Viðskipti innlent

Bein út­sending: Nýsköpunar­verð­laun Samorku

Atli Ísleifsson skrifar
Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku, verður fundarstjóri.
Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku, verður fundarstjóri. Samorka

Nýsköpunarverðlaun Samorku verða afhent á opnum fundi í Kaldalóni í Hörpu klukkan 14 í dag.

Á fundinum verður fjallað um spennandi nýsköpunarverkefni í orku- og veitugeiranum og þá verða Nýsköpunarverðlaun Samorku afhent í fimmta sinn.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan.

Dagskrá:

Leiðir í innlendum orkuskiptum og þróun í rafhlöðum - Daði Þorsteinn Sveinbjörnsson, nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun

Tendrum Glóð á heiðinni: Nýsköpun hjá Orku náttúrunnar - Ingunn Gunnarsdóttir, leiðtogi nýsköpunar hjá ON

Framtíð raforkunnar er snjöll - Nína Lea Z. Jónsdóttir, sérfræðingur í stafrænum kerfum hjá Landsneti

Við eigum orku en ekki einkaleyfi: Einkaleyfisumsóknir íslenskra fyrirtækja 2004 - 2024 - Eiríkur Sigurðsson, samskiptastjóri hjá Hugverkastofunni

Nýsköpunarverðlaun Samorku 2025 afhent. Vinningshafar segja nokkur orð.

Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×