Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 22. maí 2025 20:01 Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að töluvert hefur logað á spjallsíðu Sósíalista síðustu vikur. Þar fer fyrir lítill hópur sem telur sig hlunnfarinn í flokknum og vill fá óskorað vald til að breyta stefnum flokksins sem unnar eru í mjög lýðræðislegu ferli eftir eigin hentisemi. Ég vil taka það fram að mér finnst mjög mikilvægt að félagar fái rými til að gagnrýna stjórnir flokksins og taldi ég ýmislegt gott í þeirri gagnrýni. Sem dæmi hafa sumir setið þar helst til lengi og mikilvægt að fá fjölbreyttar raddir að borðinu. Einnig hafa fjármál flokksins, nánar tiltekið Vorstjörnunnar, verið gerð eitthvað vafasöm í þessari gagnrýni. Ég veit ekki betur en að allt bókhald sé opið og búið sé að svara fyrir þeim röddum. En peningar gera fólk oft brjálað. Upptökin af gagnrýninni á stjórnir flokksins komu einmitt frá manni sem réði sig til vinnu fyrir Samstöðina. Gerð var krafa um ákveðið vinnuframlag sem viðkomandi stóð ekki við svo eðlilegt að laun væru ekki greidd eða lægri en samið væri um. Margt gott kom fram í þessari upphaflegu gagnrýni eins og tregða til að stofna kjördæmaráð og valdefla landsbyggðina. Mikið var talað um andlegt ofbeldi og ofríki Gunnars Smára sem ég skil að hluta. Enda hefur hann verið formaður framkvæmdaráðs frá stofnun. Mér finnst alveg kominn tími til að skipta þar út. Mér hefur líka stundum fundist hann hrokafullur og ekki heilsað sem dæmi þegar maður hittir hann á skrifstofunni. En yfirlýsingarnar um andlegt ofbeldi hans finnast mér stórlega ýktar og lykta af svekkelsi manns sem fékk ekki þau laun sem hann gerði ráð fyrir. Fólk verður að vinna sér inn fyrir laununum sínum og viðkomandi skilaði ekki fullnægjandi vinnuframlagi. Leiðinlegt en svona fór það. Á vagn þessa hóps hafa svo flykkst alls konar “anarkistar” (innan flokks sem utan) sem telja sig hlunnfarna af stjórnunum eða ekki fengið nógu mikla athygli eða pláss á listum eða hvað má guð vita. Alvarlegast á þeim vagni eru samt ranghugmyndir um að stjórnirnar þrjár hafi samið stefnuna og fólk sé nú bara alls ekki sátt við hana. Þarna fer hópur fólks sem vill öfgafyllri Sósíalisma eða hreinlega Kommúnisma en stefna flokksins stendur fyrir. Það sem er alvarlegast við þá ranghugmynd er að þau vilja ná valdi í stjórnum til að geta breytt lögum og komið á ólýðræðislegu ferli til stefnubreytinga eftir eigin hentisemi. Málið er að stefnan er ekki samin af stjórnum heldur slembivöldum hópum úr almennu félagatali af öllu landinu. Gunnar Smári hefur ekki samið einn punkt í öllum 18 stefnuflokkum. Ég starfaði sjálf í málefnastjórn í 4 ár og fór mesta vinna þar í að hringja í félaga og bjóða þeim að taka þátt í stefnumótunarvinnu. Ég fékk ekkert að segja um stefnuna sjálfa. Margir úr hópnum virðast hins vegar ekki einu sinni búnir að lesa stefnuna en eru samt á móti henni fyrirfram af því að þeir eru svo uppteknir af því að gagnrýna valdið. Litli gagnrýnishópurinn segist vilja meira lýðræði en eru að tala á móti lýðræðislegu ferli slembivals og vilja að félagsfundir hafi vald til að breyta stefnum sem almennir flokksfélagar hafa samið saman. Þannig að krafan er um lýðræði er studd ólýðræðislegum rökum. Það er gott og mikilvægt að gagnrýna og skylda stjórna að hlusta á hana en ef hún er persónulega rætin og ólýðræðisleg, full af ranghugmyndum um stefnumótun ofl. Er ekki skrítið að stjórnir vilji svara fyrir sig og benda á það. Sósíalistaflokkurinn er lýðræðislegur flokkur og lög um stefnumótun taka mið af því. Ég tel stórhættulegt ef einstaka málefnafundum af heitum Kommúnistum fái vald til að breyta stefnunni eftir eigin hentisemi. Gagnrýnishópurinn er meira að segja farinn að tala um næsta formann flokksins án þess að það embætti sé til. Það sem er sett í búning lýðræðislegrar gagnrýni er ekkert annað en ólýðræðisleg tilraun til valdayfirtöku. Ég vona að almennir félagsmenn átti sig á þessu og standi á móti lagabreytingum um hið lýðræðislega ferli slembivals. Endilega lesið stefnu flokksins í 18 málaflokkum sem almennir félagar hafa samið saman. Höfundur er framhaldsskólakennari og félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að töluvert hefur logað á spjallsíðu Sósíalista síðustu vikur. Þar fer fyrir lítill hópur sem telur sig hlunnfarinn í flokknum og vill fá óskorað vald til að breyta stefnum flokksins sem unnar eru í mjög lýðræðislegu ferli eftir eigin hentisemi. Ég vil taka það fram að mér finnst mjög mikilvægt að félagar fái rými til að gagnrýna stjórnir flokksins og taldi ég ýmislegt gott í þeirri gagnrýni. Sem dæmi hafa sumir setið þar helst til lengi og mikilvægt að fá fjölbreyttar raddir að borðinu. Einnig hafa fjármál flokksins, nánar tiltekið Vorstjörnunnar, verið gerð eitthvað vafasöm í þessari gagnrýni. Ég veit ekki betur en að allt bókhald sé opið og búið sé að svara fyrir þeim röddum. En peningar gera fólk oft brjálað. Upptökin af gagnrýninni á stjórnir flokksins komu einmitt frá manni sem réði sig til vinnu fyrir Samstöðina. Gerð var krafa um ákveðið vinnuframlag sem viðkomandi stóð ekki við svo eðlilegt að laun væru ekki greidd eða lægri en samið væri um. Margt gott kom fram í þessari upphaflegu gagnrýni eins og tregða til að stofna kjördæmaráð og valdefla landsbyggðina. Mikið var talað um andlegt ofbeldi og ofríki Gunnars Smára sem ég skil að hluta. Enda hefur hann verið formaður framkvæmdaráðs frá stofnun. Mér finnst alveg kominn tími til að skipta þar út. Mér hefur líka stundum fundist hann hrokafullur og ekki heilsað sem dæmi þegar maður hittir hann á skrifstofunni. En yfirlýsingarnar um andlegt ofbeldi hans finnast mér stórlega ýktar og lykta af svekkelsi manns sem fékk ekki þau laun sem hann gerði ráð fyrir. Fólk verður að vinna sér inn fyrir laununum sínum og viðkomandi skilaði ekki fullnægjandi vinnuframlagi. Leiðinlegt en svona fór það. Á vagn þessa hóps hafa svo flykkst alls konar “anarkistar” (innan flokks sem utan) sem telja sig hlunnfarna af stjórnunum eða ekki fengið nógu mikla athygli eða pláss á listum eða hvað má guð vita. Alvarlegast á þeim vagni eru samt ranghugmyndir um að stjórnirnar þrjár hafi samið stefnuna og fólk sé nú bara alls ekki sátt við hana. Þarna fer hópur fólks sem vill öfgafyllri Sósíalisma eða hreinlega Kommúnisma en stefna flokksins stendur fyrir. Það sem er alvarlegast við þá ranghugmynd er að þau vilja ná valdi í stjórnum til að geta breytt lögum og komið á ólýðræðislegu ferli til stefnubreytinga eftir eigin hentisemi. Málið er að stefnan er ekki samin af stjórnum heldur slembivöldum hópum úr almennu félagatali af öllu landinu. Gunnar Smári hefur ekki samið einn punkt í öllum 18 stefnuflokkum. Ég starfaði sjálf í málefnastjórn í 4 ár og fór mesta vinna þar í að hringja í félaga og bjóða þeim að taka þátt í stefnumótunarvinnu. Ég fékk ekkert að segja um stefnuna sjálfa. Margir úr hópnum virðast hins vegar ekki einu sinni búnir að lesa stefnuna en eru samt á móti henni fyrirfram af því að þeir eru svo uppteknir af því að gagnrýna valdið. Litli gagnrýnishópurinn segist vilja meira lýðræði en eru að tala á móti lýðræðislegu ferli slembivals og vilja að félagsfundir hafi vald til að breyta stefnum sem almennir flokksfélagar hafa samið saman. Þannig að krafan er um lýðræði er studd ólýðræðislegum rökum. Það er gott og mikilvægt að gagnrýna og skylda stjórna að hlusta á hana en ef hún er persónulega rætin og ólýðræðisleg, full af ranghugmyndum um stefnumótun ofl. Er ekki skrítið að stjórnir vilji svara fyrir sig og benda á það. Sósíalistaflokkurinn er lýðræðislegur flokkur og lög um stefnumótun taka mið af því. Ég tel stórhættulegt ef einstaka málefnafundum af heitum Kommúnistum fái vald til að breyta stefnunni eftir eigin hentisemi. Gagnrýnishópurinn er meira að segja farinn að tala um næsta formann flokksins án þess að það embætti sé til. Það sem er sett í búning lýðræðislegrar gagnrýni er ekkert annað en ólýðræðisleg tilraun til valdayfirtöku. Ég vona að almennir félagsmenn átti sig á þessu og standi á móti lagabreytingum um hið lýðræðislega ferli slembivals. Endilega lesið stefnu flokksins í 18 málaflokkum sem almennir félagar hafa samið saman. Höfundur er framhaldsskólakennari og félagi í Sósíalistaflokknum.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun