Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2025 20:33 Elon Musk varði nærri því þrjú hundruð milljónum dala í framboð Donalds Trump eða í fjárveitingar til annarra Repúblikana í fyrra. AP/Jeffrey Phelps Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga úr fjárútlátum sínum til stjórnmálamanna og vegna málefna sem honum eru hugfangin. Hann segist búinn að gera nóg, í bili. Auðjöfurinn varði fúlgum fjár í að styðja Trump í forsetakosningunum vestanhafs í fyrra. Samkvæmt frétt Reuters er talið að hann hafi verið nærri því þrjú hundruð milljónum dala í stuðning við Trump og aðra Repúblikana á síðasta ári. Þetta sagði Musk á ráðstefnum í Katar í dag og sagðist hann þeirrar skoðunar að hann væri búinn að gefa nóg til stjórnmálanna. „Varðandi pólitísk fjárútlát, ætla ég að draga verulega úr þeim í framtíðinni,“ sagði Musk. „Ég held ég sé búinn að gera nóg.“ Samkvæmt Wall Street Journal gaf Musk þó til kynna að honum gæti snúist hugur, ef aðstæður breyttust og sjái hann tilefni til. Núna sjái hann ekki ástæðu til mikilla fjárútláta. Hann hét því einnig að vera áfram forstjóri hjá Tesla í að minnsta kosti fimm ár, nema hann deyi, eins og hann orðaði það. Í apríl lýsti Musk því yfir að hann ætlaði að draga úr störfum sínum fyrir Trump og einbeita sér að rekstri bílafyrirtækisins en það var eftir að fyrirtækið birti ársfjórðungsuppgjör sem þótti mjög slæmt fyrir Tesla. Störf Musks varðandi umfangsmikla niðurskurði í stjórnsýslu Bandaríkjanna og aðrar aðgerðir hans varðandi stjórnmál þar í landi hafa leitt til mótmæla gegn honum og Tesla. Í uppgjörinu kom fram að pólitískt andrúmsloft hafi haft mikil áhrif á reksturinn. Mikil eftirspurn, nema í Evrópu Musk sagði þó í dag að fyrirtækið hefði mögulega tapað einhverjum frjálslyndum viðskiptavinum en aðrir hefðu komið í staðinn. Sölutölur væru þegar komnar í fyrra horfa. Hann sagði eftirspurn eftir bílum Tesla vara mikla allss taðar, nema í Evrópu. Wall Street Journal sagði nýverið frá því að stjórnarmeðlimir Tesla hafi að undanförnu leitað til fyrirtækja sem sérhæfa sig í ráðningum stjórnenda varðandi leit að nýjum forstjóra. Stjórnin er sögðu hafa gert Musk ljóst að hann væri búinn að leggja allt of mikla áherslu á störf sín fyrir Trump og þyrfti frekar einbeita sér að rekstri Tesla. Talsmenn fyrirtækisins neituðu þessum fregnum og Musk gagnrýndi fréttaflutninginn á samfélagsmiðli sínum. Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Tesla Tengdar fréttir Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bill Gates, einn auðugasti maður heims, ætlar að gefa næstum því öll sín auðæfi á næstu tuttugu árum. Hinn 69 ára gamli auðjöfur segist ætla að verja rúmum tvö hundruð milljörðum dala í baráttu gegn fátækt, vannæringu, mænuveiki og annars konar böli sem hrelli heiminn. 9. maí 2025 07:02 Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Forsvarsmenn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, sem þróar mállíkanið ChatGPT, hafa hætt við ætlanir um umfangsmiklar breytingar á rekstri fyrirtækisins. Til stóð að reka fyrirtækið í hagnaðarskyni í framtíðinni en nú hefur verið tekin sú ákvörðun að breyta ekki um stefnu og verður fyrirtækinu áfram stýrt af óhagnaðardrifinni stjórn. 6. maí 2025 08:11 Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. 3. maí 2025 16:23 Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu. 29. apríl 2025 10:07 ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Evrópusambandið hefur sektað bandarísku fyrirtækin Apple og Meta um samanlagt sjö hundruð milljónir evra. Sektirnar eru til komnar vegna brota fyrirtækjanna á lögum sambandsins og munu þær að öllum líkindum auka spennuna milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump. 23. apríl 2025 11:39 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Auðjöfurinn varði fúlgum fjár í að styðja Trump í forsetakosningunum vestanhafs í fyrra. Samkvæmt frétt Reuters er talið að hann hafi verið nærri því þrjú hundruð milljónum dala í stuðning við Trump og aðra Repúblikana á síðasta ári. Þetta sagði Musk á ráðstefnum í Katar í dag og sagðist hann þeirrar skoðunar að hann væri búinn að gefa nóg til stjórnmálanna. „Varðandi pólitísk fjárútlát, ætla ég að draga verulega úr þeim í framtíðinni,“ sagði Musk. „Ég held ég sé búinn að gera nóg.“ Samkvæmt Wall Street Journal gaf Musk þó til kynna að honum gæti snúist hugur, ef aðstæður breyttust og sjái hann tilefni til. Núna sjái hann ekki ástæðu til mikilla fjárútláta. Hann hét því einnig að vera áfram forstjóri hjá Tesla í að minnsta kosti fimm ár, nema hann deyi, eins og hann orðaði það. Í apríl lýsti Musk því yfir að hann ætlaði að draga úr störfum sínum fyrir Trump og einbeita sér að rekstri bílafyrirtækisins en það var eftir að fyrirtækið birti ársfjórðungsuppgjör sem þótti mjög slæmt fyrir Tesla. Störf Musks varðandi umfangsmikla niðurskurði í stjórnsýslu Bandaríkjanna og aðrar aðgerðir hans varðandi stjórnmál þar í landi hafa leitt til mótmæla gegn honum og Tesla. Í uppgjörinu kom fram að pólitískt andrúmsloft hafi haft mikil áhrif á reksturinn. Mikil eftirspurn, nema í Evrópu Musk sagði þó í dag að fyrirtækið hefði mögulega tapað einhverjum frjálslyndum viðskiptavinum en aðrir hefðu komið í staðinn. Sölutölur væru þegar komnar í fyrra horfa. Hann sagði eftirspurn eftir bílum Tesla vara mikla allss taðar, nema í Evrópu. Wall Street Journal sagði nýverið frá því að stjórnarmeðlimir Tesla hafi að undanförnu leitað til fyrirtækja sem sérhæfa sig í ráðningum stjórnenda varðandi leit að nýjum forstjóra. Stjórnin er sögðu hafa gert Musk ljóst að hann væri búinn að leggja allt of mikla áherslu á störf sín fyrir Trump og þyrfti frekar einbeita sér að rekstri Tesla. Talsmenn fyrirtækisins neituðu þessum fregnum og Musk gagnrýndi fréttaflutninginn á samfélagsmiðli sínum.
Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Tesla Tengdar fréttir Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bill Gates, einn auðugasti maður heims, ætlar að gefa næstum því öll sín auðæfi á næstu tuttugu árum. Hinn 69 ára gamli auðjöfur segist ætla að verja rúmum tvö hundruð milljörðum dala í baráttu gegn fátækt, vannæringu, mænuveiki og annars konar böli sem hrelli heiminn. 9. maí 2025 07:02 Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Forsvarsmenn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, sem þróar mállíkanið ChatGPT, hafa hætt við ætlanir um umfangsmiklar breytingar á rekstri fyrirtækisins. Til stóð að reka fyrirtækið í hagnaðarskyni í framtíðinni en nú hefur verið tekin sú ákvörðun að breyta ekki um stefnu og verður fyrirtækinu áfram stýrt af óhagnaðardrifinni stjórn. 6. maí 2025 08:11 Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. 3. maí 2025 16:23 Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu. 29. apríl 2025 10:07 ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Evrópusambandið hefur sektað bandarísku fyrirtækin Apple og Meta um samanlagt sjö hundruð milljónir evra. Sektirnar eru til komnar vegna brota fyrirtækjanna á lögum sambandsins og munu þær að öllum líkindum auka spennuna milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump. 23. apríl 2025 11:39 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bill Gates, einn auðugasti maður heims, ætlar að gefa næstum því öll sín auðæfi á næstu tuttugu árum. Hinn 69 ára gamli auðjöfur segist ætla að verja rúmum tvö hundruð milljörðum dala í baráttu gegn fátækt, vannæringu, mænuveiki og annars konar böli sem hrelli heiminn. 9. maí 2025 07:02
Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Forsvarsmenn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, sem þróar mállíkanið ChatGPT, hafa hætt við ætlanir um umfangsmiklar breytingar á rekstri fyrirtækisins. Til stóð að reka fyrirtækið í hagnaðarskyni í framtíðinni en nú hefur verið tekin sú ákvörðun að breyta ekki um stefnu og verður fyrirtækinu áfram stýrt af óhagnaðardrifinni stjórn. 6. maí 2025 08:11
Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. 3. maí 2025 16:23
Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu. 29. apríl 2025 10:07
ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Evrópusambandið hefur sektað bandarísku fyrirtækin Apple og Meta um samanlagt sjö hundruð milljónir evra. Sektirnar eru til komnar vegna brota fyrirtækjanna á lögum sambandsins og munu þær að öllum líkindum auka spennuna milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump. 23. apríl 2025 11:39