„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Árni Sæberg skrifar 21. maí 2025 11:55 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu, sátu fyrir svörum í Seðlabankanum í morgun. Vísir/Anton Brink Varaseðlabankastjóri peningastefnu segir ljóst að verðbólga þurfi að hjaðna verulega ef halda eigi vaxtalækkunarferlinu áfram. Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 25 punkta lækkun stýrivaxta. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun um 0,25 prósentustiga stýrivaxtalækkun, þá fimmtu í röð. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að þótt verðbólga hafi hjaðnað og verðbólguvæntingar lækkað síðustu misseri sé verðbólguþrýstingur enn til staðar. Þær aðstæður hafi því ekki skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Ljóst sé að frekari skref til lækkunar vaxta séu háð því að verðbólga færist nær 2,5 prósenta markmiði bankans. Hún er sem stendur í 3,5 til 4 prósentum. Hægt hafi á vexti innlendrar eftirspurnar í takt við þétt taumhald peningastefnunnar. Spennan í þjóðarbúinu hafi því minnkað jafnt og þétt eins og sjá megi á hægari umsvifum á húsnæðis- og vinnumarkaði. Enn virðist þó vera nokkur þróttur í efnahagsumsvifum sem endurspeglist meðal annars í nýbirtum kortaveltutölum. Þá mælist töluverð hækkun launakostnaðar og þótt verðbólguvæntingar hafi lækkað séu þær áfram yfir markmiði. Mótun peningastefnunnar næstu misseri muni sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. Bankarnir spáðu óbreyttum vöxtum Ákvörðun peningastefnunefndar hefur vafalítið komið ýmsum á óvart, ekki síst ljósi nokkuð óvæntrar aukningar verðbólgu í síðustu mælingu Hagstofunnar. Hagfræðideildir bæði Íslandsbanka og Landsbankans höfðu til að mynda gefið út spár um óbreytta stýrivexti. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, saumaði nokkuð hart að Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra og Þórarni G. Péturssyni, varaseðlabankastjóra peningastefnu, vegna ákvörðunar nefndarinnar um að halda vaxtalækkkunarferlinu áfram en yfirlýsingar á sama tíma um að ekki sé rými til að minnka aðhald peningastefnunnar. Það gerðu hagfræðingar hinna stóru viðskiptabankanna einnig. „Ég vil byrja á að nefna það að mér, eins og fleirum, kom samsetning yfirlýsingarinnar á óvart. Ég held að ég hafi aldrei séð jafnmikið misræmi milli ákvörðunar og framsýnnar leiðsagnar og var í þessari yfirlýsingu. Ég hef áhyggjur af því að þetta auki óvissu og minnki skilning á markaði á því hvað þið eruð að gera og hvert þið stefnið,“ sagði Jón Bjarki. Aðhaldið minnkað á alla kvarða Jón Bjarki rakti að á síðasta vaxtaákvörðunarfundi í mars hafi Ásgeir og Þórarinn sagt að peningastefnunefnd lægi ekkert á að minnka aðhald peningastefnunnar. Í yfirlýsingu núna hafi verið tekið fram að ekki væri rými til að minnka aðhaldið. Þrátt fyrir það hafi aðhaldið verið minnkað á alla kvarða nema hvað varðar verðbólguvæntingar markaðsaðila. „Hvernig skýrið þið þessa stefnubreytingu á ekki lengri tíma?“ Því næst sagði Jón Bjarki að býsna harður tónn hafi verið sleginn í framsýnni leiðsögn yfirlýsingarinnar um að ekki verði rými fyrir frekari lækkun vaxta nema verðbólga hjaðni frekar. Það sé ekki að sjá í spá hagfræðideildar Seðlabankans fyrr en á næsta ári. „Er vaxtalækkunarferlinu lokið í bili?“ Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, saumaði nokkuð að seðlabankastjóra á fundinum.Vísir/Vilhelm „Það að setja saman fram vaxtalækkun og slá svona harðan tón, hefði ekki verið heppilegri og betur samræmd blanda að anda inn í bili, bíða með vaxtalækkun, sérstaklega í ljósi mikillar óvissu sem getur að stórum hluta minnkað verulega í sumar? Þá er ég ekki síst að horfa til tollavendinganna, annars vegar, og horfur ferðaþjónustunnar, bæði fyrir háönnina og fyrir næsta vetur, þar sem línur hljóta að fara að skýrast. Hefði hugsanlega verið skynsamlegra að gefa því frekar undir fótinn að slaki á peningalegu aðhaldi gæti komið til á seinni hluta ársins, heldur en að fara í það sem virðist núna alveg botninn á því sem þið teljið heppilegt í vaxtaaðhaldinu og í rauninni þá að þurfa að breyta um kúrs, í minnsta kosti hvað varðar þessa yfirlýsingu um að lækka ekki vexti fyrr en verðbólga lækkar, ef það kemur á daginn að efnahagshorfurnar versna í sumar?“ Frekar fyrirlestur en spurning Seðlabankastjóri þakkaði Jóni Bjarka fyrir en sagði erindi hans frekar hafa verið fyrirlestur en spurning. „Jón Bjarki, ég held að þú þurfir ný gleraugu af því að ég fæ ekki séð með nokkrum hætti hvernig þú telur þessa 25 punkta lækkun vera breytingu á stefnu, né heldur að aðhaldsstigið sé að minnka. Hvort þú sért þá mögulega að hanga á einni mælingu á vísitölu neysluverðs, það er að segja síðustu mælingu. Af því að eins og þú sérð á verðbólguspánni, þá er gert ráð fyrir því að hún lækki, við bara hugsum um það, þann eina mælikvarða. Þannig að þessi 25 punkta lækkun er ekki að breyta aðhaldsstiginu með nokkrum hætti.“ Ekkert hafi gerst sem sé tilefni til þess að breyta aðhaldi bankans, sem miði við 300 til 400 punkta raunvexti. Allt sé á réttri leið. „Ég á erfitt með að sjá einhverja dramatík í þessari ákvörðun. En það sem er alvarlegt og við reyndum að skrifa inn í yfirlýsinguna, er að við höfum áhyggjur af því hvort þessi stefna geti haldið áfram, hvort við getum haldið áfram að lækka vexti samhliða því að verðbólga lækki. Ég held að sumarið verði að skera úr um það.“ Vextir ekki lækkaðir nema verðbólga hjaðni Að því sögðu gaf Ásgeir Þórarni tækifæri til þess að bæta við ræðu sína, sem hann þáði. „Eins og ég sé þetta þá finnst mér þetta ekki vera að víkja frá þessu sirka fjögurra prósenta raunvaxtastigi, sem við höfum verið að miða við. Höfum í huga að það kemur ný mæling á verðbólgu í næstu viku. Hún er líklega að fara aftur niður fyrir fjögur [prósent], þá er þetta komið á svipaðan stað og þetta var fyrir aprílmælinguna. Það er vissulega þannig að við erum að spá síðan aðeins meiri verðbólgu á næstunni. Stór partur af því er þessi upphafsmæling sem kom okkur á óvart eins og ykkur.“ Varðandi næstu skref sagði Þórarinn að vextir væru nú 7,5 prósent, verðbólga um 3,5 til fjögur prósent, og raunvextir því 3,5 til fjögur prósent. „Eins og ég met þetta þá finnst mér að við séum komin á þann stað að við förum ekki lengra með vextina nema við fáum verðbólguna mikið meira niður. Hún verður að fara niður áður en við höldum áfram á þessari vegferð. Það er mín túlkun á þessu. Þannig að mér finnst þetta mjög skýr skilaboð, ég sé ekki að þetta valdi neinni óvissu.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Vextirnir lækkaðir en telja ekki vera aðstæður til að slaka á aðhaldsstiginu Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað meginvexti um 25 punkta en tekur fram að óvissa um verðbólguhorfur sé áfram mikil og ný spá gerir núna ráð fyrir að hún muni haldast nálægt fjögur prósent út þetta ár. Ekki hafa því aðstæður skapast þannig að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. 21. maí 2025 09:20 Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Seðlabankinn hefur boðað til fundar í húsakynnum bankans klukkan 09:30 þar sem ákvörðun peningastefnunefndar bankans um lækkun stýrivaxta verður rökstudd. Sjá má fundinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 21. maí 2025 09:01 Spá óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum óbreyttum við næstu vaxtaákvörðun sem kynnt verður á miðvikudaginn í næstu viku. Talsverðar líkur séu þó einnig á smáu vaxtalækkunarskrefi. Stýrivextirnir standa nú í 7,75 prósentum. 14. maí 2025 12:35 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun um 0,25 prósentustiga stýrivaxtalækkun, þá fimmtu í röð. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að þótt verðbólga hafi hjaðnað og verðbólguvæntingar lækkað síðustu misseri sé verðbólguþrýstingur enn til staðar. Þær aðstæður hafi því ekki skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Ljóst sé að frekari skref til lækkunar vaxta séu háð því að verðbólga færist nær 2,5 prósenta markmiði bankans. Hún er sem stendur í 3,5 til 4 prósentum. Hægt hafi á vexti innlendrar eftirspurnar í takt við þétt taumhald peningastefnunnar. Spennan í þjóðarbúinu hafi því minnkað jafnt og þétt eins og sjá megi á hægari umsvifum á húsnæðis- og vinnumarkaði. Enn virðist þó vera nokkur þróttur í efnahagsumsvifum sem endurspeglist meðal annars í nýbirtum kortaveltutölum. Þá mælist töluverð hækkun launakostnaðar og þótt verðbólguvæntingar hafi lækkað séu þær áfram yfir markmiði. Mótun peningastefnunnar næstu misseri muni sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. Bankarnir spáðu óbreyttum vöxtum Ákvörðun peningastefnunefndar hefur vafalítið komið ýmsum á óvart, ekki síst ljósi nokkuð óvæntrar aukningar verðbólgu í síðustu mælingu Hagstofunnar. Hagfræðideildir bæði Íslandsbanka og Landsbankans höfðu til að mynda gefið út spár um óbreytta stýrivexti. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, saumaði nokkuð hart að Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra og Þórarni G. Péturssyni, varaseðlabankastjóra peningastefnu, vegna ákvörðunar nefndarinnar um að halda vaxtalækkkunarferlinu áfram en yfirlýsingar á sama tíma um að ekki sé rými til að minnka aðhald peningastefnunnar. Það gerðu hagfræðingar hinna stóru viðskiptabankanna einnig. „Ég vil byrja á að nefna það að mér, eins og fleirum, kom samsetning yfirlýsingarinnar á óvart. Ég held að ég hafi aldrei séð jafnmikið misræmi milli ákvörðunar og framsýnnar leiðsagnar og var í þessari yfirlýsingu. Ég hef áhyggjur af því að þetta auki óvissu og minnki skilning á markaði á því hvað þið eruð að gera og hvert þið stefnið,“ sagði Jón Bjarki. Aðhaldið minnkað á alla kvarða Jón Bjarki rakti að á síðasta vaxtaákvörðunarfundi í mars hafi Ásgeir og Þórarinn sagt að peningastefnunefnd lægi ekkert á að minnka aðhald peningastefnunnar. Í yfirlýsingu núna hafi verið tekið fram að ekki væri rými til að minnka aðhaldið. Þrátt fyrir það hafi aðhaldið verið minnkað á alla kvarða nema hvað varðar verðbólguvæntingar markaðsaðila. „Hvernig skýrið þið þessa stefnubreytingu á ekki lengri tíma?“ Því næst sagði Jón Bjarki að býsna harður tónn hafi verið sleginn í framsýnni leiðsögn yfirlýsingarinnar um að ekki verði rými fyrir frekari lækkun vaxta nema verðbólga hjaðni frekar. Það sé ekki að sjá í spá hagfræðideildar Seðlabankans fyrr en á næsta ári. „Er vaxtalækkunarferlinu lokið í bili?“ Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, saumaði nokkuð að seðlabankastjóra á fundinum.Vísir/Vilhelm „Það að setja saman fram vaxtalækkun og slá svona harðan tón, hefði ekki verið heppilegri og betur samræmd blanda að anda inn í bili, bíða með vaxtalækkun, sérstaklega í ljósi mikillar óvissu sem getur að stórum hluta minnkað verulega í sumar? Þá er ég ekki síst að horfa til tollavendinganna, annars vegar, og horfur ferðaþjónustunnar, bæði fyrir háönnina og fyrir næsta vetur, þar sem línur hljóta að fara að skýrast. Hefði hugsanlega verið skynsamlegra að gefa því frekar undir fótinn að slaki á peningalegu aðhaldi gæti komið til á seinni hluta ársins, heldur en að fara í það sem virðist núna alveg botninn á því sem þið teljið heppilegt í vaxtaaðhaldinu og í rauninni þá að þurfa að breyta um kúrs, í minnsta kosti hvað varðar þessa yfirlýsingu um að lækka ekki vexti fyrr en verðbólga lækkar, ef það kemur á daginn að efnahagshorfurnar versna í sumar?“ Frekar fyrirlestur en spurning Seðlabankastjóri þakkaði Jóni Bjarka fyrir en sagði erindi hans frekar hafa verið fyrirlestur en spurning. „Jón Bjarki, ég held að þú þurfir ný gleraugu af því að ég fæ ekki séð með nokkrum hætti hvernig þú telur þessa 25 punkta lækkun vera breytingu á stefnu, né heldur að aðhaldsstigið sé að minnka. Hvort þú sért þá mögulega að hanga á einni mælingu á vísitölu neysluverðs, það er að segja síðustu mælingu. Af því að eins og þú sérð á verðbólguspánni, þá er gert ráð fyrir því að hún lækki, við bara hugsum um það, þann eina mælikvarða. Þannig að þessi 25 punkta lækkun er ekki að breyta aðhaldsstiginu með nokkrum hætti.“ Ekkert hafi gerst sem sé tilefni til þess að breyta aðhaldi bankans, sem miði við 300 til 400 punkta raunvexti. Allt sé á réttri leið. „Ég á erfitt með að sjá einhverja dramatík í þessari ákvörðun. En það sem er alvarlegt og við reyndum að skrifa inn í yfirlýsinguna, er að við höfum áhyggjur af því hvort þessi stefna geti haldið áfram, hvort við getum haldið áfram að lækka vexti samhliða því að verðbólga lækki. Ég held að sumarið verði að skera úr um það.“ Vextir ekki lækkaðir nema verðbólga hjaðni Að því sögðu gaf Ásgeir Þórarni tækifæri til þess að bæta við ræðu sína, sem hann þáði. „Eins og ég sé þetta þá finnst mér þetta ekki vera að víkja frá þessu sirka fjögurra prósenta raunvaxtastigi, sem við höfum verið að miða við. Höfum í huga að það kemur ný mæling á verðbólgu í næstu viku. Hún er líklega að fara aftur niður fyrir fjögur [prósent], þá er þetta komið á svipaðan stað og þetta var fyrir aprílmælinguna. Það er vissulega þannig að við erum að spá síðan aðeins meiri verðbólgu á næstunni. Stór partur af því er þessi upphafsmæling sem kom okkur á óvart eins og ykkur.“ Varðandi næstu skref sagði Þórarinn að vextir væru nú 7,5 prósent, verðbólga um 3,5 til fjögur prósent, og raunvextir því 3,5 til fjögur prósent. „Eins og ég met þetta þá finnst mér að við séum komin á þann stað að við förum ekki lengra með vextina nema við fáum verðbólguna mikið meira niður. Hún verður að fara niður áður en við höldum áfram á þessari vegferð. Það er mín túlkun á þessu. Þannig að mér finnst þetta mjög skýr skilaboð, ég sé ekki að þetta valdi neinni óvissu.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Vextirnir lækkaðir en telja ekki vera aðstæður til að slaka á aðhaldsstiginu Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað meginvexti um 25 punkta en tekur fram að óvissa um verðbólguhorfur sé áfram mikil og ný spá gerir núna ráð fyrir að hún muni haldast nálægt fjögur prósent út þetta ár. Ekki hafa því aðstæður skapast þannig að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. 21. maí 2025 09:20 Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Seðlabankinn hefur boðað til fundar í húsakynnum bankans klukkan 09:30 þar sem ákvörðun peningastefnunefndar bankans um lækkun stýrivaxta verður rökstudd. Sjá má fundinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 21. maí 2025 09:01 Spá óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum óbreyttum við næstu vaxtaákvörðun sem kynnt verður á miðvikudaginn í næstu viku. Talsverðar líkur séu þó einnig á smáu vaxtalækkunarskrefi. Stýrivextirnir standa nú í 7,75 prósentum. 14. maí 2025 12:35 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjá meira
Vextirnir lækkaðir en telja ekki vera aðstæður til að slaka á aðhaldsstiginu Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað meginvexti um 25 punkta en tekur fram að óvissa um verðbólguhorfur sé áfram mikil og ný spá gerir núna ráð fyrir að hún muni haldast nálægt fjögur prósent út þetta ár. Ekki hafa því aðstæður skapast þannig að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. 21. maí 2025 09:20
Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Seðlabankinn hefur boðað til fundar í húsakynnum bankans klukkan 09:30 þar sem ákvörðun peningastefnunefndar bankans um lækkun stýrivaxta verður rökstudd. Sjá má fundinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 21. maí 2025 09:01
Spá óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum óbreyttum við næstu vaxtaákvörðun sem kynnt verður á miðvikudaginn í næstu viku. Talsverðar líkur séu þó einnig á smáu vaxtalækkunarskrefi. Stýrivextirnir standa nú í 7,75 prósentum. 14. maí 2025 12:35