Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. maí 2025 12:25 Sigurjón Þórðarson er formaður atvinnuveganefndar. Vísir/Vilhelm Tillaga um að vísa frumvarpi atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld til efnahags- og viðskiptanefndar frekar en atvinnuveganefndar verður tekin fyrir á Alþingi í dag. Formaður atvinnuveganefndar telur að þing verði að störfum fram í júlí, hið minnsta. Fyrstu umræðu um frumvarp til breytinga á lögum um veiðigjald lauk á sérstökum þingfundi á laugardag, sem boðað var til með skömmum fyrirvara. Þingfundi var frestað eftir að mælendaskrá tæmdist og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu um að vísa málinu til efnahags- og viðskiptanefndar, frekar en atvinnuveganefndar. Atkvæði um tillöguna verða greidd á þingfundi sem hefst klukkan þrjú í dag. Andstaðan vilji mála hækkunina upp sem skattahækkun Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, telur minnihutann vilja búa til læti í þinginu með tillögunni. „Ég held að það sem vaki fyrir stjórnarandstöðunni, án þess að ég viti það nákvæmlega, sé að merkja þetta mál sem skattahækkun en ekki breytingu á veiðigjöldum eða leiðréttingu,“ segir Sigurjón. En er það ekki skattahækkun? Kemur það ekki fram í frumvarpinu, þó það geti líka verið leiðrétting? „Auðvitað fáum við hærri gjöld, það hefur alltaf legið fyrir. En málið er auðvitað það að veiðigjöldin, eftir því sem best er vitað, hafa alltaf fengið umfjöllun í atvinnuveganefndinni. Hvers vegna ætti það að vera með öðrum hætti núna?“ Verði að störfum fram í júlí Alvanalegt sé að atkvæðagreiðslum um nefndarvísan sé frestað að lokinni fyrstu umræðu. Hann reikni með því að málið endi á borði atvinnuveganefndar eftir atkvæðagreiðslu dagsins. Nokkurn tíma muni taka að vinna málið í nefnd. „Ég reikna með meira en tveimur vikum, það er alveg ljóst.“ Hann segir að málið verði engu að síður klárað fyrir sumarhlé, hvenær sem það verði. „Ég reikna ekkert með þinghléi fyrr en í fyrsta lagi í júlí,“ segir Sigurjón. Samkvæmt 10. grein þingskaparlaga er sumarhlé þingsins frá 1. júlí til 10. ágúst, en fræðilega gæti meirihlutinn þó ákveðið að þing starfaði lengur en það, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn. 11. maí 2025 00:19 „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarp til breytinga á lögum um veiðigjald lauk á sérstökum þingfundi á laugardag, sem boðað var til með skömmum fyrirvara. Þingfundi var frestað eftir að mælendaskrá tæmdist og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu um að vísa málinu til efnahags- og viðskiptanefndar, frekar en atvinnuveganefndar. Atkvæði um tillöguna verða greidd á þingfundi sem hefst klukkan þrjú í dag. Andstaðan vilji mála hækkunina upp sem skattahækkun Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, telur minnihutann vilja búa til læti í þinginu með tillögunni. „Ég held að það sem vaki fyrir stjórnarandstöðunni, án þess að ég viti það nákvæmlega, sé að merkja þetta mál sem skattahækkun en ekki breytingu á veiðigjöldum eða leiðréttingu,“ segir Sigurjón. En er það ekki skattahækkun? Kemur það ekki fram í frumvarpinu, þó það geti líka verið leiðrétting? „Auðvitað fáum við hærri gjöld, það hefur alltaf legið fyrir. En málið er auðvitað það að veiðigjöldin, eftir því sem best er vitað, hafa alltaf fengið umfjöllun í atvinnuveganefndinni. Hvers vegna ætti það að vera með öðrum hætti núna?“ Verði að störfum fram í júlí Alvanalegt sé að atkvæðagreiðslum um nefndarvísan sé frestað að lokinni fyrstu umræðu. Hann reikni með því að málið endi á borði atvinnuveganefndar eftir atkvæðagreiðslu dagsins. Nokkurn tíma muni taka að vinna málið í nefnd. „Ég reikna með meira en tveimur vikum, það er alveg ljóst.“ Hann segir að málið verði engu að síður klárað fyrir sumarhlé, hvenær sem það verði. „Ég reikna ekkert með þinghléi fyrr en í fyrsta lagi í júlí,“ segir Sigurjón. Samkvæmt 10. grein þingskaparlaga er sumarhlé þingsins frá 1. júlí til 10. ágúst, en fræðilega gæti meirihlutinn þó ákveðið að þing starfaði lengur en það, eftir því sem fréttastofa kemst næst.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn. 11. maí 2025 00:19 „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
„Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn. 11. maí 2025 00:19
„Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01