Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar 20. maí 2025 08:32 Hann opnar hurðina og hleypir mér inn. Húsið er stórt og bjart. Til hliðar er notalegt herbergi, líklega skrifstofan hans. Mér er litið á brúna hægindastólinn innst í herberginu. Ef til vill næ ég aðeins að slaka á í honum. Ég kinka kolli þegar hann lýsir hvernig þetta fer fram. Ég byrja á því að telja niður, segir hann, þú bara gefur eftir og hlustar á rödd mína, þegar ég spyr þig spurninga þá skaltu lyfta vísifingri upp einu sinni þegar þú vilt svara já og tvisvar sinnum þegar þú vilt svara nei. Þessi ágæti læknir hafði boðist til að taka mig í dáleiðslu heima hjá sér eftir að ég kom til hans í viðtal á læknastöðinni. Ég hafði lesið í einhverju dagblaði stuttu áður að hann væri góður dáleiðari, svo ég ákvað að slá til. Mér fannst ég ekki eiga marga kosti í stöðunni, eitthvað varð að breytast. Ég var að þrotum komin bæði líkamlega og andlega, með langvarandi bólgusjúkdóm og hafði misst pabba minn tveimur árum áður. Sorgin var gjörsamlega að fara með mig. Geturðu hjálpað mér að komast yfir sorgina vegna dauða föður míns?spyr ég. Ég heyrði hvað þetta var einkennileg bón, hver gæti læknað þetta djúpa sár á svona stuttum tíma? Já,svaraði hann, ég ætti að geta gert það. Ég loka augunum og kem mér fyrir í hægindastólnum. Dáleiðslan byrjar. Hann þylur upp einhver ósköp af nöfnum á stjörnum og plánetum og lýsir för þeirra um himinhvolfið, svo mikið að ég er alveg ringluð, get hreinlega ekki hugsað heila hugsun með alla þessa bunu af fróðleik sem streymdi frá munni hans. Ég finn þunga streyma um mig, hver einasti vöðvi er máttvana. Umhverfið fjarlægist og ég er stödd í óræðum tíma og rúmi. Allt í einu er þetta búið og hann vekur mig rólega upp. Ég opna augun og stend á fætur, eitthvað hefur breyst, það fer ekki á milli mála, sorgin er ekki eins kæfandi. Dáleiðsla hefur alla tíð þótt afar dularfullt fyrirbæri. Margir eru vantrúaðir og telja hana ímyndun eina. Hún var lengi vel talin tengjast göldrum og myrkum öflum og fáar aðferðir hafa verið jafnmikið fordæmdar innan læknisfræðinnar og dáleiðslan. Hún á rætur aftur í sögu fornrar siðmenningar, þar sem andlegir leiðtogar, shamanískir læknar og græðarar könnuðu hvernig breytt meðvitundarástand fólks gæti orðið þeim til lækninga og andlegs þroska. Þessir frumkvöðlar virkjuðu meðfæddan kraft hugans til að fá aðgang að breyttu meðvitundarástandi og stuðluðu þannig að vellíðan. Þetta gerðu þeir með því að leiða einstaklinginn inn í djúpt einbeitingarástand með notkun sjónrænna hugmynda og uppástungna. Dáleiðslan var þannig notuð í heilunarathöfnum og andlegum athöfnum til að auðvelda tengingu við æðri máttarvöld. Á seinni hluta 18. aldar fór þýskur læknir að nafni Franz Anton Mesmer að nota það sem síðar var kallað mesmerismi til að lækna alla sjúkdóma. Hann vildi ekki valda sjúklingum sínum sársauka með aðgerðum og kannaði því lækningamátt segulmagns á mannslíkamann. Hann byggði kenningar sínar á því að það væri ósýnilegur vökvi sem flæði í gegnum líkamann og hefði áhrif á hann allan, ekki síst taugakerfið. Mesmer staðhæfði að sjúkdómar yrðu til við það að þetta flæði vökvans um líkamann stöðvaðist og lækningin fælist í því að koma flæðinu aftur af stað. Til þess að það gerist þyrfti að beita ákveðinni tækni. Tækni sem kæmi fólki í leyndardómsfullt ástand sem er í dag kallað að vera dáleiddur. Á hverjum degi býður Mesmer hópi aðalsfólks til mikillar heilunarskrautsýningar í glæsilegri læknastofu sinni. Á miðju gólfi stendur stór eikarpottur skreyttur íburðarmiklu ofnu reipi. Upp úr fáguðu pottlokinu standa átta járnstangir. Hópur fólks á öllum aldri stendur eða situr í kringum pottinn og þrýstir þjáðum svæðum líkama síns upp að járnstöngunum. Konurnar með barðastóra hatta skreytta blómum og klæddar dýrindis síðum silkikjólum með blúnduhálsmáli. Karlmennirnir í uppháum hvítum sokkum og hnébuxum og í þröngum, litríkum silkijökkum. Fólkið er lauslega bundið saman til þess að mynda einhvers konar rafmagnshringrás. Herbergið hálfdimmt og drungalegt; þykkar gardínur og stórir speglar þekja veggina og draugaleg tónlist hljómar frá stórri glerhörpu. Andrúmsloftið er spennuþrungið og loftið er þrungið reykelsislykt. Mesmer gengur inn í salinn klæddur gylltum skóm og fjólubláum silkikufli. Hann horfir djúpt í augu viðstaddra með brúnum augum sínum, snertir sjúku svæðin léttilega með höndunum eða með segulmögnuðum sprota sínum og um leið fellur fólkið í ómegin, sumir byrja að gráta stjórnlaust, öskra hátt eða kasta jafnvel upp. Að lokum færist rólyndislegur sáttasvipur yfir andlit þeirra. Sumir þátttakenda virðast hafa fengið lækningu meina sinna. Mesmer brosir. Svipur hans ber þess merki að hér sé maður á ferð sem er viss um réttmæti þessarar kynngimögnuðu meðferðar. Á 19. öld rannsakaði skoski skurðlæknirinn James Braid dáleiðslu út frá vísindalegu sjónarhorni. Hann á heiðurinn af útbreiðslu orðsins dáleiðsla á ensku og lagði grunninn að henni sem lögmætu fræðasviði. Með kenningum sínum brúaði hann bilið á milli andlegrar iðkunar og vísindarannsókna á þessu sviði. Braid taldi enga stoð fyrir kenningum Mesmers um segulmögnun en fannst aftur á móti áhrifin sem þessi aðferð hafði á fólk áhugaverð. Hann taldi áhrifin aðallega tengjast huga þess dáleidda fremur en að þau kæmu frá dávaldinum sjálfum og notaði aðferðina meðal annars til að deyfa fólk í skurðaðgerðum þegar svæfingarlyf voru ekki til staðar. Mesmer og Braid voru báðir sannkallaðir frumkvöðlar á sviði dáleiðslunnar. Þeir áttuðu sig á áhrifamætti þess ástands sem dáleiðslan kallaði fram. Ástandið þegar fólk fer í djúpa hugleiðslu, dagdrauma eða dvelur í vitundunarástandi sem myndast á milli svefns og vöku, þegar umheimurinn dregur sig í hlé og athyglin er einbeitt. Nýlegar rannsóknir staðfesta að dáleiðsla er kröftugt tól til þess að komast inn í undirmeðvitundina, þar sem allar okkar duldu hugsanir, langanir og minningar búa. Það er sá hluti af okkur sem erfitt er að tengjast í venjulegu vökuástandi en er hins vegar sá staður sem stjórnar því hvaða manneskju við höfum að geyma. Þegar við viljum breyta henni þá er nauðsynlegt að komast fram hjá rökhugsuninni og inn í okkar dýpstu vitund. Dáleiðsla er í dag viðurkennd aðferð og notuð um allan heim til lækninga. Rannsóknir sýna að allt að fimmtungur fólks á auðvelt með að komast í dáleiðsluástand og byggir það fyrst og fremst á því að við séum viljug til þess. Ég sit í íburðamiklum sal ásamt fjölda annarra áhorfenda. Við bíðum spennt eftir komu dávaldsins, sýningin er að hefjast. Tjöldin eru dregin frá og hann stígur öruggur fram á sviðið klæddur svörtum kufli, hann sveiflar honum með tilþrifum og byrjar leikþáttinn. Það fer um mig fiðringur af spennu, mikið er þetta gaman. Ég ætla að leyfa ykkur að prófa hvernig dáleiðsla virkar, segir hann. Dávaldurinn fer með dáleiðandi þulu og segir okkur svo að lyfta upp höndum og krækja fingrunum saman. Ég tek þátt í leiknum. Nú skuluð þið losa ykkur, þrymur í dávaldinum. Ég reyni en það gengur ekki, hendurnar eru fastar. Ég lít í kringum mig og sé að það eru þó nokkrir í sömu stöðu og ég. Þeir sem ekki geta losað takið eru beðnir um að koma upp á svið, hann talar hátt og hikar hvergi. Ég geng upp á sviðið ásamt hóp af fólki, hálflúpulegu á svipinn, það er eilítið vandræðalegt að ganga fyrir framan alla með hendurnar upp í loft. Ég er samt örugg með mig því ég veit út á hvað þetta gengur. Dávaldurinn fer með stuttan texta og segir okkur að nú séum við laus. Ég losa fingurna og leyfi höndunum að síga, geng öruggum skrefum til baka og sest niður. Í sama mund heyri ég manninn við hliðina á mér fullyrða með háum rómi: Þetta er nú meiri ímyndunin, það sem fólk getur látið telja sér trú um! Ég brosi breitt með sjálfri mér, jú, það er einmitt þess vegna sem þetta virkar svona vel. Höfundur er jógakennari og heilsumarkþjálfi hjá Ný hugsun - Nýtt líf. Heimildaskrá Dewan, P. (2024). Neuroscientists Find a Way To Make People More Hypnotizable. Newsweek. https://www.newsweek.com/neuroscientists-hypnosis-brain-mental-health-susceptibility-1857525#:~:text=%22Hypnotizability Hartland, J. (1971). Medical and Dental Hypnosis and its Clinical Applications (2. útgáfa). East Sussex: Bailliére Tindall. Hörður Þorgilsson. (1989). Dáleiðsla opnar leið að undirmeðvitundinni en er hvorki dularfull né varhugaverð (4. útgáfa). Heilbrigðismál. National Library of Medicine. (2019, 31.janúar). What is hypnosis and how might it work?https://pmc.ncbi.nlm.nih.gov/articles/PMC6357291/ Pintar, J. (2010). Il n´y a pas d´hypnotisme: A history of hypnosis in theory and practice. Í Lynn, S. J., Rhue. J. W. og Kirsch I. (ritsjórar), Handbook of Clinical Hypnosis (2. útgáfa) (bls. 19–46). Washington: American Psychological Association. Shah. N. (2024). The Evolution and History of Hypnosis: From Ancient Spiritual Practices to Modern Applications. Ichars. https://instituteofclinicalhypnosis.com/hypnosis/history-of-hypnosis/. Snorri R. Hallsson (hlaðvarpsstjóri). (2023, 6. apríl). Ratsjá: Lífræn segulmögnun og dáleiðsla.https://open.spotify.com/episode/6T7HZLGl987QAIkAyU0C0R Stanford Report (2018, 11. júní). Stanford researches explore how the human mind shapes reality. https://news.stanford.edu/stories/2018/06/four-ways-human-mind-shapes-reality Turner, C. (2006). Mesmeromania or the Tale of the Tub. The Therpeutic powers of animal magnetism. (21. útgáfa). Cabinet. https://www.cabinetmagazine.org/issues/21/turner.php Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dáleiðsla Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hann opnar hurðina og hleypir mér inn. Húsið er stórt og bjart. Til hliðar er notalegt herbergi, líklega skrifstofan hans. Mér er litið á brúna hægindastólinn innst í herberginu. Ef til vill næ ég aðeins að slaka á í honum. Ég kinka kolli þegar hann lýsir hvernig þetta fer fram. Ég byrja á því að telja niður, segir hann, þú bara gefur eftir og hlustar á rödd mína, þegar ég spyr þig spurninga þá skaltu lyfta vísifingri upp einu sinni þegar þú vilt svara já og tvisvar sinnum þegar þú vilt svara nei. Þessi ágæti læknir hafði boðist til að taka mig í dáleiðslu heima hjá sér eftir að ég kom til hans í viðtal á læknastöðinni. Ég hafði lesið í einhverju dagblaði stuttu áður að hann væri góður dáleiðari, svo ég ákvað að slá til. Mér fannst ég ekki eiga marga kosti í stöðunni, eitthvað varð að breytast. Ég var að þrotum komin bæði líkamlega og andlega, með langvarandi bólgusjúkdóm og hafði misst pabba minn tveimur árum áður. Sorgin var gjörsamlega að fara með mig. Geturðu hjálpað mér að komast yfir sorgina vegna dauða föður míns?spyr ég. Ég heyrði hvað þetta var einkennileg bón, hver gæti læknað þetta djúpa sár á svona stuttum tíma? Já,svaraði hann, ég ætti að geta gert það. Ég loka augunum og kem mér fyrir í hægindastólnum. Dáleiðslan byrjar. Hann þylur upp einhver ósköp af nöfnum á stjörnum og plánetum og lýsir för þeirra um himinhvolfið, svo mikið að ég er alveg ringluð, get hreinlega ekki hugsað heila hugsun með alla þessa bunu af fróðleik sem streymdi frá munni hans. Ég finn þunga streyma um mig, hver einasti vöðvi er máttvana. Umhverfið fjarlægist og ég er stödd í óræðum tíma og rúmi. Allt í einu er þetta búið og hann vekur mig rólega upp. Ég opna augun og stend á fætur, eitthvað hefur breyst, það fer ekki á milli mála, sorgin er ekki eins kæfandi. Dáleiðsla hefur alla tíð þótt afar dularfullt fyrirbæri. Margir eru vantrúaðir og telja hana ímyndun eina. Hún var lengi vel talin tengjast göldrum og myrkum öflum og fáar aðferðir hafa verið jafnmikið fordæmdar innan læknisfræðinnar og dáleiðslan. Hún á rætur aftur í sögu fornrar siðmenningar, þar sem andlegir leiðtogar, shamanískir læknar og græðarar könnuðu hvernig breytt meðvitundarástand fólks gæti orðið þeim til lækninga og andlegs þroska. Þessir frumkvöðlar virkjuðu meðfæddan kraft hugans til að fá aðgang að breyttu meðvitundarástandi og stuðluðu þannig að vellíðan. Þetta gerðu þeir með því að leiða einstaklinginn inn í djúpt einbeitingarástand með notkun sjónrænna hugmynda og uppástungna. Dáleiðslan var þannig notuð í heilunarathöfnum og andlegum athöfnum til að auðvelda tengingu við æðri máttarvöld. Á seinni hluta 18. aldar fór þýskur læknir að nafni Franz Anton Mesmer að nota það sem síðar var kallað mesmerismi til að lækna alla sjúkdóma. Hann vildi ekki valda sjúklingum sínum sársauka með aðgerðum og kannaði því lækningamátt segulmagns á mannslíkamann. Hann byggði kenningar sínar á því að það væri ósýnilegur vökvi sem flæði í gegnum líkamann og hefði áhrif á hann allan, ekki síst taugakerfið. Mesmer staðhæfði að sjúkdómar yrðu til við það að þetta flæði vökvans um líkamann stöðvaðist og lækningin fælist í því að koma flæðinu aftur af stað. Til þess að það gerist þyrfti að beita ákveðinni tækni. Tækni sem kæmi fólki í leyndardómsfullt ástand sem er í dag kallað að vera dáleiddur. Á hverjum degi býður Mesmer hópi aðalsfólks til mikillar heilunarskrautsýningar í glæsilegri læknastofu sinni. Á miðju gólfi stendur stór eikarpottur skreyttur íburðarmiklu ofnu reipi. Upp úr fáguðu pottlokinu standa átta járnstangir. Hópur fólks á öllum aldri stendur eða situr í kringum pottinn og þrýstir þjáðum svæðum líkama síns upp að járnstöngunum. Konurnar með barðastóra hatta skreytta blómum og klæddar dýrindis síðum silkikjólum með blúnduhálsmáli. Karlmennirnir í uppháum hvítum sokkum og hnébuxum og í þröngum, litríkum silkijökkum. Fólkið er lauslega bundið saman til þess að mynda einhvers konar rafmagnshringrás. Herbergið hálfdimmt og drungalegt; þykkar gardínur og stórir speglar þekja veggina og draugaleg tónlist hljómar frá stórri glerhörpu. Andrúmsloftið er spennuþrungið og loftið er þrungið reykelsislykt. Mesmer gengur inn í salinn klæddur gylltum skóm og fjólubláum silkikufli. Hann horfir djúpt í augu viðstaddra með brúnum augum sínum, snertir sjúku svæðin léttilega með höndunum eða með segulmögnuðum sprota sínum og um leið fellur fólkið í ómegin, sumir byrja að gráta stjórnlaust, öskra hátt eða kasta jafnvel upp. Að lokum færist rólyndislegur sáttasvipur yfir andlit þeirra. Sumir þátttakenda virðast hafa fengið lækningu meina sinna. Mesmer brosir. Svipur hans ber þess merki að hér sé maður á ferð sem er viss um réttmæti þessarar kynngimögnuðu meðferðar. Á 19. öld rannsakaði skoski skurðlæknirinn James Braid dáleiðslu út frá vísindalegu sjónarhorni. Hann á heiðurinn af útbreiðslu orðsins dáleiðsla á ensku og lagði grunninn að henni sem lögmætu fræðasviði. Með kenningum sínum brúaði hann bilið á milli andlegrar iðkunar og vísindarannsókna á þessu sviði. Braid taldi enga stoð fyrir kenningum Mesmers um segulmögnun en fannst aftur á móti áhrifin sem þessi aðferð hafði á fólk áhugaverð. Hann taldi áhrifin aðallega tengjast huga þess dáleidda fremur en að þau kæmu frá dávaldinum sjálfum og notaði aðferðina meðal annars til að deyfa fólk í skurðaðgerðum þegar svæfingarlyf voru ekki til staðar. Mesmer og Braid voru báðir sannkallaðir frumkvöðlar á sviði dáleiðslunnar. Þeir áttuðu sig á áhrifamætti þess ástands sem dáleiðslan kallaði fram. Ástandið þegar fólk fer í djúpa hugleiðslu, dagdrauma eða dvelur í vitundunarástandi sem myndast á milli svefns og vöku, þegar umheimurinn dregur sig í hlé og athyglin er einbeitt. Nýlegar rannsóknir staðfesta að dáleiðsla er kröftugt tól til þess að komast inn í undirmeðvitundina, þar sem allar okkar duldu hugsanir, langanir og minningar búa. Það er sá hluti af okkur sem erfitt er að tengjast í venjulegu vökuástandi en er hins vegar sá staður sem stjórnar því hvaða manneskju við höfum að geyma. Þegar við viljum breyta henni þá er nauðsynlegt að komast fram hjá rökhugsuninni og inn í okkar dýpstu vitund. Dáleiðsla er í dag viðurkennd aðferð og notuð um allan heim til lækninga. Rannsóknir sýna að allt að fimmtungur fólks á auðvelt með að komast í dáleiðsluástand og byggir það fyrst og fremst á því að við séum viljug til þess. Ég sit í íburðamiklum sal ásamt fjölda annarra áhorfenda. Við bíðum spennt eftir komu dávaldsins, sýningin er að hefjast. Tjöldin eru dregin frá og hann stígur öruggur fram á sviðið klæddur svörtum kufli, hann sveiflar honum með tilþrifum og byrjar leikþáttinn. Það fer um mig fiðringur af spennu, mikið er þetta gaman. Ég ætla að leyfa ykkur að prófa hvernig dáleiðsla virkar, segir hann. Dávaldurinn fer með dáleiðandi þulu og segir okkur svo að lyfta upp höndum og krækja fingrunum saman. Ég tek þátt í leiknum. Nú skuluð þið losa ykkur, þrymur í dávaldinum. Ég reyni en það gengur ekki, hendurnar eru fastar. Ég lít í kringum mig og sé að það eru þó nokkrir í sömu stöðu og ég. Þeir sem ekki geta losað takið eru beðnir um að koma upp á svið, hann talar hátt og hikar hvergi. Ég geng upp á sviðið ásamt hóp af fólki, hálflúpulegu á svipinn, það er eilítið vandræðalegt að ganga fyrir framan alla með hendurnar upp í loft. Ég er samt örugg með mig því ég veit út á hvað þetta gengur. Dávaldurinn fer með stuttan texta og segir okkur að nú séum við laus. Ég losa fingurna og leyfi höndunum að síga, geng öruggum skrefum til baka og sest niður. Í sama mund heyri ég manninn við hliðina á mér fullyrða með háum rómi: Þetta er nú meiri ímyndunin, það sem fólk getur látið telja sér trú um! Ég brosi breitt með sjálfri mér, jú, það er einmitt þess vegna sem þetta virkar svona vel. Höfundur er jógakennari og heilsumarkþjálfi hjá Ný hugsun - Nýtt líf. Heimildaskrá Dewan, P. (2024). Neuroscientists Find a Way To Make People More Hypnotizable. Newsweek. https://www.newsweek.com/neuroscientists-hypnosis-brain-mental-health-susceptibility-1857525#:~:text=%22Hypnotizability Hartland, J. (1971). Medical and Dental Hypnosis and its Clinical Applications (2. útgáfa). East Sussex: Bailliére Tindall. Hörður Þorgilsson. (1989). Dáleiðsla opnar leið að undirmeðvitundinni en er hvorki dularfull né varhugaverð (4. útgáfa). Heilbrigðismál. National Library of Medicine. (2019, 31.janúar). What is hypnosis and how might it work?https://pmc.ncbi.nlm.nih.gov/articles/PMC6357291/ Pintar, J. (2010). Il n´y a pas d´hypnotisme: A history of hypnosis in theory and practice. Í Lynn, S. J., Rhue. J. W. og Kirsch I. (ritsjórar), Handbook of Clinical Hypnosis (2. útgáfa) (bls. 19–46). Washington: American Psychological Association. Shah. N. (2024). The Evolution and History of Hypnosis: From Ancient Spiritual Practices to Modern Applications. Ichars. https://instituteofclinicalhypnosis.com/hypnosis/history-of-hypnosis/. Snorri R. Hallsson (hlaðvarpsstjóri). (2023, 6. apríl). Ratsjá: Lífræn segulmögnun og dáleiðsla.https://open.spotify.com/episode/6T7HZLGl987QAIkAyU0C0R Stanford Report (2018, 11. júní). Stanford researches explore how the human mind shapes reality. https://news.stanford.edu/stories/2018/06/four-ways-human-mind-shapes-reality Turner, C. (2006). Mesmeromania or the Tale of the Tub. The Therpeutic powers of animal magnetism. (21. útgáfa). Cabinet. https://www.cabinetmagazine.org/issues/21/turner.php
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun