Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann Lovísa Arnardóttir skrifar 16. maí 2025 11:22 Þessi köttur er ekki með neinn kraga en í sameiginlegri yfirlýsingu eru kattaeigendur hvattir til þess að setja kraga á kettina sína. Vísir/Vilhelm Fuglavernd, Kattavinafélag Íslands, Dýraverndarsamband Íslands, Dýraþjónusta Reykjavíkur og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hvetja kattaeigendur að sýna ábyrgð og taka tillit til fuglalífs með því að reyna að lágmarka fugladráp katta sinna á varptíma fugla. „Nú er vorið komið með tilheyrandi fuglasöng en varptími fugla er hafinn og stendur yfir frá maí fram í ágúst. Þetta er viðkvæmur tími hjá fuglunum en fjöldi fugla kemur hingað til lands í þeim tilgangi að fjölga sér,“ segir í sameiginlegri tilkynningu samtakanna um málið. Þar kemur fram að fuglarnir geri sér hreiður og liggi á eggjunum í um tvær til þrjár vikur áður en eggin klekjast og ungarnir skríða út. Varað er við því að kettir séu rándýr og ítrekað mikilvægi þess að hugi að því að kettirnir þeirra valdi ekki fugladauða. Í yfirlýsingunni er svo að finna góð ráð fyrir kattaeigendur. Þar er til dæmis lagt til að halda köttunum inni yfir kvöld og nótt, um það bil frá klukkan 17:00 til klukkan 09:00 að morgni. Þannig megi að miklu leyti koma í veg fyrir veiðar katta, en kettir sjá betur þegar það fer að rökkva og eiga þá betur með að veiða fugla. Kettirnir fara jafvel upp í tré til að sækja eggin komist þeir upp. Vísir/Vilhelm Til að venja ketti á að koma inn seinnipartinn sé hægt að gefa þeim eitthvað sem eigandinn veit að kisu finnst gott. Hafa þurfi þó í huga að kettir þurfi meiri leik og athygli heima við á þessum tíma. Þá segir að þeim sem séu miklar veiðiklær sé best að halda inni á varptíma fugla þar sem þeir fari jafnvel upp í hreiður til að drepa unga og geti veitt tugi fugla yfir sumartímann. Þá er í yfirlýsingunni bent á að rannsóknir hafi sýnt að kettir með litríka kraga drepa mun færri fugla en kettir án kraga. Fuglar koma fyrr auga á ketti með litríka kraga og eigi þá betur með að forða sér. Bjöllur geri eitthvað gagn við að minnka veiðar katta, en lítið á við kragana. Kragana sé hægt að fá á allnokkrum stöðum svo sem hjá Fuglavernd, í Kattholti, Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, gæludýraverslunum og hjá dýralæknum. Hægt er að kynna sér málið betur hér. Dýr Kettir Fuglar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
„Nú er vorið komið með tilheyrandi fuglasöng en varptími fugla er hafinn og stendur yfir frá maí fram í ágúst. Þetta er viðkvæmur tími hjá fuglunum en fjöldi fugla kemur hingað til lands í þeim tilgangi að fjölga sér,“ segir í sameiginlegri tilkynningu samtakanna um málið. Þar kemur fram að fuglarnir geri sér hreiður og liggi á eggjunum í um tvær til þrjár vikur áður en eggin klekjast og ungarnir skríða út. Varað er við því að kettir séu rándýr og ítrekað mikilvægi þess að hugi að því að kettirnir þeirra valdi ekki fugladauða. Í yfirlýsingunni er svo að finna góð ráð fyrir kattaeigendur. Þar er til dæmis lagt til að halda köttunum inni yfir kvöld og nótt, um það bil frá klukkan 17:00 til klukkan 09:00 að morgni. Þannig megi að miklu leyti koma í veg fyrir veiðar katta, en kettir sjá betur þegar það fer að rökkva og eiga þá betur með að veiða fugla. Kettirnir fara jafvel upp í tré til að sækja eggin komist þeir upp. Vísir/Vilhelm Til að venja ketti á að koma inn seinnipartinn sé hægt að gefa þeim eitthvað sem eigandinn veit að kisu finnst gott. Hafa þurfi þó í huga að kettir þurfi meiri leik og athygli heima við á þessum tíma. Þá segir að þeim sem séu miklar veiðiklær sé best að halda inni á varptíma fugla þar sem þeir fari jafnvel upp í hreiður til að drepa unga og geti veitt tugi fugla yfir sumartímann. Þá er í yfirlýsingunni bent á að rannsóknir hafi sýnt að kettir með litríka kraga drepa mun færri fugla en kettir án kraga. Fuglar koma fyrr auga á ketti með litríka kraga og eigi þá betur með að forða sér. Bjöllur geri eitthvað gagn við að minnka veiðar katta, en lítið á við kragana. Kragana sé hægt að fá á allnokkrum stöðum svo sem hjá Fuglavernd, í Kattholti, Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, gæludýraverslunum og hjá dýralæknum. Hægt er að kynna sér málið betur hér.
Dýr Kettir Fuglar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira