Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2025 15:45 Joel Bengtsson afrekaði það að keppa á EM og HM en fékk sleggju í höfuðið áður en Ólympíudraumurinn gat ræst. Getty/Istvan Derencsenyi Sænski frjálsíþróttamaðurinn Joel Bengtsson var að æfa sig fyrir Ólympíuleikana í París þegar sleggju var kastað í höfuð hans. Hann segir ótrúlegt að hann hafi lifað af og er þakklátur þó að afreksferlinum hafi lokið við höggið. Bengtsson hefur nú í fyrsta sinn rætt um slysið í viðtali við sænska miðilinn Expressen. Hann var 24 ára og búinn að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti, í Búdapest 2023, þegar hann hvarf af sjónarsviði frjálsíþróttanna. Nú vill hann bara geta átt eðlilegt líf. Bengtsson var á æfingu í Bandaríkjunum, haustið 2023, þegar hann fékk sleggjuna í höfuðið. „Ég missti ekki meðvitund en það var blóð úti um allt og ég vissi að það væri ekki gott. Á sjúkrahúsinu kom í ljós að ennið mitt hafði brotnað í litla bita og beinið við kinnholurnar var alveg kramið,“ sagði Bengtsson. „Það er ótrúlegt að ég hafi lifað af. Læknarnir sögðu mér að ef að sleggjan hefði farið nokkrum millímetrum lengra inn þá væri ég dáinn,“ sagði Bengtsson. Það eina sem sést er lítið ör Svíinn þurfti að gangast undir aðgerð þar sem læknarnir reyndu að endurgera beinin að fullu. „Það er frekar ótrúlegt en það eina sem sést á mér eftir þetta er fjögurra sentímetra langt ör í andlitinu. Lýtalæknirinn stóð sig frábærlega því annars hefði ég verið með stórt gat í höfðinu,“ saði Bengtsson. Glímir enn við bólgu og verki Við tók langt og strangt endurhæfingarferli en eftir nokkra mánuði gat Bengtsson byrjað léttar æfingar að nýju. Honum leið betur og betur, og þó að hann næði ekki að keppa neitt í fyrra þá virtist útlitið gott þar til að kom að alvarlegu bakslagi. „Ég vaknaði einn morguninn og höfuðið var ótrúlega bólgið og ég fann mikinn verk. Mér leið illa í nokkrar vikur,“ sagði Bengtsson. Hann hitti lækninn sinn sem vonaðist til að Bengtsson myndi jafna sig en þegar það gekk ekki þá þurfti hann að fara í aðra aðgerð, í byrjun þessa árs. Það hefur ekki hjálpað nægilega mikið. „Ég er enn að glíma við vandamál dags daglega vegna bólgu og slæmra verkja. Ég hef hitt tugi lækna en það veit enginn hvert vandamálið er,“ sagði Bengtsson. Frjálsar íþróttir Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Sjá meira
Bengtsson hefur nú í fyrsta sinn rætt um slysið í viðtali við sænska miðilinn Expressen. Hann var 24 ára og búinn að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti, í Búdapest 2023, þegar hann hvarf af sjónarsviði frjálsíþróttanna. Nú vill hann bara geta átt eðlilegt líf. Bengtsson var á æfingu í Bandaríkjunum, haustið 2023, þegar hann fékk sleggjuna í höfuðið. „Ég missti ekki meðvitund en það var blóð úti um allt og ég vissi að það væri ekki gott. Á sjúkrahúsinu kom í ljós að ennið mitt hafði brotnað í litla bita og beinið við kinnholurnar var alveg kramið,“ sagði Bengtsson. „Það er ótrúlegt að ég hafi lifað af. Læknarnir sögðu mér að ef að sleggjan hefði farið nokkrum millímetrum lengra inn þá væri ég dáinn,“ sagði Bengtsson. Það eina sem sést er lítið ör Svíinn þurfti að gangast undir aðgerð þar sem læknarnir reyndu að endurgera beinin að fullu. „Það er frekar ótrúlegt en það eina sem sést á mér eftir þetta er fjögurra sentímetra langt ör í andlitinu. Lýtalæknirinn stóð sig frábærlega því annars hefði ég verið með stórt gat í höfðinu,“ saði Bengtsson. Glímir enn við bólgu og verki Við tók langt og strangt endurhæfingarferli en eftir nokkra mánuði gat Bengtsson byrjað léttar æfingar að nýju. Honum leið betur og betur, og þó að hann næði ekki að keppa neitt í fyrra þá virtist útlitið gott þar til að kom að alvarlegu bakslagi. „Ég vaknaði einn morguninn og höfuðið var ótrúlega bólgið og ég fann mikinn verk. Mér leið illa í nokkrar vikur,“ sagði Bengtsson. Hann hitti lækninn sinn sem vonaðist til að Bengtsson myndi jafna sig en þegar það gekk ekki þá þurfti hann að fara í aðra aðgerð, í byrjun þessa árs. Það hefur ekki hjálpað nægilega mikið. „Ég er enn að glíma við vandamál dags daglega vegna bólgu og slæmra verkja. Ég hef hitt tugi lækna en það veit enginn hvert vandamálið er,“ sagði Bengtsson.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Sjá meira