Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar 13. maí 2025 23:02 Nú eru 2 ár þar til þjóðin gengur til atkvæðagreiðslu, ekki um að ganga í Evrópusambandið heldur um að fara aftur í viðræður við sambandið um aðild. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar 21. desember sagði að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu færi fram eigi síðar en árið 2027. Dagbjört Hákonardóttir alþingiskona hvatti stéttarfélög til að taka afstöðu til aðildar í grein sem birtist á visir.is 1. maí. Miðað við reynslu er allmikil vinna eftir hjá þeim áður en hægt er að svara þessari spurningu, og ekki seinna vænna að undirbúa sig. Ég var í vinnuteymi fimm félaga innan BHM sem hófust handa vorið 2009 að svara spurningunni hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið. Niðurstaðan úr þeirri vinnu kenndi okkur að við gátum varla svarað spurningunni fyrir okkur sjálf, hvað þá fyrir fólk úr þessum stéttarfélögum. Til að nýta betur alla þá vinnu sem hafði verið lögð í þetta, lagði ég til að bæta þá við spurningunni, hverju mun aðild að Evrópusambandinu breyta fyrir félaga okkar? Svarið var að það breytti sáralitlu fyrir flesta BHM félaga. Þetta svar kemur kannski illa við fylgismenn Evrópusambandsaðildar, en þá verður það svo að vera. Síðan þetta gerðist, hefur reynslan sannfært mig um kosti aðildar. Sú reynsla kemur kannski illa við andstæðinga Evrópusambandsaðildar. Þá verður það svo að vera. Við verðum að vinna að því sem er hagsælast fyrir flesta landsmenn, ekki bara hluta þeirra. Við sem unnum að þessu verki efuðumst ekki um að Evrópusambandsaðild myndi valda breytingum fyrir alla sem vinna að landbúnaði, landbúnaðarafurðum, sjávarútvegi og sjávarafurðum. Við vorum sammála um að aðeins þjóðin gæti svarað hvort Ísland ætti að taka upp aðild eða ekki. Við byrjuðum að funda með fólki með og á móti aðild vorið 2009, hittum fulltrúa Heimssýnar og síðan fulltrúa Evrópusamtakanna. Við hittum líka Katrínu Jakobsdóttur sem kynnti okkur afstöðu VG og Magnús Orra Schram, sem gerði grein fyrir afstöðu Samfylkingarinnar. Við ræddum við sérfræðinga frá utanríkisráðuneyti og víðar. Á meðan þessum fundum stóð, sendi Ísland inn beiðni um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Í september 2009 fórum við til Brussel og funduðum með fulltrúum Evrópusambandsins, samtökum stéttarfélaga og með sérfræðingum í sendiráði Íslands. Við gerðum okkur sérstakt far um að hitta fulltrúa samtaka sem voru á móti Evrópusambandsaðild, Open Europe og Nej til EU, sem voru á svipuðu máli og VG hér heima. Þeim degi átti að ljúka með því að hitta Nigel Farage, sem þá var leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins, UK Independence Party (UKIP). Það kom mér ekki á óvart að hann aflýsti á síðustu stundu og hafði farið til Írlands. Við hittum að máli tvo fulltrúa hans í staðinn. Ég held að fáir úr hópnum hafi saknað þess að Farage mætti ekki, og enn í dag tel ég það lítinn skaða að hafa ekki hitt hann. Þó er Farage ásamt fleirum aðalástæðan fyrir því að mér hefur snúist hugur um aðild Íslands. Það er Brexit, það bjálfræði (idiocracy) sem Bretar kölluðu yfir sig 2016, ríkisstjórnir Boris Johnson og síðar Liz Truss, sem með Kwasi Kwarteng voru á góðri leið með að eyðileggja breska markaði þegar Íhaldsflokkurinn ýtti þeim út. Allt sem hefur gerst síðan 2016 í Bretlandi sýnir að Brexit var glapræði og hefur skilið eftir breska þjóð mun verr en þegar farið var af stað. Niðurstaðan hefur þegar valdið Bretlandi miklu tjóni og þrátt fyrir marga viðskiptasamninga er ekki útlit fyrir að tjónið minnki að neinu marki. Stuðningsmenn Brexit úr hópi mikilla auðmanna hafa yfirgefið landið og þessi vegferð vekur spurninguna, hverjir eru það sem viljandi grafa svona undan landinu sínu? Eina fólkið sem hefur notið góðs af Brexit eru Farage og flokkur hans, en almennur Breti hefur það mun verra en áður á allan hátt. Helstu viðbrögð við grein Dagbjartar bárust frá forsvarsmönnum hreyfinga sem eru á móti aðild að Evrópusambandinu. Þeir hafa verið atorkumiklir undanfarin ár. Kannski telja þeir sig eiga svipaða möguleika hér og Farage í Bretlandi. Spurningin um aðild Íslands að Evrópusambandinu er varla jafn mikilvæg og hin spurningin, hvernig sú aðild á að vera. Við sem unnum í þessum hóp vorum öll sannfærð um að eini möguleiki á aðild Íslands að Evrópusambandinu væri með fullum yfirráðum yfir fiskveiðum og sjávarútvegi. Annars myndi íslensk þjóð kolfella það samkomulag og þetta var morgunljóst öllum sem komu að málum í Brussel. Þetta hefur ekki breyst síðan 2009 og niðurstaða mín er að aðild að ESB breytir sáralitlu fyrir félaga í Visku sem almenna launþega frá því sem nú er. Reynsla Breta sýnir að þjóðin tapar á því að halda sig utan Evrópusambandsins og því meiri sem aðskilnaður er við sambandið, því meira er tapið. Höfundur er upplýsingafræðingur og stjórnsýslufræðingur, og situr í stjórn Visku stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Kjaramál Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Sjá meira
Nú eru 2 ár þar til þjóðin gengur til atkvæðagreiðslu, ekki um að ganga í Evrópusambandið heldur um að fara aftur í viðræður við sambandið um aðild. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar 21. desember sagði að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu færi fram eigi síðar en árið 2027. Dagbjört Hákonardóttir alþingiskona hvatti stéttarfélög til að taka afstöðu til aðildar í grein sem birtist á visir.is 1. maí. Miðað við reynslu er allmikil vinna eftir hjá þeim áður en hægt er að svara þessari spurningu, og ekki seinna vænna að undirbúa sig. Ég var í vinnuteymi fimm félaga innan BHM sem hófust handa vorið 2009 að svara spurningunni hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið. Niðurstaðan úr þeirri vinnu kenndi okkur að við gátum varla svarað spurningunni fyrir okkur sjálf, hvað þá fyrir fólk úr þessum stéttarfélögum. Til að nýta betur alla þá vinnu sem hafði verið lögð í þetta, lagði ég til að bæta þá við spurningunni, hverju mun aðild að Evrópusambandinu breyta fyrir félaga okkar? Svarið var að það breytti sáralitlu fyrir flesta BHM félaga. Þetta svar kemur kannski illa við fylgismenn Evrópusambandsaðildar, en þá verður það svo að vera. Síðan þetta gerðist, hefur reynslan sannfært mig um kosti aðildar. Sú reynsla kemur kannski illa við andstæðinga Evrópusambandsaðildar. Þá verður það svo að vera. Við verðum að vinna að því sem er hagsælast fyrir flesta landsmenn, ekki bara hluta þeirra. Við sem unnum að þessu verki efuðumst ekki um að Evrópusambandsaðild myndi valda breytingum fyrir alla sem vinna að landbúnaði, landbúnaðarafurðum, sjávarútvegi og sjávarafurðum. Við vorum sammála um að aðeins þjóðin gæti svarað hvort Ísland ætti að taka upp aðild eða ekki. Við byrjuðum að funda með fólki með og á móti aðild vorið 2009, hittum fulltrúa Heimssýnar og síðan fulltrúa Evrópusamtakanna. Við hittum líka Katrínu Jakobsdóttur sem kynnti okkur afstöðu VG og Magnús Orra Schram, sem gerði grein fyrir afstöðu Samfylkingarinnar. Við ræddum við sérfræðinga frá utanríkisráðuneyti og víðar. Á meðan þessum fundum stóð, sendi Ísland inn beiðni um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Í september 2009 fórum við til Brussel og funduðum með fulltrúum Evrópusambandsins, samtökum stéttarfélaga og með sérfræðingum í sendiráði Íslands. Við gerðum okkur sérstakt far um að hitta fulltrúa samtaka sem voru á móti Evrópusambandsaðild, Open Europe og Nej til EU, sem voru á svipuðu máli og VG hér heima. Þeim degi átti að ljúka með því að hitta Nigel Farage, sem þá var leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins, UK Independence Party (UKIP). Það kom mér ekki á óvart að hann aflýsti á síðustu stundu og hafði farið til Írlands. Við hittum að máli tvo fulltrúa hans í staðinn. Ég held að fáir úr hópnum hafi saknað þess að Farage mætti ekki, og enn í dag tel ég það lítinn skaða að hafa ekki hitt hann. Þó er Farage ásamt fleirum aðalástæðan fyrir því að mér hefur snúist hugur um aðild Íslands. Það er Brexit, það bjálfræði (idiocracy) sem Bretar kölluðu yfir sig 2016, ríkisstjórnir Boris Johnson og síðar Liz Truss, sem með Kwasi Kwarteng voru á góðri leið með að eyðileggja breska markaði þegar Íhaldsflokkurinn ýtti þeim út. Allt sem hefur gerst síðan 2016 í Bretlandi sýnir að Brexit var glapræði og hefur skilið eftir breska þjóð mun verr en þegar farið var af stað. Niðurstaðan hefur þegar valdið Bretlandi miklu tjóni og þrátt fyrir marga viðskiptasamninga er ekki útlit fyrir að tjónið minnki að neinu marki. Stuðningsmenn Brexit úr hópi mikilla auðmanna hafa yfirgefið landið og þessi vegferð vekur spurninguna, hverjir eru það sem viljandi grafa svona undan landinu sínu? Eina fólkið sem hefur notið góðs af Brexit eru Farage og flokkur hans, en almennur Breti hefur það mun verra en áður á allan hátt. Helstu viðbrögð við grein Dagbjartar bárust frá forsvarsmönnum hreyfinga sem eru á móti aðild að Evrópusambandinu. Þeir hafa verið atorkumiklir undanfarin ár. Kannski telja þeir sig eiga svipaða möguleika hér og Farage í Bretlandi. Spurningin um aðild Íslands að Evrópusambandinu er varla jafn mikilvæg og hin spurningin, hvernig sú aðild á að vera. Við sem unnum í þessum hóp vorum öll sannfærð um að eini möguleiki á aðild Íslands að Evrópusambandinu væri með fullum yfirráðum yfir fiskveiðum og sjávarútvegi. Annars myndi íslensk þjóð kolfella það samkomulag og þetta var morgunljóst öllum sem komu að málum í Brussel. Þetta hefur ekki breyst síðan 2009 og niðurstaða mín er að aðild að ESB breytir sáralitlu fyrir félaga í Visku sem almenna launþega frá því sem nú er. Reynsla Breta sýnir að þjóðin tapar á því að halda sig utan Evrópusambandsins og því meiri sem aðskilnaður er við sambandið, því meira er tapið. Höfundur er upplýsingafræðingur og stjórnsýslufræðingur, og situr í stjórn Visku stéttarfélags.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun