Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2025 15:56 Áhorfandi með fána Palestínu á æfingu í framlags Ísraels í tónleikahöllinni í Basel í vikunni. Getty Images/Harold Cunningham Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. „Við getum ekki leyft tvöfalt siðgæði, ekki einu sinni í menningu,“ sagði Sánchez og bætti við að samstaða með Palestínumönnum væri nauðsynleg vegna óréttlætis, stríðs og sprengjuárása. Ísrael ætti ekki að fá að vera með á meðan hernaði þeirra á Gasa stæði. Ummæli Sanchez koma í kjölfar þess að Ísrael hafnaði í öðru sæti í Eurovision í Basel í Sviss um helgina þar sem söngkonan Yuval Raphael flutti lagið „New Day Will Rise“ og hlaut hæstu einkunn í símakosningu áhorfenda. Fyrr í dag hafði spænska ríkissjónvarpið kallað eftir rannsókn á símakosningunni á Spáni. Ísrael fékk 12 stig frá Spánverjum í símakosningunni sem margir hafa sett spurningamerki við. Þá hafði spænska sjónvarpið í apríl kallað eftir umræðu um þátttöku Ísraels í keppninni. Ísrael fékk núll stig frá spænsku dómnefndinni. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sagt að Ríkisútvarpið muni sömuleiðis óska eftir upplýsingum úr símakosningunni hér á landi. Framlag Ísraels fékk 297 stig í símakosningunni á laugardaginn, mest allra þjóða, og hafnaðií öðru sæti keppninnar á eftir Austurríki. Spánn Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Eurovision 2025 Eurovision 2026 Tengdar fréttir RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að RÚV muni fylgjast með framvindu mála varðandi símakosninguna í Eurovision. Fjallað var um það í morgun að spænska ríkissjónvarpið hefði óskað þess að símakosningin yrði yfirfarin. 19. maí 2025 13:05 Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, hefur krafist þess að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, yfirfari spænsku símakosninguna í Eurovision. Ísrael fékk flest stig í símakosningunni á Spáni síðasta laugardag og þar með tólf stig frá spænsku þjóðinni. Fjallað er um málið á spænska miðlinum El País. Ísrael fékk engin stig frá spænsku dómnefndinni. 19. maí 2025 07:15 Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu Eurovision keppninnar, þar sem Ísrael hafnaði í öðru sæti. Aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist hins vegar ekki hissa á góðu gengi landsins. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 18. maí 2025 11:52 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
„Við getum ekki leyft tvöfalt siðgæði, ekki einu sinni í menningu,“ sagði Sánchez og bætti við að samstaða með Palestínumönnum væri nauðsynleg vegna óréttlætis, stríðs og sprengjuárása. Ísrael ætti ekki að fá að vera með á meðan hernaði þeirra á Gasa stæði. Ummæli Sanchez koma í kjölfar þess að Ísrael hafnaði í öðru sæti í Eurovision í Basel í Sviss um helgina þar sem söngkonan Yuval Raphael flutti lagið „New Day Will Rise“ og hlaut hæstu einkunn í símakosningu áhorfenda. Fyrr í dag hafði spænska ríkissjónvarpið kallað eftir rannsókn á símakosningunni á Spáni. Ísrael fékk 12 stig frá Spánverjum í símakosningunni sem margir hafa sett spurningamerki við. Þá hafði spænska sjónvarpið í apríl kallað eftir umræðu um þátttöku Ísraels í keppninni. Ísrael fékk núll stig frá spænsku dómnefndinni. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sagt að Ríkisútvarpið muni sömuleiðis óska eftir upplýsingum úr símakosningunni hér á landi. Framlag Ísraels fékk 297 stig í símakosningunni á laugardaginn, mest allra þjóða, og hafnaðií öðru sæti keppninnar á eftir Austurríki.
Spánn Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Eurovision 2025 Eurovision 2026 Tengdar fréttir RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að RÚV muni fylgjast með framvindu mála varðandi símakosninguna í Eurovision. Fjallað var um það í morgun að spænska ríkissjónvarpið hefði óskað þess að símakosningin yrði yfirfarin. 19. maí 2025 13:05 Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, hefur krafist þess að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, yfirfari spænsku símakosninguna í Eurovision. Ísrael fékk flest stig í símakosningunni á Spáni síðasta laugardag og þar með tólf stig frá spænsku þjóðinni. Fjallað er um málið á spænska miðlinum El País. Ísrael fékk engin stig frá spænsku dómnefndinni. 19. maí 2025 07:15 Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu Eurovision keppninnar, þar sem Ísrael hafnaði í öðru sæti. Aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist hins vegar ekki hissa á góðu gengi landsins. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 18. maí 2025 11:52 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að RÚV muni fylgjast með framvindu mála varðandi símakosninguna í Eurovision. Fjallað var um það í morgun að spænska ríkissjónvarpið hefði óskað þess að símakosningin yrði yfirfarin. 19. maí 2025 13:05
Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, hefur krafist þess að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, yfirfari spænsku símakosninguna í Eurovision. Ísrael fékk flest stig í símakosningunni á Spáni síðasta laugardag og þar með tólf stig frá spænsku þjóðinni. Fjallað er um málið á spænska miðlinum El País. Ísrael fékk engin stig frá spænsku dómnefndinni. 19. maí 2025 07:15
Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu Eurovision keppninnar, þar sem Ísrael hafnaði í öðru sæti. Aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist hins vegar ekki hissa á góðu gengi landsins. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 18. maí 2025 11:52
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila