Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Lovísa Arnardóttir skrifar 14. maí 2025 09:27 Kristrún Frostadóttir var afar hrifin af Færeyjum þegar hún fór þangað í heimsókn í vikunni. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um það hvort Ísland eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin ætli að ljúka málinu fyrir árslok 2027 en það sé ekki búið að ákveða neina dagsetningu. Kristrún var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar nýlega Færeyjarferð og Evrópusambandið. Kristrún skoðaði í Færeyjum jarðgöng, auðlindamál vegagerð og ræddi í tengslum við það stofnun innviðafélags á Íslandi og tengsl þess við veiðigjaldafrumvarpið. Stofnun félagsins treysti á innspýtingu fjármagns frá ríkissjóði sem veiðigjaldafrumvarpið eigi sannarlega að tryggja. Kristrún ræddi einnig gjaldmiðil Færeyinga og þau góðu vaxtakjör sem Færeyingar fengu þegar þeir voru í sinni jarðgangagerð. Hún segir þar hafa skipt lykilmáli að færeyska króna er gefin út af danska seðlabankanum og jafngildir dönsku krónunni sem er bundin við evrunni með vikmörk upp á 2,5 prósent. „En Danir eru líka í Evrópusambandinu,“ segir Kristrún og að þess vegna hafi þeir getað gert þetta með þessum hætti. Færeyska og danska krónan sé evran þó að hún sé kölluð danska og færeyska krónan. Kristrún segir Íslendinga geta bundið íslensku krónuna við evruna en að það verði þá að fylgja inngöngu í Evrópusambandið því þau þurfi stuðning frá evrópska seðlabankanum. Kristrún segir einnig hægt að einhliða binda krónuna við evruna en að það sé ígildi þess að reka fastgengisstefnu. Það hafi verið gert áður en Ísland gekk í EES. Þá hafi lögð áhersla á það hjá Seðlabankanum að halda genginu föstu í stað þess að halda verðbólgu í skefjum. Eftir að Ísland gekk í EES hafi verið opnað á fjármagnsflæði og meiri viðskipti og fjárfestingar. Gjaldeyrir hafi rokið inn i landið og út úr því og krónan hafi flökt í kjölfarið. Ekki endilega best að taka evruna upp einhliða „Í svona litlu hagkerfi þarftu alveg ofboðslega mikinn forða, mikla virkni, og það er dýrt að halda úti forða til að halda einhverju föstu þannig það var fallið frá föstu gengi. Krónan var sett á flot og á staðinn var verið að reyna að halda verðbólgu í skefjum,“ segir Kristrún og að Íslendingar hafi þannig reynslu af því að festa gengið. Kristrún segir það hafa verið rætt við Evrópusambandið hvort að Ísland geti tekið upp evruna, með þeirra samþykki, án þess þó að ganga í sambandið. Svörin hafi verið á þá leið að sambandið vilji ekki að lönd fari þá leið. Kristrún segir lykilatriði í þessum umræðum að vera hreinskilin við þjóðina. Evrópusambandsumræðan sé að komast aftur á skrið og það sé yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að spyrja þjóðina hvort það eigi að opna umræður fyrir lok 2027. Kristrún segir kostnað við það að reka lítið hagkerfi og það sé eitt af því sem verði að ræða í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. „Það skiptir máli hvernig umræðan verður. Það skiptir máli að hún sé opin og það sé rætt um kosti og galla í gjaldmiðlamálum og annað,“ segir Kristrún. Auka fjármagn í ESB umræðu Ríkisstjórnin hafi til dæmis samþykkt í gær viðbótarfjárauka þar sem þrír milljarðar aukalega voru lagðir í vegakerfið en þar hafi líka verið sett inn fjármagn svo verkalýðsfélög, félagasamtök og stéttarfélög geti byggt upp umræðu í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar með málstofum eða fundum. Kristrún segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að flýta atkvæðagreiðslunni um það hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Í stjórnarsáttmála sé aðeins kveðið á um að atkvæðagreiðslan eigi að fara fram fyrir lok árs 2027. Kristrún segir að ef Íslendingar gengju í Evrópusambandið yrðu stærstu breytingarnar að til dæmis að við ættum sæti við borðið þegar stefnumarkandi ákvarðanir. Þá væri hægt að taka upp evruna þó það tæki tíma. Það væri tiltölulega hratt hægt að festa krónuna með einhverjum vikmörkum auk þess sem Íslendingar fengju aðgang að stofnunum innan sambandsins með umfangsmeiri hætti. Kristrún segir virka umræðu um skriffinnsku innan sambandsins og til dæmis muninn fyrir sumar atvinnugreinar að starfa í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu. „Það skiptir máli að við tölum hreint út hvað myndi felast í slíkum samningum og að við fáum svo niðurstöðu úr þessum samningum,“ segir Kristrún. Landbúnaður, sjávarútvegur og orkumál séu til dæmis mál sem þurfi að ræða og fá svör við. Kristrún segir mikilvægt að ríkisstjórnin fái umboð til að fara í slíkar viðræður og að þjóðin treysti því að nefnd sem færi í slíkar viðræður væri að gæta að hagsmunum Íslendinga og Íslands. Evrópusambandið Bítið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Færeyjar Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Kristrún var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar nýlega Færeyjarferð og Evrópusambandið. Kristrún skoðaði í Færeyjum jarðgöng, auðlindamál vegagerð og ræddi í tengslum við það stofnun innviðafélags á Íslandi og tengsl þess við veiðigjaldafrumvarpið. Stofnun félagsins treysti á innspýtingu fjármagns frá ríkissjóði sem veiðigjaldafrumvarpið eigi sannarlega að tryggja. Kristrún ræddi einnig gjaldmiðil Færeyinga og þau góðu vaxtakjör sem Færeyingar fengu þegar þeir voru í sinni jarðgangagerð. Hún segir þar hafa skipt lykilmáli að færeyska króna er gefin út af danska seðlabankanum og jafngildir dönsku krónunni sem er bundin við evrunni með vikmörk upp á 2,5 prósent. „En Danir eru líka í Evrópusambandinu,“ segir Kristrún og að þess vegna hafi þeir getað gert þetta með þessum hætti. Færeyska og danska krónan sé evran þó að hún sé kölluð danska og færeyska krónan. Kristrún segir Íslendinga geta bundið íslensku krónuna við evruna en að það verði þá að fylgja inngöngu í Evrópusambandið því þau þurfi stuðning frá evrópska seðlabankanum. Kristrún segir einnig hægt að einhliða binda krónuna við evruna en að það sé ígildi þess að reka fastgengisstefnu. Það hafi verið gert áður en Ísland gekk í EES. Þá hafi lögð áhersla á það hjá Seðlabankanum að halda genginu föstu í stað þess að halda verðbólgu í skefjum. Eftir að Ísland gekk í EES hafi verið opnað á fjármagnsflæði og meiri viðskipti og fjárfestingar. Gjaldeyrir hafi rokið inn i landið og út úr því og krónan hafi flökt í kjölfarið. Ekki endilega best að taka evruna upp einhliða „Í svona litlu hagkerfi þarftu alveg ofboðslega mikinn forða, mikla virkni, og það er dýrt að halda úti forða til að halda einhverju föstu þannig það var fallið frá föstu gengi. Krónan var sett á flot og á staðinn var verið að reyna að halda verðbólgu í skefjum,“ segir Kristrún og að Íslendingar hafi þannig reynslu af því að festa gengið. Kristrún segir það hafa verið rætt við Evrópusambandið hvort að Ísland geti tekið upp evruna, með þeirra samþykki, án þess þó að ganga í sambandið. Svörin hafi verið á þá leið að sambandið vilji ekki að lönd fari þá leið. Kristrún segir lykilatriði í þessum umræðum að vera hreinskilin við þjóðina. Evrópusambandsumræðan sé að komast aftur á skrið og það sé yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að spyrja þjóðina hvort það eigi að opna umræður fyrir lok 2027. Kristrún segir kostnað við það að reka lítið hagkerfi og það sé eitt af því sem verði að ræða í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. „Það skiptir máli hvernig umræðan verður. Það skiptir máli að hún sé opin og það sé rætt um kosti og galla í gjaldmiðlamálum og annað,“ segir Kristrún. Auka fjármagn í ESB umræðu Ríkisstjórnin hafi til dæmis samþykkt í gær viðbótarfjárauka þar sem þrír milljarðar aukalega voru lagðir í vegakerfið en þar hafi líka verið sett inn fjármagn svo verkalýðsfélög, félagasamtök og stéttarfélög geti byggt upp umræðu í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar með málstofum eða fundum. Kristrún segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að flýta atkvæðagreiðslunni um það hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Í stjórnarsáttmála sé aðeins kveðið á um að atkvæðagreiðslan eigi að fara fram fyrir lok árs 2027. Kristrún segir að ef Íslendingar gengju í Evrópusambandið yrðu stærstu breytingarnar að til dæmis að við ættum sæti við borðið þegar stefnumarkandi ákvarðanir. Þá væri hægt að taka upp evruna þó það tæki tíma. Það væri tiltölulega hratt hægt að festa krónuna með einhverjum vikmörkum auk þess sem Íslendingar fengju aðgang að stofnunum innan sambandsins með umfangsmeiri hætti. Kristrún segir virka umræðu um skriffinnsku innan sambandsins og til dæmis muninn fyrir sumar atvinnugreinar að starfa í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu. „Það skiptir máli að við tölum hreint út hvað myndi felast í slíkum samningum og að við fáum svo niðurstöðu úr þessum samningum,“ segir Kristrún. Landbúnaður, sjávarútvegur og orkumál séu til dæmis mál sem þurfi að ræða og fá svör við. Kristrún segir mikilvægt að ríkisstjórnin fái umboð til að fara í slíkar viðræður og að þjóðin treysti því að nefnd sem færi í slíkar viðræður væri að gæta að hagsmunum Íslendinga og Íslands.
Evrópusambandið Bítið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Færeyjar Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira