Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2025 12:32 Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, segir ekki standa til að forgangsraða selahaldi fram yfir íþróttastarf. Vísir Ekki stendur til að skerða framlög Reykjavíkurborgar til íþróttafélaga þrátt fyrir að Ríkisútvarpið hafi slegið því upp í fyrirsögn, að sögn formanns borgarráðs. Hann sakar stofnunina um óvandaðan fréttaflutning af borgarmálum. Ríkisútvarpið sagði frá breytingartillögum borgarstjóra á fjárfestingaáætlun A-hluta Reykjavíkurborgar í gær. Það var fullyrt að framlög vegna fjölnotaíþróttahúss KR yrði lækkað um hundrað milljónir ef tillögurnar yrðu samþykktar. Í staðinn yrðu framlög til selalaugar í Húsdýragarðinum hækkuð um sextíu milljónir. Fréttirnar hafa orðið kveikja að gagnrýni um að borgaryfirvöld snupri íþróttahreyfinguna og stuðli þess í stað að dýraníði sem felist í selahaldi. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs, gagnrýnir framsetningu RÚV sem hún telur misvísandi og óvandaða. Ekki standi til að skerða framlög til íþróttafélaga heldur færa framlög á milli ára. Tafir hafi orðið á verkefnum sem borgin hefur skuldbundið sig til að ráðast í með íþróttafélögunum og að fjármunir sem gert var ráð fyrir í upphafi árs verði ekki nýttir allir í ár. Því hafi verið ráðist í tilfærslur og breytingar á fjárfestingaáætlun. „Við ráðum stundum ekki við framvindu verkefna og er það ekki vegna skorts á fjármunum sem við setjum í þau. Aðrir hlutir þurfa að ganga upp frekar en að fjármögnun sé ábótavant. Því skal því haldið til haga hér að það fjármagn sem við höfum lofað íþróttafélögunum í þörf og nauðsynleg verkefni er tryggt. Breytingar á milli liða í fjárfestingaráætlun breyta því ekki,“ skrifar Líf í aðsendri grein á Vísi. Pálmi Rafn Pálmason er framkvæmdastjóri KR.Vísir/Sigurjón Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, segir í færslu á Facebook-síðu félagsins að hann hafi fengið símtal frá Líf sem hafi fullyrt við sig að borgin ætlaði ekki að bakka út úr gerð fjölnota íþróttahúss. Einungis væru tilfærslur vegna tafa á verkinu, til dæmis vegna tafa við útboð. Fáir kalli eftir að selalauginni verði lokað og selirnir aflífaðir Um selalaugin segir Líf að Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hafi lengi beðið eftir úrbótum á aðstöðu sinni, þar á meðal betri umgjörð fyrir selina. „Það kann að vera að það hefði verið farsælla á sínum tíma að taka ákvörðun um að hafa ekki seli til sýnis en ég held í dag að fáir myndu stinga upp á því að aflífa þá og loka lauginni. Fyrir utan það þá var búið að taka þessa fjárfestingaákvörðun fyrir þremur árum síðan en henni forgangsraðað aftar vegna hagræðingaraðgerða sem nú hafa skilað Reykjavíkurborg á betri stað fjárhagslega, eins og ársreikningurinn sýndi okkur,“ skrifar Líf. Umræðan snúist um atriði sem eigi ekki við rök að styðjast Segir Líf að fjölmiðlar eigi að leggja sig fram um að gæta hlutleysis og greina frá staðreyndum og leita ólíkra skoðana. „Fréttin sem ég nefndi hér að ofan var því miður ekki þannig og hefur umræðan í kjölfarið farið að snúast um atriði sem eiga ekki við rök að styðjast og standast ekki skoðun. Fjölmiðlar gegna veigamiklu hlutverki í lýðræðislegri umræðu og það eru hagsmunir samfélagsins að þeir, og einnig við sem erum í stjórnmálum, vandi sig í hvívetna.“ Fréttin var uppfærð með upplýsingum úr Facebook-færslu framkvæmdastjóra KR. Reykjavík Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Borgarstjórn Vinstri græn Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira
Ríkisútvarpið sagði frá breytingartillögum borgarstjóra á fjárfestingaáætlun A-hluta Reykjavíkurborgar í gær. Það var fullyrt að framlög vegna fjölnotaíþróttahúss KR yrði lækkað um hundrað milljónir ef tillögurnar yrðu samþykktar. Í staðinn yrðu framlög til selalaugar í Húsdýragarðinum hækkuð um sextíu milljónir. Fréttirnar hafa orðið kveikja að gagnrýni um að borgaryfirvöld snupri íþróttahreyfinguna og stuðli þess í stað að dýraníði sem felist í selahaldi. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs, gagnrýnir framsetningu RÚV sem hún telur misvísandi og óvandaða. Ekki standi til að skerða framlög til íþróttafélaga heldur færa framlög á milli ára. Tafir hafi orðið á verkefnum sem borgin hefur skuldbundið sig til að ráðast í með íþróttafélögunum og að fjármunir sem gert var ráð fyrir í upphafi árs verði ekki nýttir allir í ár. Því hafi verið ráðist í tilfærslur og breytingar á fjárfestingaáætlun. „Við ráðum stundum ekki við framvindu verkefna og er það ekki vegna skorts á fjármunum sem við setjum í þau. Aðrir hlutir þurfa að ganga upp frekar en að fjármögnun sé ábótavant. Því skal því haldið til haga hér að það fjármagn sem við höfum lofað íþróttafélögunum í þörf og nauðsynleg verkefni er tryggt. Breytingar á milli liða í fjárfestingaráætlun breyta því ekki,“ skrifar Líf í aðsendri grein á Vísi. Pálmi Rafn Pálmason er framkvæmdastjóri KR.Vísir/Sigurjón Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, segir í færslu á Facebook-síðu félagsins að hann hafi fengið símtal frá Líf sem hafi fullyrt við sig að borgin ætlaði ekki að bakka út úr gerð fjölnota íþróttahúss. Einungis væru tilfærslur vegna tafa á verkinu, til dæmis vegna tafa við útboð. Fáir kalli eftir að selalauginni verði lokað og selirnir aflífaðir Um selalaugin segir Líf að Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hafi lengi beðið eftir úrbótum á aðstöðu sinni, þar á meðal betri umgjörð fyrir selina. „Það kann að vera að það hefði verið farsælla á sínum tíma að taka ákvörðun um að hafa ekki seli til sýnis en ég held í dag að fáir myndu stinga upp á því að aflífa þá og loka lauginni. Fyrir utan það þá var búið að taka þessa fjárfestingaákvörðun fyrir þremur árum síðan en henni forgangsraðað aftar vegna hagræðingaraðgerða sem nú hafa skilað Reykjavíkurborg á betri stað fjárhagslega, eins og ársreikningurinn sýndi okkur,“ skrifar Líf. Umræðan snúist um atriði sem eigi ekki við rök að styðjast Segir Líf að fjölmiðlar eigi að leggja sig fram um að gæta hlutleysis og greina frá staðreyndum og leita ólíkra skoðana. „Fréttin sem ég nefndi hér að ofan var því miður ekki þannig og hefur umræðan í kjölfarið farið að snúast um atriði sem eiga ekki við rök að styðjast og standast ekki skoðun. Fjölmiðlar gegna veigamiklu hlutverki í lýðræðislegri umræðu og það eru hagsmunir samfélagsins að þeir, og einnig við sem erum í stjórnmálum, vandi sig í hvívetna.“ Fréttin var uppfærð með upplýsingum úr Facebook-færslu framkvæmdastjóra KR.
Reykjavík Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Borgarstjórn Vinstri græn Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira