Innlent

Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant

Jakob Bjarnar skrifar
Viðar steig loksins fram og svaraði frýjunaryrðum Brynjars Karls og líklega hefur ekki nokkur maður búist við því að Brynjar Karl liti svo á að þar með væru þeirra væringar á enda. 
Viðar steig loksins fram og svaraði frýjunaryrðum Brynjars Karls og líklega hefur ekki nokkur maður búist við því að Brynjar Karl liti svo á að þar með væru þeirra væringar á enda.  vísir/samsett

Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari skorar á Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði, að mæta sér hvar og hvenær sem er til að ræða þjálfun.

Þetta gerir Brynjar Karl í harðorðum pistli sem hann birtir á Vísi. Þar gerir hann nýlega grein Viðars að umfjöllunarefni. 

Viðar ritaði pistil á Vísi þar sem hann segir „Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans“. Líklega hefur enginn búist við því að Brynjar myndi láta þeim skrifum ósvarað. Hann fagnar því að Viðar, sem til þessa hefur ekki viljað tjá sig um það sem Brynjar hefur haft til málanna að leggja, hafi nú loks stigið fram.

Viðar segir Brynjar og hans fylgisfólk ítrekað hafa afvegaleitt umræðuna um kjarna þeirrar gagnrýni sem hann og fleiri hafi sett fram, og að mati Viðars stundað harkalegan rógburð gegn gagnrýnendum.

Brynjar segir nú karmað loks hafa bankað upp á hjá prófessornum og Viðar kominn úr fylgsninu.

„Viðar Halldórsson og Hafrún Kristjánsdóttir, fóru fremst í flokki og svertu heiður 14 stúlkna opinberlega sem ég þjálfaði með grófum hætti, þennan heiður er rétt að verja. Þetta er óþverraskapur sem löngu er kominn tími til að gera upp opinberlega,“ segir Brynjar Karl í grein þar sem farið er yfir stöðuna.

Þar birtir Brynjar jafnframt youtube-myndband, klippur af því þar sem hann hefur, á ýmsum vettvangi, svarað gagnrýni Viðars og Hafrúnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×