Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. maí 2025 20:25 Róbert Wessman, forstjóri Alvotech, segir spennandi tíma fram undan hjá félaginu, Vísir/Vilhelm Margföld umframeftirspurn var í hlutabréfaútboði Alvotech í Stokkhólmi í morgun. Róbert Wessman forstjóri félagsins segir rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum líkt og Trump hefur boðað. Róbert Wessman, forstjóri Alvotech, hringdi inn markaðinn í kauphöllinni í Stokkhólmi í morgun í tilefni skráningar félagsins. Hlutabréfamarkaðurinn þar er einn sá stærsti í Evrópu, og þá sérstaklega í viðskiptum með bréf fyrirtækja í heilbrigðisgeiranum. Í vor keypti Alvotech þróunarstarfsemi sænska líftæknifyrirtækisins Xbrane Biopharma og segir Róbert skráninguna eðlilegt skref í kjölfar þess. „Svíþjóð er auðvitað með mikið af lyfjafyrirtækjum sem eru skráð og þekking á lyfjageiranum er umtalsverð. Þannig við töldum þetta bara vera mjög heillavænlegt skref að bæði geta boðið íslenskum fjárfestum að selja hér í Svíþjóð og þá að bjóða sænskum fjárfestum að kaupa hlutbréf í gegnum Ísland og þá Svíþjóð til lengri tíma,“ segir Róbert. Margföld eftirspurn Hann segir að stefnt hafi verið að því að ná inn lágmarksfjölda hluthafa í þessu útboði. Eftirspurnin var margföld. „Í raun og veru var stefnt að því að ná fimm hundruð hluthöfum inn en við fengum í kringum þrjú þúsund og þrjú hundruð hluthafa þarna strax í dag.“ Hann segir mörg spennandi verkefni fram undan; félagið stefnir að því að setja á markað þrjú ný lyf í árslok og auk þess séu hátt í þrjátíu í þróun. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, boðar lækkun á lyfjaverðiAP/Alex Brandon Félagið á mikið undir Vestanhafs þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, skrifaði í síðustu viku undir forsetatilskipun sem miðar að því að lækka verð á lyfseðilsskyldum lyfjum í landinu. Að sögn Trumps ætti verð lækka nánast samstundis um 30 til 80 prósent. Enn er þó óvíst með áhrif tilskipunarinnar. Róbert bendir á að þetta sé endurtekið efni að einhverju leyti og að Trump hafi verið gerður afturreka með sambærilegt mál í fyrri forsetatíð. „En lyfjaverð í Bandaríkjunum er allt að tíu sinnum hærra en í Evrópu þannig að mér þætti það alveg lógískt skref til lengri tíma að lyfjaverð í Bandaríkjunum myndi lækka. En við erum að selja okkar hliðstæður á miklu lægra verði en frumlyfin þannig við munum alltaf geta keppt við frumlyfin og gert mun betur en þau, þá með það í huga að bjóða góð verð til sjúklinga og geta aukið aðgengi að þessum lyfjum,“ segir Róbert. Lyf Kauphöllin Bandaríkin Donald Trump Alvotech Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Sjá meira
Róbert Wessman, forstjóri Alvotech, hringdi inn markaðinn í kauphöllinni í Stokkhólmi í morgun í tilefni skráningar félagsins. Hlutabréfamarkaðurinn þar er einn sá stærsti í Evrópu, og þá sérstaklega í viðskiptum með bréf fyrirtækja í heilbrigðisgeiranum. Í vor keypti Alvotech þróunarstarfsemi sænska líftæknifyrirtækisins Xbrane Biopharma og segir Róbert skráninguna eðlilegt skref í kjölfar þess. „Svíþjóð er auðvitað með mikið af lyfjafyrirtækjum sem eru skráð og þekking á lyfjageiranum er umtalsverð. Þannig við töldum þetta bara vera mjög heillavænlegt skref að bæði geta boðið íslenskum fjárfestum að selja hér í Svíþjóð og þá að bjóða sænskum fjárfestum að kaupa hlutbréf í gegnum Ísland og þá Svíþjóð til lengri tíma,“ segir Róbert. Margföld eftirspurn Hann segir að stefnt hafi verið að því að ná inn lágmarksfjölda hluthafa í þessu útboði. Eftirspurnin var margföld. „Í raun og veru var stefnt að því að ná fimm hundruð hluthöfum inn en við fengum í kringum þrjú þúsund og þrjú hundruð hluthafa þarna strax í dag.“ Hann segir mörg spennandi verkefni fram undan; félagið stefnir að því að setja á markað þrjú ný lyf í árslok og auk þess séu hátt í þrjátíu í þróun. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, boðar lækkun á lyfjaverðiAP/Alex Brandon Félagið á mikið undir Vestanhafs þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, skrifaði í síðustu viku undir forsetatilskipun sem miðar að því að lækka verð á lyfseðilsskyldum lyfjum í landinu. Að sögn Trumps ætti verð lækka nánast samstundis um 30 til 80 prósent. Enn er þó óvíst með áhrif tilskipunarinnar. Róbert bendir á að þetta sé endurtekið efni að einhverju leyti og að Trump hafi verið gerður afturreka með sambærilegt mál í fyrri forsetatíð. „En lyfjaverð í Bandaríkjunum er allt að tíu sinnum hærra en í Evrópu þannig að mér þætti það alveg lógískt skref til lengri tíma að lyfjaverð í Bandaríkjunum myndi lækka. En við erum að selja okkar hliðstæður á miklu lægra verði en frumlyfin þannig við munum alltaf geta keppt við frumlyfin og gert mun betur en þau, þá með það í huga að bjóða góð verð til sjúklinga og geta aukið aðgengi að þessum lyfjum,“ segir Róbert.
Lyf Kauphöllin Bandaríkin Donald Trump Alvotech Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Sjá meira