Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Jón Þór Stefánsson skrifar 18. maí 2025 13:12 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Fjórmenningar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, hótanir og rán vegna atviks sem er sagt hafa átt sér stað á ótilgreindum laugardegi á síðasta ári. Mönnunum er gefið að sök að svipta pilt, sem er ólögráða, frelsi sínu í allt að 45 mínútur, en fram kemur að pilturinn hafi verið gestkomandi þar sem atvik málsins áttu sér stað í Reykjavík. Sakborningarnir fjórir hafi verið í bíl sem einn þeirra ók. Tveir hinna hafi síðan sótt piltinn, leitt hann að bílnum og látið hann setjast inn í hana gegn vilja sínum. Síðan hafi þeir tekið af honum símtæki, heyrnartól og svo farið með hann á annan stað í Reykjavík. Lýsingar á grófu ofbeldi Þar eru fjórmenningarnir sagðir hafa farið úr bílnum og byrjað að beita piltinn ofbeldi. Pilturinn hafi fallið í jörðina fyrir vikið en sakborningarnir slegið hann margsinnis með krepptum hnefum og sparkað margsinnis í höfuð hans og búk meðan hann lá á jörðinni. Einn sakborninganna er sagður hafa gefið piltinum rafstuð með rafmagnsvopni í báða handleggi. Annar þeirra er grunaður um að ota hnífi að hálsi, bringu og kviðarholi piltsins og hótað að drepa hann og fjölskyldu hans ef hann segði frá. Skilinn eftir með mikla áverka Sakborningarnir eru sagðir hafa skilið hann eftir beran að ofan og skólausann. Vegna árásarinnar mun pilturinn hafa hlotið heilahristing, tannbrot og marga sáverka á höfði, á handleggjum og á brjóstkassa. Móðir piltsins krefst þess fyrir hönd sonar síns að fjórmenningarnir greiða 4,5 milljónir króna í skaða- og miskabætur. Það er héraðssaksóknari sem ákærir mennina. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómsmál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira
Mönnunum er gefið að sök að svipta pilt, sem er ólögráða, frelsi sínu í allt að 45 mínútur, en fram kemur að pilturinn hafi verið gestkomandi þar sem atvik málsins áttu sér stað í Reykjavík. Sakborningarnir fjórir hafi verið í bíl sem einn þeirra ók. Tveir hinna hafi síðan sótt piltinn, leitt hann að bílnum og látið hann setjast inn í hana gegn vilja sínum. Síðan hafi þeir tekið af honum símtæki, heyrnartól og svo farið með hann á annan stað í Reykjavík. Lýsingar á grófu ofbeldi Þar eru fjórmenningarnir sagðir hafa farið úr bílnum og byrjað að beita piltinn ofbeldi. Pilturinn hafi fallið í jörðina fyrir vikið en sakborningarnir slegið hann margsinnis með krepptum hnefum og sparkað margsinnis í höfuð hans og búk meðan hann lá á jörðinni. Einn sakborninganna er sagður hafa gefið piltinum rafstuð með rafmagnsvopni í báða handleggi. Annar þeirra er grunaður um að ota hnífi að hálsi, bringu og kviðarholi piltsins og hótað að drepa hann og fjölskyldu hans ef hann segði frá. Skilinn eftir með mikla áverka Sakborningarnir eru sagðir hafa skilið hann eftir beran að ofan og skólausann. Vegna árásarinnar mun pilturinn hafa hlotið heilahristing, tannbrot og marga sáverka á höfði, á handleggjum og á brjóstkassa. Móðir piltsins krefst þess fyrir hönd sonar síns að fjórmenningarnir greiða 4,5 milljónir króna í skaða- og miskabætur. Það er héraðssaksóknari sem ákærir mennina. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómsmál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira