Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar 13. maí 2025 23:02 Nú eru 2 ár þar til þjóðin gengur til atkvæðagreiðslu, ekki um að ganga í Evrópusambandið heldur um að fara aftur í viðræður við sambandið um aðild. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar 21. desember sagði að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu færi fram eigi síðar en árið 2027. Dagbjört Hákonardóttir alþingiskona hvatti stéttarfélög til að taka afstöðu til aðildar í grein sem birtist á visir.is 1. maí. Miðað við reynslu er allmikil vinna eftir hjá þeim áður en hægt er að svara þessari spurningu, og ekki seinna vænna að undirbúa sig. Ég var í vinnuteymi fimm félaga innan BHM sem hófust handa vorið 2009 að svara spurningunni hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið. Niðurstaðan úr þeirri vinnu kenndi okkur að við gátum varla svarað spurningunni fyrir okkur sjálf, hvað þá fyrir fólk úr þessum stéttarfélögum. Til að nýta betur alla þá vinnu sem hafði verið lögð í þetta, lagði ég til að bæta þá við spurningunni, hverju mun aðild að Evrópusambandinu breyta fyrir félaga okkar? Svarið var að það breytti sáralitlu fyrir flesta BHM félaga. Þetta svar kemur kannski illa við fylgismenn Evrópusambandsaðildar, en þá verður það svo að vera. Síðan þetta gerðist, hefur reynslan sannfært mig um kosti aðildar. Sú reynsla kemur kannski illa við andstæðinga Evrópusambandsaðildar. Þá verður það svo að vera. Við verðum að vinna að því sem er hagsælast fyrir flesta landsmenn, ekki bara hluta þeirra. Við sem unnum að þessu verki efuðumst ekki um að Evrópusambandsaðild myndi valda breytingum fyrir alla sem vinna að landbúnaði, landbúnaðarafurðum, sjávarútvegi og sjávarafurðum. Við vorum sammála um að aðeins þjóðin gæti svarað hvort Ísland ætti að taka upp aðild eða ekki. Við byrjuðum að funda með fólki með og á móti aðild vorið 2009, hittum fulltrúa Heimssýnar og síðan fulltrúa Evrópusamtakanna. Við hittum líka Katrínu Jakobsdóttur sem kynnti okkur afstöðu VG og Magnús Orra Schram, sem gerði grein fyrir afstöðu Samfylkingarinnar. Við ræddum við sérfræðinga frá utanríkisráðuneyti og víðar. Á meðan þessum fundum stóð, sendi Ísland inn beiðni um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Í september 2009 fórum við til Brussel og funduðum með fulltrúum Evrópusambandsins, samtökum stéttarfélaga og með sérfræðingum í sendiráði Íslands. Við gerðum okkur sérstakt far um að hitta fulltrúa samtaka sem voru á móti Evrópusambandsaðild, Open Europe og Nej til EU, sem voru á svipuðu máli og VG hér heima. Þeim degi átti að ljúka með því að hitta Nigel Farage, sem þá var leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins, UK Independence Party (UKIP). Það kom mér ekki á óvart að hann aflýsti á síðustu stundu og hafði farið til Írlands. Við hittum að máli tvo fulltrúa hans í staðinn. Ég held að fáir úr hópnum hafi saknað þess að Farage mætti ekki, og enn í dag tel ég það lítinn skaða að hafa ekki hitt hann. Þó er Farage ásamt fleirum aðalástæðan fyrir því að mér hefur snúist hugur um aðild Íslands. Það er Brexit, það bjálfræði (idiocracy) sem Bretar kölluðu yfir sig 2016, ríkisstjórnir Boris Johnson og síðar Liz Truss, sem með Kwasi Kwarteng voru á góðri leið með að eyðileggja breska markaði þegar Íhaldsflokkurinn ýtti þeim út. Allt sem hefur gerst síðan 2016 í Bretlandi sýnir að Brexit var glapræði og hefur skilið eftir breska þjóð mun verr en þegar farið var af stað. Niðurstaðan hefur þegar valdið Bretlandi miklu tjóni og þrátt fyrir marga viðskiptasamninga er ekki útlit fyrir að tjónið minnki að neinu marki. Stuðningsmenn Brexit úr hópi mikilla auðmanna hafa yfirgefið landið og þessi vegferð vekur spurninguna, hverjir eru það sem viljandi grafa svona undan landinu sínu? Eina fólkið sem hefur notið góðs af Brexit eru Farage og flokkur hans, en almennur Breti hefur það mun verra en áður á allan hátt. Helstu viðbrögð við grein Dagbjartar bárust frá forsvarsmönnum hreyfinga sem eru á móti aðild að Evrópusambandinu. Þeir hafa verið atorkumiklir undanfarin ár. Kannski telja þeir sig eiga svipaða möguleika hér og Farage í Bretlandi. Spurningin um aðild Íslands að Evrópusambandinu er varla jafn mikilvæg og hin spurningin, hvernig sú aðild á að vera. Við sem unnum í þessum hóp vorum öll sannfærð um að eini möguleiki á aðild Íslands að Evrópusambandinu væri með fullum yfirráðum yfir fiskveiðum og sjávarútvegi. Annars myndi íslensk þjóð kolfella það samkomulag og þetta var morgunljóst öllum sem komu að málum í Brussel. Þetta hefur ekki breyst síðan 2009 og niðurstaða mín er að aðild að ESB breytir sáralitlu fyrir félaga í Visku sem almenna launþega frá því sem nú er. Reynsla Breta sýnir að þjóðin tapar á því að halda sig utan Evrópusambandsins og því meiri sem aðskilnaður er við sambandið, því meira er tapið. Höfundur er upplýsingafræðingur og stjórnsýslufræðingur, og situr í stjórn Visku stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Kjaramál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú eru 2 ár þar til þjóðin gengur til atkvæðagreiðslu, ekki um að ganga í Evrópusambandið heldur um að fara aftur í viðræður við sambandið um aðild. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar 21. desember sagði að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu færi fram eigi síðar en árið 2027. Dagbjört Hákonardóttir alþingiskona hvatti stéttarfélög til að taka afstöðu til aðildar í grein sem birtist á visir.is 1. maí. Miðað við reynslu er allmikil vinna eftir hjá þeim áður en hægt er að svara þessari spurningu, og ekki seinna vænna að undirbúa sig. Ég var í vinnuteymi fimm félaga innan BHM sem hófust handa vorið 2009 að svara spurningunni hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið. Niðurstaðan úr þeirri vinnu kenndi okkur að við gátum varla svarað spurningunni fyrir okkur sjálf, hvað þá fyrir fólk úr þessum stéttarfélögum. Til að nýta betur alla þá vinnu sem hafði verið lögð í þetta, lagði ég til að bæta þá við spurningunni, hverju mun aðild að Evrópusambandinu breyta fyrir félaga okkar? Svarið var að það breytti sáralitlu fyrir flesta BHM félaga. Þetta svar kemur kannski illa við fylgismenn Evrópusambandsaðildar, en þá verður það svo að vera. Síðan þetta gerðist, hefur reynslan sannfært mig um kosti aðildar. Sú reynsla kemur kannski illa við andstæðinga Evrópusambandsaðildar. Þá verður það svo að vera. Við verðum að vinna að því sem er hagsælast fyrir flesta landsmenn, ekki bara hluta þeirra. Við sem unnum að þessu verki efuðumst ekki um að Evrópusambandsaðild myndi valda breytingum fyrir alla sem vinna að landbúnaði, landbúnaðarafurðum, sjávarútvegi og sjávarafurðum. Við vorum sammála um að aðeins þjóðin gæti svarað hvort Ísland ætti að taka upp aðild eða ekki. Við byrjuðum að funda með fólki með og á móti aðild vorið 2009, hittum fulltrúa Heimssýnar og síðan fulltrúa Evrópusamtakanna. Við hittum líka Katrínu Jakobsdóttur sem kynnti okkur afstöðu VG og Magnús Orra Schram, sem gerði grein fyrir afstöðu Samfylkingarinnar. Við ræddum við sérfræðinga frá utanríkisráðuneyti og víðar. Á meðan þessum fundum stóð, sendi Ísland inn beiðni um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Í september 2009 fórum við til Brussel og funduðum með fulltrúum Evrópusambandsins, samtökum stéttarfélaga og með sérfræðingum í sendiráði Íslands. Við gerðum okkur sérstakt far um að hitta fulltrúa samtaka sem voru á móti Evrópusambandsaðild, Open Europe og Nej til EU, sem voru á svipuðu máli og VG hér heima. Þeim degi átti að ljúka með því að hitta Nigel Farage, sem þá var leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins, UK Independence Party (UKIP). Það kom mér ekki á óvart að hann aflýsti á síðustu stundu og hafði farið til Írlands. Við hittum að máli tvo fulltrúa hans í staðinn. Ég held að fáir úr hópnum hafi saknað þess að Farage mætti ekki, og enn í dag tel ég það lítinn skaða að hafa ekki hitt hann. Þó er Farage ásamt fleirum aðalástæðan fyrir því að mér hefur snúist hugur um aðild Íslands. Það er Brexit, það bjálfræði (idiocracy) sem Bretar kölluðu yfir sig 2016, ríkisstjórnir Boris Johnson og síðar Liz Truss, sem með Kwasi Kwarteng voru á góðri leið með að eyðileggja breska markaði þegar Íhaldsflokkurinn ýtti þeim út. Allt sem hefur gerst síðan 2016 í Bretlandi sýnir að Brexit var glapræði og hefur skilið eftir breska þjóð mun verr en þegar farið var af stað. Niðurstaðan hefur þegar valdið Bretlandi miklu tjóni og þrátt fyrir marga viðskiptasamninga er ekki útlit fyrir að tjónið minnki að neinu marki. Stuðningsmenn Brexit úr hópi mikilla auðmanna hafa yfirgefið landið og þessi vegferð vekur spurninguna, hverjir eru það sem viljandi grafa svona undan landinu sínu? Eina fólkið sem hefur notið góðs af Brexit eru Farage og flokkur hans, en almennur Breti hefur það mun verra en áður á allan hátt. Helstu viðbrögð við grein Dagbjartar bárust frá forsvarsmönnum hreyfinga sem eru á móti aðild að Evrópusambandinu. Þeir hafa verið atorkumiklir undanfarin ár. Kannski telja þeir sig eiga svipaða möguleika hér og Farage í Bretlandi. Spurningin um aðild Íslands að Evrópusambandinu er varla jafn mikilvæg og hin spurningin, hvernig sú aðild á að vera. Við sem unnum í þessum hóp vorum öll sannfærð um að eini möguleiki á aðild Íslands að Evrópusambandinu væri með fullum yfirráðum yfir fiskveiðum og sjávarútvegi. Annars myndi íslensk þjóð kolfella það samkomulag og þetta var morgunljóst öllum sem komu að málum í Brussel. Þetta hefur ekki breyst síðan 2009 og niðurstaða mín er að aðild að ESB breytir sáralitlu fyrir félaga í Visku sem almenna launþega frá því sem nú er. Reynsla Breta sýnir að þjóðin tapar á því að halda sig utan Evrópusambandsins og því meiri sem aðskilnaður er við sambandið, því meira er tapið. Höfundur er upplýsingafræðingur og stjórnsýslufræðingur, og situr í stjórn Visku stéttarfélags.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun