Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 23. maí 2025 09:02 Auðlindaskattar, hvort sem þeir eru á sjávarútveg, orkuvinnslu, ferðaþjónustu eða á hvað sem fólki kann að detta í hug að innheimta auðlindaskatt af, eru aldrei að fara að ríða einhvern stórkostlegan baggamun til góðs í ríkisbókhaldinu. Sem dæmi, mun veiðigjaldið, þrátt fyrir boðaða hækkun ekki ná því að verða 2% af tekjum ríkissjóðs. Auðlindaskattar eru í eðli sínu skattar á verðmætasköpun. Hér er þó ekki verið að segja, að ekki eigi að rukka hér veiðigjald eða önnur gjöld af noktun auðlinda í þjóðar eða ríkiseign. Heldur að það sé óskynsamlegt að nota þá skatta sem tæki til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. Innheimta auðlindaskatta eða gjalda, þarf því að vera í senn hófleg og ekki setja íþyngjandi hömlur á aukna verðmætasköpun þeirra sem auðlindirnar nýta. Hvað sem huglægum ómælanlegum réttlætis og sanngirnisrökum líður. Aukin verðmætasköpun er drifkraftur og forsenda þess að tekjur ríkissjóðs hækki nægjanlega, svo hægt sé að reka þetta ágæta þjóðfélag okkar sómasamlega. Ef farið er of geyst í það að skattleggja verðmætasköpun, getur það haft þau áhrif að tekjur ríkissjóðs lækki í stað þess að hækka, eins og stefnt var að í upphafi með hækkun skattsins. Auk þess sem að íþyngjandi auðlindaskattar geta dregið verulega úr alþjóðlegri samkeppnishæfni okkar og rýrt þar með lífskjör hér verulega. Aukin verðmætasköpun er forsenda þess að fyrirtækin í landinu, geti ráðið fólk í vinnu, greitt því þokkaleg eða jafnvel góð laun og fjárfest í nýsköpun og búnaði til þess að auka við sína verðmætasköpun, ásamt því að efla markaðssetningu á sinni vöru og þjónustu. Aukin verðmætasköpun er jafnframt lykilforsenda þess að hér verði lífskjör áfram með besta móti á heimsvísu. Ef skattlagning þrengir að vexti þeirra fyrirtækja er verðmætin skapa, þá er auðvitað hætta á því að fyrirtækin þurfi að hagræða hjá sér. Fresta eða hætta við nýjar fjárfestingar og hægja á nýjum ráðningum eða jafnvel segja upp starfsfólki til þess að lækka kostnað. Það mun veikja stærstu skattstofna okkar, tekjuskatt og virðisaukaskatt. Gæti veiking skattstofnana hæglega numið hærri upphæð en áætlaður ávinningur ríkissjóðs af auðlindaskattnum eða gjaldinu. Það er því veruleg hætta á því, að ef stjórnmálamenn missa sig í því að toppa réttlætiskennd hvors annars með sífellt "réttlátari" og “sanngjarnari” skattheimtu af verðmætasköpun, að tekjur ríkissjóðs til reksturs allra okkar kerfa, heilbrigðis, velferðar, mennta, samgöngu og fleiri kerfa minnki og verði á endanum ónægar til þess að rekstur ríkissjóðs verði nokkurn tímann sjálfbær. Sanngirni, já – en ekki á kostnað framtíðarinnar. Réttlæti, vissulega – en byggt á raunverulegum verðmætum, ekki pólitískum slagorðum. Ef við viljum samfélag sem stendur undir velferð, menntun og öryggi, þá verðum við að byrja á því að spyrja: Hverjir skapa verðmætin – og hvernig tryggjum við að þeir geti haldið því áfram? Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Auðlindaskattar, hvort sem þeir eru á sjávarútveg, orkuvinnslu, ferðaþjónustu eða á hvað sem fólki kann að detta í hug að innheimta auðlindaskatt af, eru aldrei að fara að ríða einhvern stórkostlegan baggamun til góðs í ríkisbókhaldinu. Sem dæmi, mun veiðigjaldið, þrátt fyrir boðaða hækkun ekki ná því að verða 2% af tekjum ríkissjóðs. Auðlindaskattar eru í eðli sínu skattar á verðmætasköpun. Hér er þó ekki verið að segja, að ekki eigi að rukka hér veiðigjald eða önnur gjöld af noktun auðlinda í þjóðar eða ríkiseign. Heldur að það sé óskynsamlegt að nota þá skatta sem tæki til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. Innheimta auðlindaskatta eða gjalda, þarf því að vera í senn hófleg og ekki setja íþyngjandi hömlur á aukna verðmætasköpun þeirra sem auðlindirnar nýta. Hvað sem huglægum ómælanlegum réttlætis og sanngirnisrökum líður. Aukin verðmætasköpun er drifkraftur og forsenda þess að tekjur ríkissjóðs hækki nægjanlega, svo hægt sé að reka þetta ágæta þjóðfélag okkar sómasamlega. Ef farið er of geyst í það að skattleggja verðmætasköpun, getur það haft þau áhrif að tekjur ríkissjóðs lækki í stað þess að hækka, eins og stefnt var að í upphafi með hækkun skattsins. Auk þess sem að íþyngjandi auðlindaskattar geta dregið verulega úr alþjóðlegri samkeppnishæfni okkar og rýrt þar með lífskjör hér verulega. Aukin verðmætasköpun er forsenda þess að fyrirtækin í landinu, geti ráðið fólk í vinnu, greitt því þokkaleg eða jafnvel góð laun og fjárfest í nýsköpun og búnaði til þess að auka við sína verðmætasköpun, ásamt því að efla markaðssetningu á sinni vöru og þjónustu. Aukin verðmætasköpun er jafnframt lykilforsenda þess að hér verði lífskjör áfram með besta móti á heimsvísu. Ef skattlagning þrengir að vexti þeirra fyrirtækja er verðmætin skapa, þá er auðvitað hætta á því að fyrirtækin þurfi að hagræða hjá sér. Fresta eða hætta við nýjar fjárfestingar og hægja á nýjum ráðningum eða jafnvel segja upp starfsfólki til þess að lækka kostnað. Það mun veikja stærstu skattstofna okkar, tekjuskatt og virðisaukaskatt. Gæti veiking skattstofnana hæglega numið hærri upphæð en áætlaður ávinningur ríkissjóðs af auðlindaskattnum eða gjaldinu. Það er því veruleg hætta á því, að ef stjórnmálamenn missa sig í því að toppa réttlætiskennd hvors annars með sífellt "réttlátari" og “sanngjarnari” skattheimtu af verðmætasköpun, að tekjur ríkissjóðs til reksturs allra okkar kerfa, heilbrigðis, velferðar, mennta, samgöngu og fleiri kerfa minnki og verði á endanum ónægar til þess að rekstur ríkissjóðs verði nokkurn tímann sjálfbær. Sanngirni, já – en ekki á kostnað framtíðarinnar. Réttlæti, vissulega – en byggt á raunverulegum verðmætum, ekki pólitískum slagorðum. Ef við viljum samfélag sem stendur undir velferð, menntun og öryggi, þá verðum við að byrja á því að spyrja: Hverjir skapa verðmætin – og hvernig tryggjum við að þeir geti haldið því áfram? Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun