„Frábært“ símtal en án niðurstöðu Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2025 19:26 Donald Trump og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands. AP Bæði Donald Trump og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, segja rúmlega tveggja klukkustunda símtal þeirra hafa gengið vel. Trump, sem segir að tónn símtalsins og andi „frábær“ segir að Rússar og Úkraínumenn muni hefja viðræður um mögulegt vopnahlé og svo í kjölfarið frið. Mögulegt er að þær viðræður fari fram í Vatíkaninu. Í færslu sem hann skrifaði á samfélagsmiðil sinn sagði Trump að Rússar og Úkraínumenn væru bestir til að ákveða skilyrði fyrir vopnahléi og friði sín á milli, því þeir vissu af smáatriðum sem engir aðrir hafi áttað sig á. Þá skrifaði Trump að hann og Pútín væru sammála um að auka þyrfti viðskipti Bandaríkjanna og Rússlands til muna, eftir að átökunum lýkur. Mikið svigrúm væri til uppbyggingar í Rússlandi og sömuleiðis í Úkraínu. Forsetinn vísaði einnig til þess að páfinn hefði sagst hafa áhuga á því að hýsa viðræður Úkraínumanna og Rússa og að þær ættu að hefjast sem fyrst. Talar enn um „grunnástæður“ Skömmu áður hafði Pútín sagt að símtal hans og Trumps hefði verið opinskátt og gagnlegt. Hann ítrekaði enn eina ferðina að finna þyrfti lausn á „grunnástæðum“ innrásar hans í Úkraínu en Rússar væru hlynntir friði. Þó sagði hann að friði þyrftu að fylgja umfangsmikil skilyrði. Rússar hafa gert miklar kröfur til Úkraínumanna. Aðstoðarmaður Pútíns sagði rússneskum blaðamönnum eftir símtalið að forsetarnir hefðu ekkert rætt sín á milli um tímaramma varðandi mögulegt vopnahlé. Trump hafi kallað eftir því sem fyrst en það hafi að öðru leyti ekkert verið rætt. Þá töluðu þeir einnig um að hittast í persónu en hvenær það gæti orðið liggur ekki fyrir. Aðstoðarmaðurinn sagði einnig að Trump og Pútín hefðu talað saman af virðingu, kallað hvorn annan „Donald“ og „Vladimír“ og að hvorugur þeirra hafi viljað verða fyrstur til að skella á. Það er Rússa að enda stríðið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ræddi við Trump áður en hann og Pútín töluðu saman. Eftir símafundi sagðist Selenskí hafa beðið Trump um að taka ekki neina afdrifaríka ákvörðun án samráðs við Úkraínumenn og að leggja áherslu á að fá Pútín til að samþykkja vopnahléið sem Trump lagði fyrst til. Þá ítrekaði Selenskí að Úkraínumenn myndu ekki hörfa frá þeim fjórum héruðum sem Rússar hafa innlimað, þó þeir stjórni engu þeirra að fullu. „Þetta er okkar land. Við munum ekki hörfa frá okkar landi en þetta þýðir að þeir hafa ekki áhuga á friði,“ sagði Selenskí um Rússa. „Ef þeir krefjast þess sem þeir vita að við munum ekki samþykkja.“ Selenskí segist hafa sagt Trump að ef Pútín vildi ekki samþykkja vopnahlé, væri þörf á frekari refsiaðgerðum. Öllum ætti að vera augljóst að það þurfi að þrýsta á Rússa til að fá þá til í að íhuga raunverulegan frið. „Ef Rússar neita að stöðva drápin, neita að sleppa stríðsföngum og gíslum, ef Pútín leggur fram óraunhæfar kröfur, þýðir það að Rússar munu halda áfram að draga stríðið á langinn, og eiga skilið að Evrópa, Bandaríkin og allur heimurinn hegði sér í samræmi við það, meðal annars með frekari refsiaðgerðum,“ segir Selenskí. „Rússar þurfa að binda enda á stríðið sem þeir hófu og þeir geta byrjað á því hvað dag sem er. Úkraína hefur alltaf verið tilbúin til friðar.“ I spoke with @POTUS twice today. First, we had a one-on-one call before his conversation with the head of Russia, and later we spoke together with President Trump and European leaders President @EmmanuelMacron, Prime Minister @GiorgiaMeloni, Federal Chancellor @bundeskanzler,… pic.twitter.com/mm6a0Pro84— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) May 19, 2025 Bæði Rússar og Úkraínumenn eru í raun að reyna að sýna Trump að þeir séu tilbúnir til friðarviðræðna en andstæðingar þeirra séu það ekki. Trump og hans ráðgjafar hafa gefið til kynna að þeir séu tilbúnir til að stíga frá samningaborðinu og hafa einnig gefið til kynna að þeir gætu hætt stuðningi við Úkraínu, sem yrði mikill sigur fyrir Pútín. Selenskí segir mikilvægt að Bandaríkjamenn komi áfram að þeirri viðleitni að reyna að koma á friði. Það yrði eingöngu Pútín sem myndi hagnast á því að Trump stígi til hliðar. Vill mögulega þvo hendur sínar af viðræðum Sendinefndir Rússlands og Úkraínu sem hittust í Istanbúl í síðustu viku samþykktu að halda viðræðunum áfram. Hvenær það á að gerast er ekki ljóst. Trump segir að viðræður muni hefjast samstundis en það er ekki hægt að lesa úr ummælum Pútíns um samtalið. Það sem þeir Pútín og Trump hafa sagt um samtalið gefur til kynna að Pútín hafi ekki viljað samþykkja þrjátíu daga almenn vopnahlé sem Trump krafðist upprunalega af Pútín og Selenskí. Úkraínumenn hafa samþykkt það en Rússar ekki og hafa ráðamenn Evrópu tekið upp ákallið eftir þessu almenna vopnahléi, sem Pútín hefur ítrekað hafnað. Ummæli Pútíns gefa til kynna að afstaða hans og kröfur hafi lítið breyst. Þá gefa ummæli Trumps til kynna að hann sé enn ekki tilbúin til að reyna að beita Pútín þrýstingi eins og frekari refsiaðgerðum. Það að Trump hafi nefnt að Leó páfi hafi sagst viljugur til að hýsa frekari viðræður og að Rússar og Úkraínumenn verði að leysa deilurnar sjálfir gefur einnig til kynna að Trump vilji þvo hendur sínar af þessum viðræðum. Úkraínumenn segja að vopnahlé verði að nást fyrst, áður en friðarviðræður geti hafist. Vill ekki þrýsta á Pútín Eftir símtalið við Pútín ræddi Trump við Selenskí og leiðtoga Bretlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Finnlands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Financial Times hefur eftir heimildarmanni sínum að evrópsku leiðtogarnir hafi veri slegnir yfir lýsingum Trumps á símtalinu við Pútín. Það hafi verið deginum ljósara að Trump vildi ekki beita Pútín þrýstingi til að reyna að fá hann til að setjast við samningaborðið. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Ríkissaksóknari Rússlands tilkynnti í dag að hann hefði bannað starfsemi alþjóðlegu mannréttindasamtakanna Amnesty International í landinu. Samtökin væru óæskileg og styddu Úkraínumenn í stríðinu við Rússa. 19. maí 2025 15:12 Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að ræða við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á mánudag um að „binda enda á blóðbaðið“ í Úkraínu. 17. maí 2025 21:50 „Rússland vill augljóslega stríð“ Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir. 16. maí 2025 10:45 „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist hafa ákveðið að senda erindreka á fund við rússneska sendinefnt í Istanbúl í Tyrklandi, þótt Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hafi sent lágt setta erindreka. Það segist Selenskí hafa gert af virðingu við Donald Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. 15. maí 2025 15:43 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Friðarviðleitni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og erindreka hans virðist ekki ætla að bera árangur. Trump virðist þreyttur á að reyna að stilla til friðar og hefur hann sakað Úkraínumenn og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, um að standa í vegi friðar með því að vilja ekki verða við umfangsmiklum kröfum Rússa og þá sérstaklega fyrir það að vilja ekki viðurkenna tilkall Rússa til Krímskaga. 30. apríl 2025 07:31 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Í færslu sem hann skrifaði á samfélagsmiðil sinn sagði Trump að Rússar og Úkraínumenn væru bestir til að ákveða skilyrði fyrir vopnahléi og friði sín á milli, því þeir vissu af smáatriðum sem engir aðrir hafi áttað sig á. Þá skrifaði Trump að hann og Pútín væru sammála um að auka þyrfti viðskipti Bandaríkjanna og Rússlands til muna, eftir að átökunum lýkur. Mikið svigrúm væri til uppbyggingar í Rússlandi og sömuleiðis í Úkraínu. Forsetinn vísaði einnig til þess að páfinn hefði sagst hafa áhuga á því að hýsa viðræður Úkraínumanna og Rússa og að þær ættu að hefjast sem fyrst. Talar enn um „grunnástæður“ Skömmu áður hafði Pútín sagt að símtal hans og Trumps hefði verið opinskátt og gagnlegt. Hann ítrekaði enn eina ferðina að finna þyrfti lausn á „grunnástæðum“ innrásar hans í Úkraínu en Rússar væru hlynntir friði. Þó sagði hann að friði þyrftu að fylgja umfangsmikil skilyrði. Rússar hafa gert miklar kröfur til Úkraínumanna. Aðstoðarmaður Pútíns sagði rússneskum blaðamönnum eftir símtalið að forsetarnir hefðu ekkert rætt sín á milli um tímaramma varðandi mögulegt vopnahlé. Trump hafi kallað eftir því sem fyrst en það hafi að öðru leyti ekkert verið rætt. Þá töluðu þeir einnig um að hittast í persónu en hvenær það gæti orðið liggur ekki fyrir. Aðstoðarmaðurinn sagði einnig að Trump og Pútín hefðu talað saman af virðingu, kallað hvorn annan „Donald“ og „Vladimír“ og að hvorugur þeirra hafi viljað verða fyrstur til að skella á. Það er Rússa að enda stríðið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ræddi við Trump áður en hann og Pútín töluðu saman. Eftir símafundi sagðist Selenskí hafa beðið Trump um að taka ekki neina afdrifaríka ákvörðun án samráðs við Úkraínumenn og að leggja áherslu á að fá Pútín til að samþykkja vopnahléið sem Trump lagði fyrst til. Þá ítrekaði Selenskí að Úkraínumenn myndu ekki hörfa frá þeim fjórum héruðum sem Rússar hafa innlimað, þó þeir stjórni engu þeirra að fullu. „Þetta er okkar land. Við munum ekki hörfa frá okkar landi en þetta þýðir að þeir hafa ekki áhuga á friði,“ sagði Selenskí um Rússa. „Ef þeir krefjast þess sem þeir vita að við munum ekki samþykkja.“ Selenskí segist hafa sagt Trump að ef Pútín vildi ekki samþykkja vopnahlé, væri þörf á frekari refsiaðgerðum. Öllum ætti að vera augljóst að það þurfi að þrýsta á Rússa til að fá þá til í að íhuga raunverulegan frið. „Ef Rússar neita að stöðva drápin, neita að sleppa stríðsföngum og gíslum, ef Pútín leggur fram óraunhæfar kröfur, þýðir það að Rússar munu halda áfram að draga stríðið á langinn, og eiga skilið að Evrópa, Bandaríkin og allur heimurinn hegði sér í samræmi við það, meðal annars með frekari refsiaðgerðum,“ segir Selenskí. „Rússar þurfa að binda enda á stríðið sem þeir hófu og þeir geta byrjað á því hvað dag sem er. Úkraína hefur alltaf verið tilbúin til friðar.“ I spoke with @POTUS twice today. First, we had a one-on-one call before his conversation with the head of Russia, and later we spoke together with President Trump and European leaders President @EmmanuelMacron, Prime Minister @GiorgiaMeloni, Federal Chancellor @bundeskanzler,… pic.twitter.com/mm6a0Pro84— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) May 19, 2025 Bæði Rússar og Úkraínumenn eru í raun að reyna að sýna Trump að þeir séu tilbúnir til friðarviðræðna en andstæðingar þeirra séu það ekki. Trump og hans ráðgjafar hafa gefið til kynna að þeir séu tilbúnir til að stíga frá samningaborðinu og hafa einnig gefið til kynna að þeir gætu hætt stuðningi við Úkraínu, sem yrði mikill sigur fyrir Pútín. Selenskí segir mikilvægt að Bandaríkjamenn komi áfram að þeirri viðleitni að reyna að koma á friði. Það yrði eingöngu Pútín sem myndi hagnast á því að Trump stígi til hliðar. Vill mögulega þvo hendur sínar af viðræðum Sendinefndir Rússlands og Úkraínu sem hittust í Istanbúl í síðustu viku samþykktu að halda viðræðunum áfram. Hvenær það á að gerast er ekki ljóst. Trump segir að viðræður muni hefjast samstundis en það er ekki hægt að lesa úr ummælum Pútíns um samtalið. Það sem þeir Pútín og Trump hafa sagt um samtalið gefur til kynna að Pútín hafi ekki viljað samþykkja þrjátíu daga almenn vopnahlé sem Trump krafðist upprunalega af Pútín og Selenskí. Úkraínumenn hafa samþykkt það en Rússar ekki og hafa ráðamenn Evrópu tekið upp ákallið eftir þessu almenna vopnahléi, sem Pútín hefur ítrekað hafnað. Ummæli Pútíns gefa til kynna að afstaða hans og kröfur hafi lítið breyst. Þá gefa ummæli Trumps til kynna að hann sé enn ekki tilbúin til að reyna að beita Pútín þrýstingi eins og frekari refsiaðgerðum. Það að Trump hafi nefnt að Leó páfi hafi sagst viljugur til að hýsa frekari viðræður og að Rússar og Úkraínumenn verði að leysa deilurnar sjálfir gefur einnig til kynna að Trump vilji þvo hendur sínar af þessum viðræðum. Úkraínumenn segja að vopnahlé verði að nást fyrst, áður en friðarviðræður geti hafist. Vill ekki þrýsta á Pútín Eftir símtalið við Pútín ræddi Trump við Selenskí og leiðtoga Bretlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Finnlands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Financial Times hefur eftir heimildarmanni sínum að evrópsku leiðtogarnir hafi veri slegnir yfir lýsingum Trumps á símtalinu við Pútín. Það hafi verið deginum ljósara að Trump vildi ekki beita Pútín þrýstingi til að reyna að fá hann til að setjast við samningaborðið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Ríkissaksóknari Rússlands tilkynnti í dag að hann hefði bannað starfsemi alþjóðlegu mannréttindasamtakanna Amnesty International í landinu. Samtökin væru óæskileg og styddu Úkraínumenn í stríðinu við Rússa. 19. maí 2025 15:12 Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að ræða við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á mánudag um að „binda enda á blóðbaðið“ í Úkraínu. 17. maí 2025 21:50 „Rússland vill augljóslega stríð“ Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir. 16. maí 2025 10:45 „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist hafa ákveðið að senda erindreka á fund við rússneska sendinefnt í Istanbúl í Tyrklandi, þótt Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hafi sent lágt setta erindreka. Það segist Selenskí hafa gert af virðingu við Donald Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. 15. maí 2025 15:43 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Friðarviðleitni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og erindreka hans virðist ekki ætla að bera árangur. Trump virðist þreyttur á að reyna að stilla til friðar og hefur hann sakað Úkraínumenn og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, um að standa í vegi friðar með því að vilja ekki verða við umfangsmiklum kröfum Rússa og þá sérstaklega fyrir það að vilja ekki viðurkenna tilkall Rússa til Krímskaga. 30. apríl 2025 07:31 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Ríkissaksóknari Rússlands tilkynnti í dag að hann hefði bannað starfsemi alþjóðlegu mannréttindasamtakanna Amnesty International í landinu. Samtökin væru óæskileg og styddu Úkraínumenn í stríðinu við Rússa. 19. maí 2025 15:12
Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að ræða við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á mánudag um að „binda enda á blóðbaðið“ í Úkraínu. 17. maí 2025 21:50
„Rússland vill augljóslega stríð“ Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir. 16. maí 2025 10:45
„Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist hafa ákveðið að senda erindreka á fund við rússneska sendinefnt í Istanbúl í Tyrklandi, þótt Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hafi sent lágt setta erindreka. Það segist Selenskí hafa gert af virðingu við Donald Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. 15. maí 2025 15:43
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Friðarviðleitni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og erindreka hans virðist ekki ætla að bera árangur. Trump virðist þreyttur á að reyna að stilla til friðar og hefur hann sakað Úkraínumenn og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, um að standa í vegi friðar með því að vilja ekki verða við umfangsmiklum kröfum Rússa og þá sérstaklega fyrir það að vilja ekki viðurkenna tilkall Rússa til Krímskaga. 30. apríl 2025 07:31
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent