Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. maí 2025 15:55 Ferðamennirnir biðu utan rútunnar meðan annar bílstjóri var kallaður út. Vísir Ferðamannarúta var meðal farartækjanna sem voru kyrrsett í umfangsmikilli eftirlitsaðgerð lögreglu á Suðurlandsvegi í dag. Lögregla gerði athugasemd við réttindi bílstjóra. Fjöldinn allur af ökutækjum var stöðvaður þar sem bæði var verið að athuga ástand ökutækja og öryggisbúnaðar en einnig atvinnu- og landvistarleyfi bílstjóra. Ein rúta með ferðamönnum á vegum ME Travel var stöðvuð og kyrrsett þar sem bílstjórinn hafði ekki tilskilin leyfi til að aka rútunni. Að sögn Jóns S. Ólasonar, yfirlögregluþjóns varðaði málið endurnýjun á tákntölunni 95 í skírteini bílstjórans. Ljúka þarf námskeiði á fimm ára fresti til að endurnýja tákntöluna en með henni hafa bílstjórar leyfi til að starfa við akstur innan EES svæðisins. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Ásmundur Einarsson, eigandi ME Travel, bílstjóra almennt bera sjálfir ábyrgð á því að fara í endurmenntun á fimm ára fresti. Bílstjórinn sé með öll ökuréttindi en leyfið sem hann skorti var tákntala 95 og án þess megi hann ekki keyra gegn greiðslu. Ásmundur segir einnig að bílstjórinn, sem hóf störf fyrir um hálfum mánuði, hafi starfað sem bílstjóri í 25 ár og hafi sýnt fram á að vera með öll tilskilin réttindi þegar hann hóf störf. „Hann er með öll tilskilin réttindi og kominn með gögn frá sýslumanni um að hann hafi lokið endurmenntun,“ segir Ásmundur. Fréttastofa ræddi við bílstjóra rútunnar á vettvangi sem fagnaði eftirliti lögreglu og virtist ekki meðvitaður um að nokkuð væri í ólagi. Ferðamenn rútunnar sátu sem fastast í rútunni á meðan skoðunin fór fram. Þeir viðruðu sig síðan í hrauninu við Suðurlandsveg, eins og sjá má í myndbandinu að neðan, á meðan beðið var eftir öðrum bílstjóra. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var rútan á leiðinni Gullna hringinn um Gullfoss og Geysi, var kallaður út annar bílstjóri. ME Travel komst í fréttirnar í febrúar þegar rúta á vegum fyrirtækisins festist á grasflötinni við Höfða í Reykjavík. Í ljós kom að bílstjórinn var óreyndur og hafði fyrr um daginn ekið á skilti við Pósthússtræti í Reykjavík. Fréttin var uppfærð klukkan 16:50 þegar skriflegt svar Ásmundar barst. Hann hafði áður kosið að tjá sig ekki þegar fréttastofa leitaði viðbragða. Lögreglumál Bílar Ferðaþjónusta Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Fjöldinn allur af ökutækjum var stöðvaður þar sem bæði var verið að athuga ástand ökutækja og öryggisbúnaðar en einnig atvinnu- og landvistarleyfi bílstjóra. Ein rúta með ferðamönnum á vegum ME Travel var stöðvuð og kyrrsett þar sem bílstjórinn hafði ekki tilskilin leyfi til að aka rútunni. Að sögn Jóns S. Ólasonar, yfirlögregluþjóns varðaði málið endurnýjun á tákntölunni 95 í skírteini bílstjórans. Ljúka þarf námskeiði á fimm ára fresti til að endurnýja tákntöluna en með henni hafa bílstjórar leyfi til að starfa við akstur innan EES svæðisins. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Ásmundur Einarsson, eigandi ME Travel, bílstjóra almennt bera sjálfir ábyrgð á því að fara í endurmenntun á fimm ára fresti. Bílstjórinn sé með öll ökuréttindi en leyfið sem hann skorti var tákntala 95 og án þess megi hann ekki keyra gegn greiðslu. Ásmundur segir einnig að bílstjórinn, sem hóf störf fyrir um hálfum mánuði, hafi starfað sem bílstjóri í 25 ár og hafi sýnt fram á að vera með öll tilskilin réttindi þegar hann hóf störf. „Hann er með öll tilskilin réttindi og kominn með gögn frá sýslumanni um að hann hafi lokið endurmenntun,“ segir Ásmundur. Fréttastofa ræddi við bílstjóra rútunnar á vettvangi sem fagnaði eftirliti lögreglu og virtist ekki meðvitaður um að nokkuð væri í ólagi. Ferðamenn rútunnar sátu sem fastast í rútunni á meðan skoðunin fór fram. Þeir viðruðu sig síðan í hrauninu við Suðurlandsveg, eins og sjá má í myndbandinu að neðan, á meðan beðið var eftir öðrum bílstjóra. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var rútan á leiðinni Gullna hringinn um Gullfoss og Geysi, var kallaður út annar bílstjóri. ME Travel komst í fréttirnar í febrúar þegar rúta á vegum fyrirtækisins festist á grasflötinni við Höfða í Reykjavík. Í ljós kom að bílstjórinn var óreyndur og hafði fyrr um daginn ekið á skilti við Pósthússtræti í Reykjavík. Fréttin var uppfærð klukkan 16:50 þegar skriflegt svar Ásmundar barst. Hann hafði áður kosið að tjá sig ekki þegar fréttastofa leitaði viðbragða.
Lögreglumál Bílar Ferðaþjónusta Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira