Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2025 08:29 Þorsteinn Vilhjálmsson gerði sér far um að kynna eðlisfræði og önnur vísindi fyrir almenningi. HÍ Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands í eðlisfræði, er látinn, 84 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi síðastliðinn laugardag. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag. Á vef Vísindavefs Háskóla Íslands er fjallað um rannsóknir Þorsteins og segir að hann hafi sérstaklega stundað rannsóknir og ritstörf um sögu eðlisvísinda á nýöld og um sögu stjörnufræði, tímatals og siglingakunnáttu á Norðurlöndum á miðöldum. Meðal helstu ritverka eru Heimsmynd á hverfanda hveli I-II frá 1986-1987 og Einstein, eindir og afstæði frá 2015 sem Þorsteinn ritstýrði og samdi að hluta. Þorsteinn fæddist árið 1940 og lauk stúdentsprófi frá MR 1960 og meistaraprófi í öreindafræði árið 1967 frá Bohr-stofnuninni í Kaupmannahöfn. Hann starfaði fyrst í tvö ár við norrænu rannsóknastofnunina Nordita, sem þá var í Kaupmannahöfn. Hann réðst til starfa við Raunvísindastofnun árið 1967 og við Raunvísindadeild tveimur árum síðar,“ segir á Vísindavefnum. Varð prófessor 1989 Fram kemur að Þorsteinn hafi orðið prófessor 1989 og verið forseti deildarinnar frá 1995 til 1997. Auk eðlisfræðinnar hafi hann hafið kennslu í sögu og heimspeki vísinda um 1980. Þorsteinn hafði áhuga á tilhögun háskólakennslu og var formaður kennslumálanefndar Háskóla Íslands 1985 til 1992. Hann fór svo á eftirlaun 2010 en stundaði þó áfram rannsóknir og ritstörf. Þorsteinn gerði sér far um að kynna eðlisfræði og önnur vísindi fyrir almenningi, hélt erindi af því tagi, skrifaði greinar og samdi bækur eða ritstýrði. „Hann var aðalritstjóri Orðaskrár Eðlisfræðifélagsins sem kom út árið 1996. Hann vann að stofnun Vísindavefsins árið 2000 og var aðalritstjóri hans 2000-2010. Árið 2005 fékk Þorsteinn sérstaka viðurkenningu menntamálaráðuneytisins fyrir störf sín að vísindamiðlun og var síðan tilnefndur til Descartes-verðlauna Evrópusambandsins. Þorsteinn hlaut riddarakross fálkaorðunnar árið 2011 „fyrir framlag til vísinda, kennslu og miðlunar fræðilegrar þekkingar til almennings,“ segir á Vísindavefnum. Um rannsóknir Þorsteins á vísindum og fræðum norrænna miðalda segir að þær hafi beinst bæði að því að greina norrænar frumheimildir, rekja uppruna þeirra þegar hafi átt við og að átta sig á því sem menn hafi líklega ráðið af umhverfinu með beinum athugunum og reynslu. Eftirlifandi eiginkona Þorsteins er Sigrún Júlíusdóttir, fædd 1944. Sonur þeirra er Viðar, fæddur 1979. Áður var Þorsteinn giftur Ingibjörgu Björnsdóttur, fædd 1940, og eru börn þeirra Vilhjálmur, fæddur 1965, Björn, fæddur 1967, og Þórdís Katrín, fædd 1971. Sonur Sigrúnar og uppeldissonur Þorsteins er Orri Vésteinsson, fæddur 1967. Barnabörnin eru tólf og langafabörnin tvö. Andlát Háskólar Vísindi Skóla- og menntamál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag. Á vef Vísindavefs Háskóla Íslands er fjallað um rannsóknir Þorsteins og segir að hann hafi sérstaklega stundað rannsóknir og ritstörf um sögu eðlisvísinda á nýöld og um sögu stjörnufræði, tímatals og siglingakunnáttu á Norðurlöndum á miðöldum. Meðal helstu ritverka eru Heimsmynd á hverfanda hveli I-II frá 1986-1987 og Einstein, eindir og afstæði frá 2015 sem Þorsteinn ritstýrði og samdi að hluta. Þorsteinn fæddist árið 1940 og lauk stúdentsprófi frá MR 1960 og meistaraprófi í öreindafræði árið 1967 frá Bohr-stofnuninni í Kaupmannahöfn. Hann starfaði fyrst í tvö ár við norrænu rannsóknastofnunina Nordita, sem þá var í Kaupmannahöfn. Hann réðst til starfa við Raunvísindastofnun árið 1967 og við Raunvísindadeild tveimur árum síðar,“ segir á Vísindavefnum. Varð prófessor 1989 Fram kemur að Þorsteinn hafi orðið prófessor 1989 og verið forseti deildarinnar frá 1995 til 1997. Auk eðlisfræðinnar hafi hann hafið kennslu í sögu og heimspeki vísinda um 1980. Þorsteinn hafði áhuga á tilhögun háskólakennslu og var formaður kennslumálanefndar Háskóla Íslands 1985 til 1992. Hann fór svo á eftirlaun 2010 en stundaði þó áfram rannsóknir og ritstörf. Þorsteinn gerði sér far um að kynna eðlisfræði og önnur vísindi fyrir almenningi, hélt erindi af því tagi, skrifaði greinar og samdi bækur eða ritstýrði. „Hann var aðalritstjóri Orðaskrár Eðlisfræðifélagsins sem kom út árið 1996. Hann vann að stofnun Vísindavefsins árið 2000 og var aðalritstjóri hans 2000-2010. Árið 2005 fékk Þorsteinn sérstaka viðurkenningu menntamálaráðuneytisins fyrir störf sín að vísindamiðlun og var síðan tilnefndur til Descartes-verðlauna Evrópusambandsins. Þorsteinn hlaut riddarakross fálkaorðunnar árið 2011 „fyrir framlag til vísinda, kennslu og miðlunar fræðilegrar þekkingar til almennings,“ segir á Vísindavefnum. Um rannsóknir Þorsteins á vísindum og fræðum norrænna miðalda segir að þær hafi beinst bæði að því að greina norrænar frumheimildir, rekja uppruna þeirra þegar hafi átt við og að átta sig á því sem menn hafi líklega ráðið af umhverfinu með beinum athugunum og reynslu. Eftirlifandi eiginkona Þorsteins er Sigrún Júlíusdóttir, fædd 1944. Sonur þeirra er Viðar, fæddur 1979. Áður var Þorsteinn giftur Ingibjörgu Björnsdóttur, fædd 1940, og eru börn þeirra Vilhjálmur, fæddur 1965, Björn, fæddur 1967, og Þórdís Katrín, fædd 1971. Sonur Sigrúnar og uppeldissonur Þorsteins er Orri Vésteinsson, fæddur 1967. Barnabörnin eru tólf og langafabörnin tvö.
Andlát Háskólar Vísindi Skóla- og menntamál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira