„Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. maí 2025 21:44 Ágúst Jóhannsson er þjálfari Vals. vísir / anton brink Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var nokkuð hógvær í leikslok þrátt fyrir öruggan sjö marka sigur Vals gegn Haukum í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna í kvöld. „Þetta var bara hörkuleikur framan af og Haukar hefðu alveg eins getað verið aðeins meira yfir í hálfleik,“ sagði Ágúst í leikslok. „Við bara komum mjög sterkt inn úr hálfleiknum. Mjög orkumiklar og kraftmiklar og mér fannst sóknarleikurinn frábær. Mér fannst við vera með góðar lausnir á móti þeim, bæði á móti 5:1 og 6:0 vörninni þeirra. Mér fannst við bara gera þetta vel. Ég var ánægður með stelpurnar. Sama með varnarleikinn, hann var þéttari í seinni hálfleik og við vorum aðeins kraftmeiri. Þetta var held ég bara sanngjarn sigur.“ Hann segir einnig að það hafi verið mikilvægt fyrir Valsliðið að mæta af þessum krafti inn í seinni hálfleikinn, enda hefði getað verið einfalt að falla ofan í einhverja gryfju verandi undir eftir fyrri hálfleikinn. „Þetta er ekkert einfalt. Haukarnir eru bara með klassalið. Þær eru vel skipulagðar og þetta er erfitt. Mér fannst við bara gera hlutina aðeins betur í seinni hálfleik. Allar sendingar og tímasetningar og mætingar á boltann. Við gerðum þetta miklu betur og fengum meiri gæði í allt. Bæði varnar- og sóknarlega.“ „Þegar við náum þessum gæðum þá fannst mér þetta bara vera nokkuð sannfærandi.“ Þá vildi Ágúst ekki eyða of mörgum orðum í að hrósa Hafdísi Renötudóttur fyrir frábæra frammistöðu sína, heldur einblíndi hann frekar á liðið í heild. „Hafdís er auðvitað frábær markmaður, en það má ekki gleyma því að við erum að spila frábæra vörn. Vörnin er gríðarlega sterk þegar við erum í þessum gír. Auðvitað er Hafdís góð, en við reynum að setja andstæðingana í stöður sem eru ekkert alltaf frábærar þegar þær fara í slúttin sín.“ „Auðvitað er Hafdís frábær leikmaður eins og allt liðið. Við erum með gríðarlega sterka liðsheild og það er svona það sem við reynum að gera mest út á.“ Að lokum fór Ágúst yfir það hvað Valsliðið þarf að gera til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli næstkomandi mánudag. „Við þurfum auðvitað bara að halda haus og halda lágum prófíl. Það þýðir ekkert að fara á eitthvað flug. Við erum búin að vera oft í þessu og nú þarf bara að hvíla sig á morgun, æfa á sunnudag og mæta tilbúin og einbeitt til leiks á mánudaginn. Þetta getur farið í allar áttir og við verðum bara að halda fókus á okkur og reyna að mæta vel undirbúin til leiks,“ sagði Ágúst að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hættum að spila okkar leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
„Þetta var bara hörkuleikur framan af og Haukar hefðu alveg eins getað verið aðeins meira yfir í hálfleik,“ sagði Ágúst í leikslok. „Við bara komum mjög sterkt inn úr hálfleiknum. Mjög orkumiklar og kraftmiklar og mér fannst sóknarleikurinn frábær. Mér fannst við vera með góðar lausnir á móti þeim, bæði á móti 5:1 og 6:0 vörninni þeirra. Mér fannst við bara gera þetta vel. Ég var ánægður með stelpurnar. Sama með varnarleikinn, hann var þéttari í seinni hálfleik og við vorum aðeins kraftmeiri. Þetta var held ég bara sanngjarn sigur.“ Hann segir einnig að það hafi verið mikilvægt fyrir Valsliðið að mæta af þessum krafti inn í seinni hálfleikinn, enda hefði getað verið einfalt að falla ofan í einhverja gryfju verandi undir eftir fyrri hálfleikinn. „Þetta er ekkert einfalt. Haukarnir eru bara með klassalið. Þær eru vel skipulagðar og þetta er erfitt. Mér fannst við bara gera hlutina aðeins betur í seinni hálfleik. Allar sendingar og tímasetningar og mætingar á boltann. Við gerðum þetta miklu betur og fengum meiri gæði í allt. Bæði varnar- og sóknarlega.“ „Þegar við náum þessum gæðum þá fannst mér þetta bara vera nokkuð sannfærandi.“ Þá vildi Ágúst ekki eyða of mörgum orðum í að hrósa Hafdísi Renötudóttur fyrir frábæra frammistöðu sína, heldur einblíndi hann frekar á liðið í heild. „Hafdís er auðvitað frábær markmaður, en það má ekki gleyma því að við erum að spila frábæra vörn. Vörnin er gríðarlega sterk þegar við erum í þessum gír. Auðvitað er Hafdís góð, en við reynum að setja andstæðingana í stöður sem eru ekkert alltaf frábærar þegar þær fara í slúttin sín.“ „Auðvitað er Hafdís frábær leikmaður eins og allt liðið. Við erum með gríðarlega sterka liðsheild og það er svona það sem við reynum að gera mest út á.“ Að lokum fór Ágúst yfir það hvað Valsliðið þarf að gera til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli næstkomandi mánudag. „Við þurfum auðvitað bara að halda haus og halda lágum prófíl. Það þýðir ekkert að fara á eitthvað flug. Við erum búin að vera oft í þessu og nú þarf bara að hvíla sig á morgun, æfa á sunnudag og mæta tilbúin og einbeitt til leiks á mánudaginn. Þetta getur farið í allar áttir og við verðum bara að halda fókus á okkur og reyna að mæta vel undirbúin til leiks,“ sagði Ágúst að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hættum að spila okkar leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira