Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar 12. maí 2025 09:00 Eru trén í borgunum okkar lykillinn að betra samfélagi? Ný rannsókn bendir til þess að græn svæði geti gegnt lykilhlutverki í að efla félagslega samheldni og draga úr einmanaleika. Rannsókn sem gerð var í Suður-Kóreu á tímum COVID-19 og birtist nýlega í npj Urban Sustainability – hluta af Nature útgáfuröðinni – leiddi í ljós að í hverfum með meiri gróður var félagsleg upplifun jákvæðari, en á svæðum með minna af gróðri voru vísbendingar um tortryggni, sundrung og félagslega einangrun algengari. Rannsóknin, sem framkvæmd var af Yookyung Lee og Seungwoo Han, byggði á gögnum úr fjarkönnun og einstaklingsviðtölum þar sem spurt var um tengsl gróðurs, einmanaleika og samfélagslegrar upplifunar. Fjöldi fyrri rannsókna hefur sýnt að græn svæði bæta andlega og líkamlega heilsu. Þessi nýja rannsókn bendir til að áhrif þeirra nái enn lengra – þau hafi áhrif á félagslega skynjun og upplifun einstaklinga. Hún sýnir að einmanaleiki virkar sem milliliður: þeir sem búa á gróskumiklum svæðum upplifa sig síður einmana og eru líklegri til að treysta öðrum. Á hinn bóginn getur skortur á gróðri aukið upplifun af félagslegri fjarlægð og vantrausti innan samfélagsins. Niðurstöðurnar sýna skýrt að meiri gróður í borgarumhverfi dregur úr einmanaleika og eykur tilfinningu fyrir samfélagslegri samkennd. Fólk sem upplifir einmanaleika er líklegra til að sjá samfélagið sitt sem sundrað, óöruggt og ótraust. Græn svæði stuðla hins vegar að tengslamyndun með því að skapa vettvang fyrir samskipti og samveru. Rannsakendur leggja áherslu á mikilvægi borgargrænna svæða í stefnumótun og skipulagi. Þeir benda á að í löndum eins og Bretlandi og Japan hafi verið stofnuð sérstök ráðherraembætti gegn einmanaleika – og eitt helsta úrræðið sé að efla græn svæði í þéttbýli. Borgaryfirvöld um allan heim ættu því að líta á græna reiti ekki sem lúxus heldur nauðsyn. Að bæta við trjám, grænum görðum og almenningsrýmum hefur jákvæð áhrif – ekki aðeins á loftgæði og náttúru heldur einnig á líðan og samheldni samfélagsins. Nýlega skrifaði ég grein um niðurstöður Norrænu ráðherranefndarinnar varðandi 3.30.300 líkanið fyrir græn svæði í borgum. Þar fékk Ísland lægri einkunn en Færeyjar og var nánast á pari við Grænland. Líkanið byggir á þeirri hugmynd að hver borgarbúi eigi að sjá að minnsta kosti þrjú stór tré frá heimili sínu, að 30% borgarlandslagsins eigi að vera trjákrónuþekja, og að grænt svæði sé í 300 metra fjarlægð frá heimili. Þessi nálgun fellur vel að niðurstöðum rannsóknarinnar í Suður-Kóreu og undirstrikar mikilvægi gróðurs fyrir samfélagslega heilsu. Á tímum þar sem hraði og tækni hafa flækt félagsleg tengsl, getur náttúran boðið mikilvæga mótvægisaðgerð. Ef við viljum sterkari, samheldnari og heilbrigðari samfélög, ættum við að fjárfesta í grænum svæðum borganna. Hugsum um gróður sem meira en bara fegrun – hann gæti verið lykillinn að betra samfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eru trén í borgunum okkar lykillinn að betra samfélagi? Ný rannsókn bendir til þess að græn svæði geti gegnt lykilhlutverki í að efla félagslega samheldni og draga úr einmanaleika. Rannsókn sem gerð var í Suður-Kóreu á tímum COVID-19 og birtist nýlega í npj Urban Sustainability – hluta af Nature útgáfuröðinni – leiddi í ljós að í hverfum með meiri gróður var félagsleg upplifun jákvæðari, en á svæðum með minna af gróðri voru vísbendingar um tortryggni, sundrung og félagslega einangrun algengari. Rannsóknin, sem framkvæmd var af Yookyung Lee og Seungwoo Han, byggði á gögnum úr fjarkönnun og einstaklingsviðtölum þar sem spurt var um tengsl gróðurs, einmanaleika og samfélagslegrar upplifunar. Fjöldi fyrri rannsókna hefur sýnt að græn svæði bæta andlega og líkamlega heilsu. Þessi nýja rannsókn bendir til að áhrif þeirra nái enn lengra – þau hafi áhrif á félagslega skynjun og upplifun einstaklinga. Hún sýnir að einmanaleiki virkar sem milliliður: þeir sem búa á gróskumiklum svæðum upplifa sig síður einmana og eru líklegri til að treysta öðrum. Á hinn bóginn getur skortur á gróðri aukið upplifun af félagslegri fjarlægð og vantrausti innan samfélagsins. Niðurstöðurnar sýna skýrt að meiri gróður í borgarumhverfi dregur úr einmanaleika og eykur tilfinningu fyrir samfélagslegri samkennd. Fólk sem upplifir einmanaleika er líklegra til að sjá samfélagið sitt sem sundrað, óöruggt og ótraust. Græn svæði stuðla hins vegar að tengslamyndun með því að skapa vettvang fyrir samskipti og samveru. Rannsakendur leggja áherslu á mikilvægi borgargrænna svæða í stefnumótun og skipulagi. Þeir benda á að í löndum eins og Bretlandi og Japan hafi verið stofnuð sérstök ráðherraembætti gegn einmanaleika – og eitt helsta úrræðið sé að efla græn svæði í þéttbýli. Borgaryfirvöld um allan heim ættu því að líta á græna reiti ekki sem lúxus heldur nauðsyn. Að bæta við trjám, grænum görðum og almenningsrýmum hefur jákvæð áhrif – ekki aðeins á loftgæði og náttúru heldur einnig á líðan og samheldni samfélagsins. Nýlega skrifaði ég grein um niðurstöður Norrænu ráðherranefndarinnar varðandi 3.30.300 líkanið fyrir græn svæði í borgum. Þar fékk Ísland lægri einkunn en Færeyjar og var nánast á pari við Grænland. Líkanið byggir á þeirri hugmynd að hver borgarbúi eigi að sjá að minnsta kosti þrjú stór tré frá heimili sínu, að 30% borgarlandslagsins eigi að vera trjákrónuþekja, og að grænt svæði sé í 300 metra fjarlægð frá heimili. Þessi nálgun fellur vel að niðurstöðum rannsóknarinnar í Suður-Kóreu og undirstrikar mikilvægi gróðurs fyrir samfélagslega heilsu. Á tímum þar sem hraði og tækni hafa flækt félagsleg tengsl, getur náttúran boðið mikilvæga mótvægisaðgerð. Ef við viljum sterkari, samheldnari og heilbrigðari samfélög, ættum við að fjárfesta í grænum svæðum borganna. Hugsum um gróður sem meira en bara fegrun – hann gæti verið lykillinn að betra samfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun