Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 8. maí 2025 08:00 Síðustu daga hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins rætt frumvarp atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda af yfirvegun, málefnalegri gagnrýni og á grunni þeirra gilda sem flokkurinn stendur fyrir. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að reynt sé að gera okkur upp meiningar. Það þekkjum við vel. Sjálfstæðisflokkurinn er í sífellu skilgreindur af öðrum. Oft sem endurómur af orðinu á götunni, og ekki í takt við raunveruleikann. En sá sem les málflutning okkar, eða hlustar á hann í þingsal, sér að þessi afstaða byggir á skýrum og stöðugum grunni. Hún sprettur ekki af þrýstingi eða sérhagsmunum, heldur af grunngildum Sjálfstæðisstefnunnar. Við trúum því að skattlagning eigi að vera sanngjörn og fyrirsjáanleg. Að stjórnsýsla eigi að vera vönduð og málsmeðferð gagnsæ. Við trúum því að atvinnulífið sé ekki andstæðingur, heldur burðarás samfélagsins. Og við trúum því að þeir sem skapa verðmæti, byggja upp og halda samfélaginu gangandi eigi skilið traust og stöðugleika, ekki pólitískt áhlaup. Við höfum gagnrýnt þetta frumvarp bæði vegna þess hvernig að málinu hefur verið staðið og ekki síður vegna þess hvað felst í því efnislega. Þessar breytingar stefna að því að umbylta kerfi sem hefur skapað verðmæti, störf og byggð vítt og breitt um landið. Það er ekki aðeins óvíst að breytingarnar skili yfir höfuð auknum tekjum til ríkissjóðs – það er hætta á að þær grafi undan þeirri verðmætasköpun sem hefur gert okkur kleift að byggja velferðarsamfélagið sem við öll njótum góðs af. Þessi umræða afhjúpar líka grundvallarmun á hægrimönnum og vinstrimönnum. Þegar vinstrimenn komast til valda snúast fyrstu spurningarnar um það hvernig hægt sé að hækka skatta. Hvernig hægt sé að leggja auknar álögur á grunnatvinnugreinar og fjölskyldur í landinu. Við hægrimenn spyrjum að öðru: Hvernig tryggjum við jafnvægi milli skattheimtu og verðmætasköpunar svo að samfélagið allt njóti góðs? Þannig stækkar kakan, okkur öllum til hagsbóta. Það er líka þekkt stef að vinstrimenn hafi alltaf átt auðvelt með að finna ný nöfn á skatta. Það hentar málflutningi þeirra vel að skattar hafi þúsund nöfn. En sama hvað menn kalla þetta – skattar eru skattar, og þegar álögur eru hækkaðar á eina atvinnugrein bitnar það ekki aðeins á þeim sem starfa í henni heldur á samfélaginu öllu. Við skulum líka hafa það alveg á hreinu: sjávarútvegurinn er ein af lykilstoðum þjóðarbúsins. Hann hefur byggt upp samfélög um land allt, skapað störf, fært þjóðinni gjaldeyri og staðið undir gríðarlegum tekjum ríkis og sveitarfélaga. Það er ekkert óeðlilegt við það að Sjálfstæðisflokkurinn taki til varna þegar ráðist er að grunnstoð sem þessari. Það myndum við gera alveg sama hver atvinnugreinin væri – hvort sem um væri að ræða ferðaþjónustu, orku- eða álframleiðslu eða aðra burðarása þjóðarbúsins. Við höfum áður sagt að Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn í samtal um breytingar á veiðigjaldakerfinu. En þá þarf það samtal að byggjast á fagmennsku, raungögnum og góðum undirbúningi. Það þarf að virða fólk, fyrirtæki og byggðir sem lifa af atvinnugreininni sem um ræðir. Núverandi vegferð ríkisstjórnarinnar gerir það ekki og er ekki til þess fallin að koma á sátt um málið. Ég skil vel að þessi umræða veki sterkar tilfinningar. En við verðum að halda okkur við staðreyndir og rök. Við verðum að byggja á trausti, ekki popúlisma. Á stefnu, ekki frösum. Sjálfstæðisflokkurinn stendur með fólki sem vill skapa, byggja og horfa til framtíðar. Það höfum við alltaf gert og við ætlum að halda því áfram. Ekki vegna þess að það er vinsælt, heldur vegna þess að það er rétt. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins rætt frumvarp atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda af yfirvegun, málefnalegri gagnrýni og á grunni þeirra gilda sem flokkurinn stendur fyrir. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að reynt sé að gera okkur upp meiningar. Það þekkjum við vel. Sjálfstæðisflokkurinn er í sífellu skilgreindur af öðrum. Oft sem endurómur af orðinu á götunni, og ekki í takt við raunveruleikann. En sá sem les málflutning okkar, eða hlustar á hann í þingsal, sér að þessi afstaða byggir á skýrum og stöðugum grunni. Hún sprettur ekki af þrýstingi eða sérhagsmunum, heldur af grunngildum Sjálfstæðisstefnunnar. Við trúum því að skattlagning eigi að vera sanngjörn og fyrirsjáanleg. Að stjórnsýsla eigi að vera vönduð og málsmeðferð gagnsæ. Við trúum því að atvinnulífið sé ekki andstæðingur, heldur burðarás samfélagsins. Og við trúum því að þeir sem skapa verðmæti, byggja upp og halda samfélaginu gangandi eigi skilið traust og stöðugleika, ekki pólitískt áhlaup. Við höfum gagnrýnt þetta frumvarp bæði vegna þess hvernig að málinu hefur verið staðið og ekki síður vegna þess hvað felst í því efnislega. Þessar breytingar stefna að því að umbylta kerfi sem hefur skapað verðmæti, störf og byggð vítt og breitt um landið. Það er ekki aðeins óvíst að breytingarnar skili yfir höfuð auknum tekjum til ríkissjóðs – það er hætta á að þær grafi undan þeirri verðmætasköpun sem hefur gert okkur kleift að byggja velferðarsamfélagið sem við öll njótum góðs af. Þessi umræða afhjúpar líka grundvallarmun á hægrimönnum og vinstrimönnum. Þegar vinstrimenn komast til valda snúast fyrstu spurningarnar um það hvernig hægt sé að hækka skatta. Hvernig hægt sé að leggja auknar álögur á grunnatvinnugreinar og fjölskyldur í landinu. Við hægrimenn spyrjum að öðru: Hvernig tryggjum við jafnvægi milli skattheimtu og verðmætasköpunar svo að samfélagið allt njóti góðs? Þannig stækkar kakan, okkur öllum til hagsbóta. Það er líka þekkt stef að vinstrimenn hafi alltaf átt auðvelt með að finna ný nöfn á skatta. Það hentar málflutningi þeirra vel að skattar hafi þúsund nöfn. En sama hvað menn kalla þetta – skattar eru skattar, og þegar álögur eru hækkaðar á eina atvinnugrein bitnar það ekki aðeins á þeim sem starfa í henni heldur á samfélaginu öllu. Við skulum líka hafa það alveg á hreinu: sjávarútvegurinn er ein af lykilstoðum þjóðarbúsins. Hann hefur byggt upp samfélög um land allt, skapað störf, fært þjóðinni gjaldeyri og staðið undir gríðarlegum tekjum ríkis og sveitarfélaga. Það er ekkert óeðlilegt við það að Sjálfstæðisflokkurinn taki til varna þegar ráðist er að grunnstoð sem þessari. Það myndum við gera alveg sama hver atvinnugreinin væri – hvort sem um væri að ræða ferðaþjónustu, orku- eða álframleiðslu eða aðra burðarása þjóðarbúsins. Við höfum áður sagt að Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn í samtal um breytingar á veiðigjaldakerfinu. En þá þarf það samtal að byggjast á fagmennsku, raungögnum og góðum undirbúningi. Það þarf að virða fólk, fyrirtæki og byggðir sem lifa af atvinnugreininni sem um ræðir. Núverandi vegferð ríkisstjórnarinnar gerir það ekki og er ekki til þess fallin að koma á sátt um málið. Ég skil vel að þessi umræða veki sterkar tilfinningar. En við verðum að halda okkur við staðreyndir og rök. Við verðum að byggja á trausti, ekki popúlisma. Á stefnu, ekki frösum. Sjálfstæðisflokkurinn stendur með fólki sem vill skapa, byggja og horfa til framtíðar. Það höfum við alltaf gert og við ætlum að halda því áfram. Ekki vegna þess að það er vinsælt, heldur vegna þess að það er rétt. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun