Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Bjarki Sigurðsson skrifar 21. maí 2025 21:45 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Sigurjón Alþingi braut ekki gegn stjórnarskrá þegar umdeild búvörulög voru samþykkt á síðasta ári. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir stjórnarandstöðuna ganga erinda sérhagsmuna ætli hún að berjast gegn því að frumvarpið verði dregið til baka. Með lagabreytingunni voru kjötafurðastöðvar meðal annars gerðar undanskildar samkeppnislögum. Upphaflegt frumvarp fór í gegnum fyrstu umræðu á þinginu og þótti það þegar afar umdeilt. Atvinnuveganefnd tók svo við því og breytti því verulega, til hins verra að mati Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna og annarra. Svo fór að heildsalan og kjötinnflytjandinn Innnes lét reyna á lögin fyrir héraðsdómi. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að lögin stríddu gegn stjórnarskrá. Málinu var svo áfrýjað beint til Hæstaréttar. Deilt var um hversu miklum breytingum frumvarp má taka í gegnum þær þrjár umræður sem það fer í gegnum á Alþingi. Að mati Hæstaréttar, má það taka talsverðum breytingum miðað við núverandi lög. „Dómurinn er auðvitað vonbrigði að því leytinu til að svigrúm til breytinga á lagafrumvörpum er þá meira en við töldum vera. Það sem kannski skiptir höfuðmáli er að þetta eru slæm lög, og boltinn er núna hjá Alþingi að klára það frumvarp sem liggur fyrir og afnema þessi lög og þar með koma í veg fyrir þær skaðlegu afleiðingar sem myndi af þeim hljótast,“ segir Páll Rúnar Kristjánsson, lögmaður Innness. Páll Rúnar Kristjánsson flutti málið fyrir Hæstarétti fyrir hönd Innness.Vísir/Sigurjón Atvinnuvegaráðherra hefur einmitt lagt fram frumvarp um að afturkalla breytingarnar. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að stjórnarandstaðan muni reyna að drepa frumvarpið. „Alþingi afgreiðir málið vonandi sem fyrst. Mér sýnist reyndar að stjórnarandstaðan standi rétt upp úr vösunum á hagsmunaaðilum á kjötmarkaði og ætli að þvælast fyrir málunum. Það er bara rétt að segja það eins og er, það fólk er að ganga erinda sérhagsmuna en ekki almennings,“ segir Ólafur. Búvörusamningar Dómsmál Landbúnaður Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Sjá meira
Með lagabreytingunni voru kjötafurðastöðvar meðal annars gerðar undanskildar samkeppnislögum. Upphaflegt frumvarp fór í gegnum fyrstu umræðu á þinginu og þótti það þegar afar umdeilt. Atvinnuveganefnd tók svo við því og breytti því verulega, til hins verra að mati Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna og annarra. Svo fór að heildsalan og kjötinnflytjandinn Innnes lét reyna á lögin fyrir héraðsdómi. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að lögin stríddu gegn stjórnarskrá. Málinu var svo áfrýjað beint til Hæstaréttar. Deilt var um hversu miklum breytingum frumvarp má taka í gegnum þær þrjár umræður sem það fer í gegnum á Alþingi. Að mati Hæstaréttar, má það taka talsverðum breytingum miðað við núverandi lög. „Dómurinn er auðvitað vonbrigði að því leytinu til að svigrúm til breytinga á lagafrumvörpum er þá meira en við töldum vera. Það sem kannski skiptir höfuðmáli er að þetta eru slæm lög, og boltinn er núna hjá Alþingi að klára það frumvarp sem liggur fyrir og afnema þessi lög og þar með koma í veg fyrir þær skaðlegu afleiðingar sem myndi af þeim hljótast,“ segir Páll Rúnar Kristjánsson, lögmaður Innness. Páll Rúnar Kristjánsson flutti málið fyrir Hæstarétti fyrir hönd Innness.Vísir/Sigurjón Atvinnuvegaráðherra hefur einmitt lagt fram frumvarp um að afturkalla breytingarnar. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að stjórnarandstaðan muni reyna að drepa frumvarpið. „Alþingi afgreiðir málið vonandi sem fyrst. Mér sýnist reyndar að stjórnarandstaðan standi rétt upp úr vösunum á hagsmunaaðilum á kjötmarkaði og ætli að þvælast fyrir málunum. Það er bara rétt að segja það eins og er, það fólk er að ganga erinda sérhagsmuna en ekki almennings,“ segir Ólafur.
Búvörusamningar Dómsmál Landbúnaður Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Sjá meira