Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. maí 2025 20:25 Róbert Wessman, forstjóri Alvotech, segir spennandi tíma fram undan hjá félaginu, Vísir/Vilhelm Margföld umframeftirspurn var í hlutabréfaútboði Alvotech í Stokkhólmi í morgun. Róbert Wessman forstjóri félagsins segir rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum líkt og Trump hefur boðað. Róbert Wessman, forstjóri Alvotech, hringdi inn markaðinn í kauphöllinni í Stokkhólmi í morgun í tilefni skráningar félagsins. Hlutabréfamarkaðurinn þar er einn sá stærsti í Evrópu, og þá sérstaklega í viðskiptum með bréf fyrirtækja í heilbrigðisgeiranum. Í vor keypti Alvotech þróunarstarfsemi sænska líftæknifyrirtækisins Xbrane Biopharma og segir Róbert skráninguna eðlilegt skref í kjölfar þess. „Svíþjóð er auðvitað með mikið af lyfjafyrirtækjum sem eru skráð og þekking á lyfjageiranum er umtalsverð. Þannig við töldum þetta bara vera mjög heillavænlegt skref að bæði geta boðið íslenskum fjárfestum að selja hér í Svíþjóð og þá að bjóða sænskum fjárfestum að kaupa hlutbréf í gegnum Ísland og þá Svíþjóð til lengri tíma,“ segir Róbert. Margföld eftirspurn Hann segir að stefnt hafi verið að því að ná inn lágmarksfjölda hluthafa í þessu útboði. Eftirspurnin var margföld. „Í raun og veru var stefnt að því að ná fimm hundruð hluthöfum inn en við fengum í kringum þrjú þúsund og þrjú hundruð hluthafa þarna strax í dag.“ Hann segir mörg spennandi verkefni fram undan; félagið stefnir að því að setja á markað þrjú ný lyf í árslok og auk þess séu hátt í þrjátíu í þróun. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, boðar lækkun á lyfjaverðiAP/Alex Brandon Félagið á mikið undir Vestanhafs þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, skrifaði í síðustu viku undir forsetatilskipun sem miðar að því að lækka verð á lyfseðilsskyldum lyfjum í landinu. Að sögn Trumps ætti verð lækka nánast samstundis um 30 til 80 prósent. Enn er þó óvíst með áhrif tilskipunarinnar. Róbert bendir á að þetta sé endurtekið efni að einhverju leyti og að Trump hafi verið gerður afturreka með sambærilegt mál í fyrri forsetatíð. „En lyfjaverð í Bandaríkjunum er allt að tíu sinnum hærra en í Evrópu þannig að mér þætti það alveg lógískt skref til lengri tíma að lyfjaverð í Bandaríkjunum myndi lækka. En við erum að selja okkar hliðstæður á miklu lægra verði en frumlyfin þannig við munum alltaf geta keppt við frumlyfin og gert mun betur en þau, þá með það í huga að bjóða góð verð til sjúklinga og geta aukið aðgengi að þessum lyfjum,“ segir Róbert. Lyf Kauphöllin Bandaríkin Donald Trump Alvotech Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Róbert Wessman, forstjóri Alvotech, hringdi inn markaðinn í kauphöllinni í Stokkhólmi í morgun í tilefni skráningar félagsins. Hlutabréfamarkaðurinn þar er einn sá stærsti í Evrópu, og þá sérstaklega í viðskiptum með bréf fyrirtækja í heilbrigðisgeiranum. Í vor keypti Alvotech þróunarstarfsemi sænska líftæknifyrirtækisins Xbrane Biopharma og segir Róbert skráninguna eðlilegt skref í kjölfar þess. „Svíþjóð er auðvitað með mikið af lyfjafyrirtækjum sem eru skráð og þekking á lyfjageiranum er umtalsverð. Þannig við töldum þetta bara vera mjög heillavænlegt skref að bæði geta boðið íslenskum fjárfestum að selja hér í Svíþjóð og þá að bjóða sænskum fjárfestum að kaupa hlutbréf í gegnum Ísland og þá Svíþjóð til lengri tíma,“ segir Róbert. Margföld eftirspurn Hann segir að stefnt hafi verið að því að ná inn lágmarksfjölda hluthafa í þessu útboði. Eftirspurnin var margföld. „Í raun og veru var stefnt að því að ná fimm hundruð hluthöfum inn en við fengum í kringum þrjú þúsund og þrjú hundruð hluthafa þarna strax í dag.“ Hann segir mörg spennandi verkefni fram undan; félagið stefnir að því að setja á markað þrjú ný lyf í árslok og auk þess séu hátt í þrjátíu í þróun. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, boðar lækkun á lyfjaverðiAP/Alex Brandon Félagið á mikið undir Vestanhafs þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, skrifaði í síðustu viku undir forsetatilskipun sem miðar að því að lækka verð á lyfseðilsskyldum lyfjum í landinu. Að sögn Trumps ætti verð lækka nánast samstundis um 30 til 80 prósent. Enn er þó óvíst með áhrif tilskipunarinnar. Róbert bendir á að þetta sé endurtekið efni að einhverju leyti og að Trump hafi verið gerður afturreka með sambærilegt mál í fyrri forsetatíð. „En lyfjaverð í Bandaríkjunum er allt að tíu sinnum hærra en í Evrópu þannig að mér þætti það alveg lógískt skref til lengri tíma að lyfjaverð í Bandaríkjunum myndi lækka. En við erum að selja okkar hliðstæður á miklu lægra verði en frumlyfin þannig við munum alltaf geta keppt við frumlyfin og gert mun betur en þau, þá með það í huga að bjóða góð verð til sjúklinga og geta aukið aðgengi að þessum lyfjum,“ segir Róbert.
Lyf Kauphöllin Bandaríkin Donald Trump Alvotech Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun