Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 22. maí 2025 20:01 Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að töluvert hefur logað á spjallsíðu Sósíalista síðustu vikur. Þar fer fyrir lítill hópur sem telur sig hlunnfarinn í flokknum og vill fá óskorað vald til að breyta stefnum flokksins sem unnar eru í mjög lýðræðislegu ferli eftir eigin hentisemi. Ég vil taka það fram að mér finnst mjög mikilvægt að félagar fái rými til að gagnrýna stjórnir flokksins og taldi ég ýmislegt gott í þeirri gagnrýni. Sem dæmi hafa sumir setið þar helst til lengi og mikilvægt að fá fjölbreyttar raddir að borðinu. Einnig hafa fjármál flokksins, nánar tiltekið Vorstjörnunnar, verið gerð eitthvað vafasöm í þessari gagnrýni. Ég veit ekki betur en að allt bókhald sé opið og búið sé að svara fyrir þeim röddum. En peningar gera fólk oft brjálað. Upptökin af gagnrýninni á stjórnir flokksins komu einmitt frá manni sem réði sig til vinnu fyrir Samstöðina. Gerð var krafa um ákveðið vinnuframlag sem viðkomandi stóð ekki við svo eðlilegt að laun væru ekki greidd eða lægri en samið væri um. Margt gott kom fram í þessari upphaflegu gagnrýni eins og tregða til að stofna kjördæmaráð og valdefla landsbyggðina. Mikið var talað um andlegt ofbeldi og ofríki Gunnars Smára sem ég skil að hluta. Enda hefur hann verið formaður framkvæmdaráðs frá stofnun. Mér finnst alveg kominn tími til að skipta þar út. Mér hefur líka stundum fundist hann hrokafullur og ekki heilsað sem dæmi þegar maður hittir hann á skrifstofunni. En yfirlýsingarnar um andlegt ofbeldi hans finnast mér stórlega ýktar og lykta af svekkelsi manns sem fékk ekki þau laun sem hann gerði ráð fyrir. Fólk verður að vinna sér inn fyrir laununum sínum og viðkomandi skilaði ekki fullnægjandi vinnuframlagi. Leiðinlegt en svona fór það. Á vagn þessa hóps hafa svo flykkst alls konar “anarkistar” (innan flokks sem utan) sem telja sig hlunnfarna af stjórnunum eða ekki fengið nógu mikla athygli eða pláss á listum eða hvað má guð vita. Alvarlegast á þeim vagni eru samt ranghugmyndir um að stjórnirnar þrjár hafi samið stefnuna og fólk sé nú bara alls ekki sátt við hana. Þarna fer hópur fólks sem vill öfgafyllri Sósíalisma eða hreinlega Kommúnisma en stefna flokksins stendur fyrir. Það sem er alvarlegast við þá ranghugmynd er að þau vilja ná valdi í stjórnum til að geta breytt lögum og komið á ólýðræðislegu ferli til stefnubreytinga eftir eigin hentisemi. Málið er að stefnan er ekki samin af stjórnum heldur slembivöldum hópum úr almennu félagatali af öllu landinu. Gunnar Smári hefur ekki samið einn punkt í öllum 18 stefnuflokkum. Ég starfaði sjálf í málefnastjórn í 4 ár og fór mesta vinna þar í að hringja í félaga og bjóða þeim að taka þátt í stefnumótunarvinnu. Ég fékk ekkert að segja um stefnuna sjálfa. Margir úr hópnum virðast hins vegar ekki einu sinni búnir að lesa stefnuna en eru samt á móti henni fyrirfram af því að þeir eru svo uppteknir af því að gagnrýna valdið. Litli gagnrýnishópurinn segist vilja meira lýðræði en eru að tala á móti lýðræðislegu ferli slembivals og vilja að félagsfundir hafi vald til að breyta stefnum sem almennir flokksfélagar hafa samið saman. Þannig að krafan er um lýðræði er studd ólýðræðislegum rökum. Það er gott og mikilvægt að gagnrýna og skylda stjórna að hlusta á hana en ef hún er persónulega rætin og ólýðræðisleg, full af ranghugmyndum um stefnumótun ofl. Er ekki skrítið að stjórnir vilji svara fyrir sig og benda á það. Sósíalistaflokkurinn er lýðræðislegur flokkur og lög um stefnumótun taka mið af því. Ég tel stórhættulegt ef einstaka málefnafundum af heitum Kommúnistum fái vald til að breyta stefnunni eftir eigin hentisemi. Gagnrýnishópurinn er meira að segja farinn að tala um næsta formann flokksins án þess að það embætti sé til. Það sem er sett í búning lýðræðislegrar gagnrýni er ekkert annað en ólýðræðisleg tilraun til valdayfirtöku. Ég vona að almennir félagsmenn átti sig á þessu og standi á móti lagabreytingum um hið lýðræðislega ferli slembivals. Endilega lesið stefnu flokksins í 18 málaflokkum sem almennir félagar hafa samið saman. Höfundur er framhaldsskólakennari og félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að töluvert hefur logað á spjallsíðu Sósíalista síðustu vikur. Þar fer fyrir lítill hópur sem telur sig hlunnfarinn í flokknum og vill fá óskorað vald til að breyta stefnum flokksins sem unnar eru í mjög lýðræðislegu ferli eftir eigin hentisemi. Ég vil taka það fram að mér finnst mjög mikilvægt að félagar fái rými til að gagnrýna stjórnir flokksins og taldi ég ýmislegt gott í þeirri gagnrýni. Sem dæmi hafa sumir setið þar helst til lengi og mikilvægt að fá fjölbreyttar raddir að borðinu. Einnig hafa fjármál flokksins, nánar tiltekið Vorstjörnunnar, verið gerð eitthvað vafasöm í þessari gagnrýni. Ég veit ekki betur en að allt bókhald sé opið og búið sé að svara fyrir þeim röddum. En peningar gera fólk oft brjálað. Upptökin af gagnrýninni á stjórnir flokksins komu einmitt frá manni sem réði sig til vinnu fyrir Samstöðina. Gerð var krafa um ákveðið vinnuframlag sem viðkomandi stóð ekki við svo eðlilegt að laun væru ekki greidd eða lægri en samið væri um. Margt gott kom fram í þessari upphaflegu gagnrýni eins og tregða til að stofna kjördæmaráð og valdefla landsbyggðina. Mikið var talað um andlegt ofbeldi og ofríki Gunnars Smára sem ég skil að hluta. Enda hefur hann verið formaður framkvæmdaráðs frá stofnun. Mér finnst alveg kominn tími til að skipta þar út. Mér hefur líka stundum fundist hann hrokafullur og ekki heilsað sem dæmi þegar maður hittir hann á skrifstofunni. En yfirlýsingarnar um andlegt ofbeldi hans finnast mér stórlega ýktar og lykta af svekkelsi manns sem fékk ekki þau laun sem hann gerði ráð fyrir. Fólk verður að vinna sér inn fyrir laununum sínum og viðkomandi skilaði ekki fullnægjandi vinnuframlagi. Leiðinlegt en svona fór það. Á vagn þessa hóps hafa svo flykkst alls konar “anarkistar” (innan flokks sem utan) sem telja sig hlunnfarna af stjórnunum eða ekki fengið nógu mikla athygli eða pláss á listum eða hvað má guð vita. Alvarlegast á þeim vagni eru samt ranghugmyndir um að stjórnirnar þrjár hafi samið stefnuna og fólk sé nú bara alls ekki sátt við hana. Þarna fer hópur fólks sem vill öfgafyllri Sósíalisma eða hreinlega Kommúnisma en stefna flokksins stendur fyrir. Það sem er alvarlegast við þá ranghugmynd er að þau vilja ná valdi í stjórnum til að geta breytt lögum og komið á ólýðræðislegu ferli til stefnubreytinga eftir eigin hentisemi. Málið er að stefnan er ekki samin af stjórnum heldur slembivöldum hópum úr almennu félagatali af öllu landinu. Gunnar Smári hefur ekki samið einn punkt í öllum 18 stefnuflokkum. Ég starfaði sjálf í málefnastjórn í 4 ár og fór mesta vinna þar í að hringja í félaga og bjóða þeim að taka þátt í stefnumótunarvinnu. Ég fékk ekkert að segja um stefnuna sjálfa. Margir úr hópnum virðast hins vegar ekki einu sinni búnir að lesa stefnuna en eru samt á móti henni fyrirfram af því að þeir eru svo uppteknir af því að gagnrýna valdið. Litli gagnrýnishópurinn segist vilja meira lýðræði en eru að tala á móti lýðræðislegu ferli slembivals og vilja að félagsfundir hafi vald til að breyta stefnum sem almennir flokksfélagar hafa samið saman. Þannig að krafan er um lýðræði er studd ólýðræðislegum rökum. Það er gott og mikilvægt að gagnrýna og skylda stjórna að hlusta á hana en ef hún er persónulega rætin og ólýðræðisleg, full af ranghugmyndum um stefnumótun ofl. Er ekki skrítið að stjórnir vilji svara fyrir sig og benda á það. Sósíalistaflokkurinn er lýðræðislegur flokkur og lög um stefnumótun taka mið af því. Ég tel stórhættulegt ef einstaka málefnafundum af heitum Kommúnistum fái vald til að breyta stefnunni eftir eigin hentisemi. Gagnrýnishópurinn er meira að segja farinn að tala um næsta formann flokksins án þess að það embætti sé til. Það sem er sett í búning lýðræðislegrar gagnrýni er ekkert annað en ólýðræðisleg tilraun til valdayfirtöku. Ég vona að almennir félagsmenn átti sig á þessu og standi á móti lagabreytingum um hið lýðræðislega ferli slembivals. Endilega lesið stefnu flokksins í 18 málaflokkum sem almennir félagar hafa samið saman. Höfundur er framhaldsskólakennari og félagi í Sósíalistaflokknum.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun