Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar 18. maí 2025 07:03 Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum þróast úr jaðarstarfsemi yfir í að vera ein af meginstoðum íslensks efnahagslífs. Með mikilli gjaldeyrissköpun, fjölbreyttri atvinnu og víðtækri verðmætasköpun hefur hún skipað sér sess sem einn mikilvægasti vaxtarbroddur þjóðarbúsins. Á sama tíma standa stjórnendur greinarinnar, stjórnvöld og samfélagið allt frammi fyrir áskorunum sem krefjast skýrari stefnu og samstilltra aðgerða til að tryggja áframhaldandi vöxt – á sjálfbærum og sanngjörnum grunni. Sterk efnahagsleg áhrif og víðtæk verðmætasköpun Áætlað er að gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum á 12 mánaða tímabili frá apríl 2023 til mars 2024 hafi numið rúmlega 600 milljörðum króna, samanborið við rúmlega 497 milljarða árið áður. Heildar verg landsframleiðsla (VLF) Íslands er áætluð 4.616 milljarðar króna fyrir árið 2024. Þó að nákvæm hlutfallstala fyrir ferðaþjónustuna í VLF 2024 liggi ekki enn fyrir, var hlutur hennar 8,8% árið 2023 og má álita að hann sé áþekkur áfram – eða yfir 400 milljarðar króna í virðisaukasköpun, sem er beint framlag greinarinnar til efnahagslífsins. En það er einmitt í gegnum virðisaukaskatt sem raunveruleg áhrif ferðaþjónustunnar sjást skýrt í ríkisfjármálum. Erlendir ferðamenn greiða líklega á bilinu 100–150 milljarða króna árlega í virðisaukaskatt á Íslandi. Þetta eru fjármunir sem skila sér beint í ríkiskassann. Tökum aðeins varfærna nálgun: ef tvær milljónir ferðamanna skila 100 milljörðum í virðisaukaskatt, jafngildir þetta 50.000 krónum á hvern ferðamann. Meðaltalsdvalarlengd ferðamanna á Íslandi er um 7,5 dagar, sem þýðir að hver ferðamaður greiðir um 6.700 krónur á dag í virðisaukaskatt – eða sem auðlindagjald, ef svo má segja. Þetta eru gríðarlega mikilvægar tekjur fyrir ríkissjóð. Það vekur hins vegar furðu að í stað þess að viðurkenna og nýta þessa skattheimtu með ábyrgum hætti, virðist sem stjórnvöld keppist nú við að leita annarra leiða til að hámarka tekjur af ferðamönnum með nýjum og sífellt fleiri sértækum gjöldum. Hugmyndir um komugjöld, landamæragjöld og greiðslur fyrir aðgang að vinsælum náttúruperlum í eigu ríkisins eru réttlættar undir formerkjum auðlindanýtingar – en virðast byggðar á takmarkaðri heildarsýn á raunverulegt framlag greinarinnar. Það kostar peninga að skapa verðmæti. Með því að leggja sífellt fleiri byrðar á greininna með nýjum gjöldum og flókinni gjaldtöku er hætta á að draga úr samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Þessi nálgun – þar sem ferðamaðurinn þarf sífellt að taka upp veskið til að njóta þess sem laðaði hann hingað – minnir helst á upplifun í afþreyingarparadísum þar sem allt kostar aukalega, þrátt fyrir aðgangsgjald. Slík "smágreiðsluvæðing" ferðaþjónustunnar skaðar ímynd landsins, skapar gremju meðal gesta og dregur úr löngun þeirra til að dvelja lengur eða snúa aftur. Ekki aðeins það, heldur láta þeir alla aðra heyra það í gegnum samfélagsmiðla. Veltan í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar nam 930 milljörðum króna árið 2023, sem er 11% aukning frá árinu áður. Þessi verðmætasköpun skilar sér vítt og breitt – í störfum, sköttum, útflutningstekjum og þjónustuiðnaði víða um land. Stöðug uppbygging byggð á samvinnu og framtíðarsýn Uppgangur ferðaþjónustunnar er ekki sjálfgefinn. Hann hefur byggst á kröftugu markaðsstarfi, víðtækum fjárfestingum einkaaðila og að hluta til í samvinnu við ríki og sveitarfélög. Með framtíðarsýn og skipulagi hefur tekist að móta öfluga og sveigjanlega grein sem hefur stuðlað að aukinni velsæld, fjölbreytni í atvinnulífi og svæðisbundinni þróun. Framtíðarsýn stjórnavalda og greinarinnar er að Ísland verði leiðandi í sjálfbærri ferðaþjónustu – með áherslu á náttúruvernd, gæði og nýsköpun. Lykilatriði er að hvetja til lengri dvalar og jafnvægi dreifingar ferðamanna um allt landið, til að dreifa álagi, auka virði og viðhalda samfélagslegum sáttum. Áskoranir sem kalla á skýra stefnu Ferðaþjónustan stendur frammi fyrir áskorunum sem ekki má vanmeta. Ísland er dýr áfangastaður og hár rekstrarkostnaður – vegna launa, stuttra vinnutíma og hárra vaktaálagsgreiðslna – takmarkar samkeppnishæfni. Fjárfestingar eru hægari en áður og framleiðni vex ekki í takt við vöxt eftirspurnar. Þá eru margir lykilinnviðir vanfjármagnaðir, sérstaklega á landsbyggðinni. Slæmar samgöngur, lítil vetrarþjónusta og of mikil áhersla á Keflavíkurflugvöll sem eina aðkomuleið ferðamanna takmarka tækifæri til dreifingar og álagsjöfnunar. Þróa og styðja þarf við fleiri leiðir inn í landið, m.a. með beinu millilandaflugi til fleiri áfangastaða en Keflavíkurflugvallar. Tækifæri til frekari sóknar – með sjálfbærni að leiðarljósi Ferðaþjónustan á þó tækifæri til frekari verðmætasköpunar með því að þróast í átt að meiri gæðum fremur en magni. Með því að styðja við nýsköpun, stafvæðingu, umhverfisvænar lausnir og styrkja menntun og húsnæðismál starfsfólks, má bæta bæði rekstrarumhverfi og þjónustustig. Markviss markaðssetning sem byggir á sjálfbærni, sérstöðu Íslands og gæðaímynd getur hvatt til lengri dvalar og dýpri upplifunar ferðamanna – sem skilar sér í hærri gjaldeyristekjum án þess að auka álag á náttúru og samfélög. Niðurstaða: Áfangastaður framtíðarinnar þarf skýrleika, ábyrgð og trausta samvinnu Ferðaþjónustan er ekki aðeins fjárhagsleg burðarsúla heldur einnig lykilhluti af ímynd Íslands út á við. Hún tengir landið við umheiminn, styður við landsbyggðina og stuðlar að atvinnusköpun og vexti. Til að tryggja sjálfbæran árangur þarf samræmda sýn, ábyrgð í gjaldtöku, eflingu innviða og virkt samstarf allra sem að henni koma. Framtíðin liggur í því að viðhalda traustum grunni – með raunhæfu mati á framlagi ferðaþjónustunnar og réttlátri meðferð hennar í skattalegu og pólitísku samhengi. Því aðeins verður hún áfram sá burðarás sem íslenskt efnahagslíf þarf á að halda. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðaþjónusta Skattar og tollar Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum þróast úr jaðarstarfsemi yfir í að vera ein af meginstoðum íslensks efnahagslífs. Með mikilli gjaldeyrissköpun, fjölbreyttri atvinnu og víðtækri verðmætasköpun hefur hún skipað sér sess sem einn mikilvægasti vaxtarbroddur þjóðarbúsins. Á sama tíma standa stjórnendur greinarinnar, stjórnvöld og samfélagið allt frammi fyrir áskorunum sem krefjast skýrari stefnu og samstilltra aðgerða til að tryggja áframhaldandi vöxt – á sjálfbærum og sanngjörnum grunni. Sterk efnahagsleg áhrif og víðtæk verðmætasköpun Áætlað er að gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum á 12 mánaða tímabili frá apríl 2023 til mars 2024 hafi numið rúmlega 600 milljörðum króna, samanborið við rúmlega 497 milljarða árið áður. Heildar verg landsframleiðsla (VLF) Íslands er áætluð 4.616 milljarðar króna fyrir árið 2024. Þó að nákvæm hlutfallstala fyrir ferðaþjónustuna í VLF 2024 liggi ekki enn fyrir, var hlutur hennar 8,8% árið 2023 og má álita að hann sé áþekkur áfram – eða yfir 400 milljarðar króna í virðisaukasköpun, sem er beint framlag greinarinnar til efnahagslífsins. En það er einmitt í gegnum virðisaukaskatt sem raunveruleg áhrif ferðaþjónustunnar sjást skýrt í ríkisfjármálum. Erlendir ferðamenn greiða líklega á bilinu 100–150 milljarða króna árlega í virðisaukaskatt á Íslandi. Þetta eru fjármunir sem skila sér beint í ríkiskassann. Tökum aðeins varfærna nálgun: ef tvær milljónir ferðamanna skila 100 milljörðum í virðisaukaskatt, jafngildir þetta 50.000 krónum á hvern ferðamann. Meðaltalsdvalarlengd ferðamanna á Íslandi er um 7,5 dagar, sem þýðir að hver ferðamaður greiðir um 6.700 krónur á dag í virðisaukaskatt – eða sem auðlindagjald, ef svo má segja. Þetta eru gríðarlega mikilvægar tekjur fyrir ríkissjóð. Það vekur hins vegar furðu að í stað þess að viðurkenna og nýta þessa skattheimtu með ábyrgum hætti, virðist sem stjórnvöld keppist nú við að leita annarra leiða til að hámarka tekjur af ferðamönnum með nýjum og sífellt fleiri sértækum gjöldum. Hugmyndir um komugjöld, landamæragjöld og greiðslur fyrir aðgang að vinsælum náttúruperlum í eigu ríkisins eru réttlættar undir formerkjum auðlindanýtingar – en virðast byggðar á takmarkaðri heildarsýn á raunverulegt framlag greinarinnar. Það kostar peninga að skapa verðmæti. Með því að leggja sífellt fleiri byrðar á greininna með nýjum gjöldum og flókinni gjaldtöku er hætta á að draga úr samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Þessi nálgun – þar sem ferðamaðurinn þarf sífellt að taka upp veskið til að njóta þess sem laðaði hann hingað – minnir helst á upplifun í afþreyingarparadísum þar sem allt kostar aukalega, þrátt fyrir aðgangsgjald. Slík "smágreiðsluvæðing" ferðaþjónustunnar skaðar ímynd landsins, skapar gremju meðal gesta og dregur úr löngun þeirra til að dvelja lengur eða snúa aftur. Ekki aðeins það, heldur láta þeir alla aðra heyra það í gegnum samfélagsmiðla. Veltan í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar nam 930 milljörðum króna árið 2023, sem er 11% aukning frá árinu áður. Þessi verðmætasköpun skilar sér vítt og breitt – í störfum, sköttum, útflutningstekjum og þjónustuiðnaði víða um land. Stöðug uppbygging byggð á samvinnu og framtíðarsýn Uppgangur ferðaþjónustunnar er ekki sjálfgefinn. Hann hefur byggst á kröftugu markaðsstarfi, víðtækum fjárfestingum einkaaðila og að hluta til í samvinnu við ríki og sveitarfélög. Með framtíðarsýn og skipulagi hefur tekist að móta öfluga og sveigjanlega grein sem hefur stuðlað að aukinni velsæld, fjölbreytni í atvinnulífi og svæðisbundinni þróun. Framtíðarsýn stjórnavalda og greinarinnar er að Ísland verði leiðandi í sjálfbærri ferðaþjónustu – með áherslu á náttúruvernd, gæði og nýsköpun. Lykilatriði er að hvetja til lengri dvalar og jafnvægi dreifingar ferðamanna um allt landið, til að dreifa álagi, auka virði og viðhalda samfélagslegum sáttum. Áskoranir sem kalla á skýra stefnu Ferðaþjónustan stendur frammi fyrir áskorunum sem ekki má vanmeta. Ísland er dýr áfangastaður og hár rekstrarkostnaður – vegna launa, stuttra vinnutíma og hárra vaktaálagsgreiðslna – takmarkar samkeppnishæfni. Fjárfestingar eru hægari en áður og framleiðni vex ekki í takt við vöxt eftirspurnar. Þá eru margir lykilinnviðir vanfjármagnaðir, sérstaklega á landsbyggðinni. Slæmar samgöngur, lítil vetrarþjónusta og of mikil áhersla á Keflavíkurflugvöll sem eina aðkomuleið ferðamanna takmarka tækifæri til dreifingar og álagsjöfnunar. Þróa og styðja þarf við fleiri leiðir inn í landið, m.a. með beinu millilandaflugi til fleiri áfangastaða en Keflavíkurflugvallar. Tækifæri til frekari sóknar – með sjálfbærni að leiðarljósi Ferðaþjónustan á þó tækifæri til frekari verðmætasköpunar með því að þróast í átt að meiri gæðum fremur en magni. Með því að styðja við nýsköpun, stafvæðingu, umhverfisvænar lausnir og styrkja menntun og húsnæðismál starfsfólks, má bæta bæði rekstrarumhverfi og þjónustustig. Markviss markaðssetning sem byggir á sjálfbærni, sérstöðu Íslands og gæðaímynd getur hvatt til lengri dvalar og dýpri upplifunar ferðamanna – sem skilar sér í hærri gjaldeyristekjum án þess að auka álag á náttúru og samfélög. Niðurstaða: Áfangastaður framtíðarinnar þarf skýrleika, ábyrgð og trausta samvinnu Ferðaþjónustan er ekki aðeins fjárhagsleg burðarsúla heldur einnig lykilhluti af ímynd Íslands út á við. Hún tengir landið við umheiminn, styður við landsbyggðina og stuðlar að atvinnusköpun og vexti. Til að tryggja sjálfbæran árangur þarf samræmda sýn, ábyrgð í gjaldtöku, eflingu innviða og virkt samstarf allra sem að henni koma. Framtíðin liggur í því að viðhalda traustum grunni – með raunhæfu mati á framlagi ferðaþjónustunnar og réttlátri meðferð hennar í skattalegu og pólitísku samhengi. Því aðeins verður hún áfram sá burðarás sem íslenskt efnahagslíf þarf á að halda. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar