum. „Það er okkar grundvallarafstaða að við treystum dómstólnum og höfum kallað eftir því að Ísrael virði bráðabirgðaráðstafanir dómstólsins. Núna er mikilvægast að einblína á aðgerðir sem við teljum geta haft meiri áhrif, þar með talið samtal við samstarfsríki um að auka pressu á ísraelsk stjórnvöld að snúa af þessari vegferð og virða alþjóðalög,“ segir Dagbjört. Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Í færslu á samfélagsmiðlum segir Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, að það sé aldagömul hefð að viðhalda stjórnmálasambandi, ekki síst á ófriðartímum. Ísland hafi til að mynda ekki slitið stjórnmálasambandi við Rússland. Þess er þó vert að geta að Ísland lagði niður starfsemi sendiráðsins í Rússlandi árið 2023. „Það myndi líka draga úr vægi sjálfstæðrar greinargerðar Íslands til Alþjóðadómstólsins í Haag þar sem skyldur Ísrael sem hernámsþjóðar eru skýrt áréttaðar af okkar hálfu,“ segir hún. Forgangsröðun stjórnvalda hvað þetta varðar sé skýr. „Við köllum eftir varanlegu vopnahléi á Gaza og að mannúðaraðstoð berist inn á svæðið. Til lengri tíma þarf Ísland áfram að tala fyrir tveggja ríkja lausninni í samheldni við okkar helstu samstarfsríki,“ segir Dagbjört. Stjórnvöld í Suður-Afríku stefndu Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum fyrir brot á lögum um þjóðarmorð. Í því sambandi segir Dagbjört mikilvægt að því sé haldið til haga að ekkert samstarfsríki Íslands hafi kært sig inn í málið. Spánn og Írlandi hafi skilað greinarferð um túlkun þeirra á samningnum en taki þar með enga afstöðu, hvorki með né á móti málsaðilum. „Það er okkar grundvallarafstaða að við treystum dómstólnum og höfum kallað eftir því að Ísrael virði bráðabirgðaráðstafanir dómstólsins. Núna er mikilvægast að einblína á aðgerðir sem við teljum geta haft meiri áhrif, þar með talið samtal við samstarfsríki um að auka pressu á ísraelsk stjórnvöld að snúa af þessari vegferð og virða alþjóðalög,“ segir Dagbjört.
Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira