Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2025 12:31 Oscar með Sonju fósturmóður sinni. Aðsend Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað því að taka umsókn hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar. Honum verður því að óbreyttu vísað einum úr landi og til Kólumbíu í upphafi júní. Farið verður með málið fyrir dómstóla. „Kærunefnd ákvað bara að þessi strákur þyrfti ekkert sérstakt skjól á Íslandi og tekur því ekki umsókn hans til efnislegrar meðferðar. Hann fær ekki að leggja inn umsókn á Íslandi,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars. „Það þýðir brottvísun í byrjun júní. Það er bara þannig. “ Vilja fresta brottvísun meðan dómstólar taki málið fyrir Helga Vala segir ákvörðun nefndarinnar endanlega á stjórnsýslustigi, en nú þurfi að óska eftir frestun réttaráhrifa hjá nefndinni, svo Oscar fái að vera hér meðan málið fer dómstólaleiðina. „Og vonað að hjá dómstólunum sé meiri mennska og minni vélvæðing en í stjórnsýslunni.“ Helga Vala Helgadóttir er lögmaður Oscars.Vísir/Vilhelm Oscar hefur verið í fórstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans beitti hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Rætt var við þau Svavar og Sonju í síðasta mánuði, um mál Oscars: „Það er enginn þarna“ Helga Vala segir liggja fyrir beiðni barnaverndaryfirvalda á Suðurnesjum um að Oscar verði ekki sendur úr landi og til Kólumbíu, þar sem hans bíði ekkert. „Það er enginn til að taka á móti honum þar. Við vitum alveg hvað verður með Oscar í Bogotá. Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna. Barnaverndaryfirvöld úti eru búin að reyna að ná sambandi, og móðir hans er búin að senda erindi og óska eftir að hann fái skjól hér. Það virðist ekki duga til fyrir íslensk stjórnvöld, til þess að leyfa þessum dreng, sem mun ekki vera nein byrði á íslensku samfélagi, að vera hér.“ Næsta skref sé að fá flýtimeðferð hjá dómstólum, og vona að kærunefndin fallist á beiðni um frestun réttaráhrifa. „Ég held að það hljóti allir að sjá að þessi niðurstaða er bara efnislega röng,“ segir Helga Vala. Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Hælisleitendur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
„Kærunefnd ákvað bara að þessi strákur þyrfti ekkert sérstakt skjól á Íslandi og tekur því ekki umsókn hans til efnislegrar meðferðar. Hann fær ekki að leggja inn umsókn á Íslandi,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars. „Það þýðir brottvísun í byrjun júní. Það er bara þannig. “ Vilja fresta brottvísun meðan dómstólar taki málið fyrir Helga Vala segir ákvörðun nefndarinnar endanlega á stjórnsýslustigi, en nú þurfi að óska eftir frestun réttaráhrifa hjá nefndinni, svo Oscar fái að vera hér meðan málið fer dómstólaleiðina. „Og vonað að hjá dómstólunum sé meiri mennska og minni vélvæðing en í stjórnsýslunni.“ Helga Vala Helgadóttir er lögmaður Oscars.Vísir/Vilhelm Oscar hefur verið í fórstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans beitti hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Rætt var við þau Svavar og Sonju í síðasta mánuði, um mál Oscars: „Það er enginn þarna“ Helga Vala segir liggja fyrir beiðni barnaverndaryfirvalda á Suðurnesjum um að Oscar verði ekki sendur úr landi og til Kólumbíu, þar sem hans bíði ekkert. „Það er enginn til að taka á móti honum þar. Við vitum alveg hvað verður með Oscar í Bogotá. Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna. Barnaverndaryfirvöld úti eru búin að reyna að ná sambandi, og móðir hans er búin að senda erindi og óska eftir að hann fái skjól hér. Það virðist ekki duga til fyrir íslensk stjórnvöld, til þess að leyfa þessum dreng, sem mun ekki vera nein byrði á íslensku samfélagi, að vera hér.“ Næsta skref sé að fá flýtimeðferð hjá dómstólum, og vona að kærunefndin fallist á beiðni um frestun réttaráhrifa. „Ég held að það hljóti allir að sjá að þessi niðurstaða er bara efnislega röng,“ segir Helga Vala.
Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Hælisleitendur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira