Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2025 17:17 Hér má sjá svekkta stuðningsmenn Liverpool sem voru með miða en var ekki hleypt inn á úrslitaleik Liverpool og Real Madrid á Stade de France árið 2022. Getty/Matthias Hangst Gerald Darmanin, sem var áður innanríkisráðherra Frakka, hefur nú stigið fram og beðið stuðningsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool afsökunar. Ástæðan er meðferðin á Liverpool fólki á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París vorið 2022. Það myndaðist mikil ringulreið fyrir utan Stade de France fyrir leikinn þar sem fjölmargir stuðningsmenn Liverpool voru stöðvaðir við innganginn og ekki hleypt inn þótt þeir væri með miða. Darmanin er nú dómstólaráðherra Frakka og hann viðurkenndi að skipulag öryggismála fyrir úrslitaleik Liverpool og Real Madrid hafi ekki verið nægilega gott. ESPN segir frá. Hann baðst líka afsökunar á gömlum ummælum sínum þar sem hann sakaði stuðningsfólk Liverpool um að vera sökudólgarnir vegnar þeirrar ringulreiðar sem þarna varð. Hann hafði nefnilega haldið blaðamannafund tveimur dögum eftir leikinn og sagði þá vandamálið hafa verið að fjöldi stuðningsmanna Liverpool hafi mætt á leikinn með falsaða miða. Nú viðurkennir hann að þetta hafi verið rangt af sér að halda slíku fram. "I apologise now to Liverpool supporters. They were quite right to be hurt. It was a mistake and a failure."Former French interior minister Gérald Darmanin has issued an inadequate and long-overdue apology over the frightening scenes in Paris at the 2022 Champions League final… pic.twitter.com/joyPE5YRU4— Empire of the Kop (@empireofthekop) May 5, 2025 „Mín mistök voru að gera mér ekki grein fyrir því að stóra vandamálið voru ekki ensku stuðningsmennirnir heldur óprúttnir aðilar sem voru að ræna þessa sömu stuðningsmenn,“ sagði Gerald Darmanin. „Það voru mín mistök að sannreyna ekki hvað var í raun að gerast þarna. Hefði ég gert það þá var auðvelt að finna sökudólginn. Ég bið því stuðningsmenn Liverpool afsökunar. Auðvitað áttu þau rétt á því að vera mjög ósátt með þróun mála,“ sagði Darmanin. Ofan á þessi leiðindi fyrir utan leikvanginn þá tapaði Liverpool líka leiknum sjálfum þrátt fyrir að vera í stórsókn nær allan leikinn. Real Madrid hélt út þökk sé frábærum markverði sínum Thibaut Courtois og Vinícius Júnior tryggði liðinu síðan 1-0 sigur. Fjöldi stuðningsmanna Liverpool slösuðust í látunum fyrir utan völlinn enda tók franska lögreglan hraustlega á þeim í ringulreiðinni. Margir þeirra hafa höfðað mál gegn evrópska knattspyrnusambandinu sem mistókst að láta visa þeim málshöfðunum frá. Trois ans après le fiasco de l'organisation de la finale de Ligue des champions 2022 au Stade de France, Gérald Darmanin a présenté pour la première fois ses excuses aux supporters de Liverpool, qu'il avait tenus pour responsables du chaos➡️https://t.co/hzKUanttNi pic.twitter.com/dfDqIY6iAR— L'ÉQUIPE (@lequipe) May 5, 2025 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Ástæðan er meðferðin á Liverpool fólki á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París vorið 2022. Það myndaðist mikil ringulreið fyrir utan Stade de France fyrir leikinn þar sem fjölmargir stuðningsmenn Liverpool voru stöðvaðir við innganginn og ekki hleypt inn þótt þeir væri með miða. Darmanin er nú dómstólaráðherra Frakka og hann viðurkenndi að skipulag öryggismála fyrir úrslitaleik Liverpool og Real Madrid hafi ekki verið nægilega gott. ESPN segir frá. Hann baðst líka afsökunar á gömlum ummælum sínum þar sem hann sakaði stuðningsfólk Liverpool um að vera sökudólgarnir vegnar þeirrar ringulreiðar sem þarna varð. Hann hafði nefnilega haldið blaðamannafund tveimur dögum eftir leikinn og sagði þá vandamálið hafa verið að fjöldi stuðningsmanna Liverpool hafi mætt á leikinn með falsaða miða. Nú viðurkennir hann að þetta hafi verið rangt af sér að halda slíku fram. "I apologise now to Liverpool supporters. They were quite right to be hurt. It was a mistake and a failure."Former French interior minister Gérald Darmanin has issued an inadequate and long-overdue apology over the frightening scenes in Paris at the 2022 Champions League final… pic.twitter.com/joyPE5YRU4— Empire of the Kop (@empireofthekop) May 5, 2025 „Mín mistök voru að gera mér ekki grein fyrir því að stóra vandamálið voru ekki ensku stuðningsmennirnir heldur óprúttnir aðilar sem voru að ræna þessa sömu stuðningsmenn,“ sagði Gerald Darmanin. „Það voru mín mistök að sannreyna ekki hvað var í raun að gerast þarna. Hefði ég gert það þá var auðvelt að finna sökudólginn. Ég bið því stuðningsmenn Liverpool afsökunar. Auðvitað áttu þau rétt á því að vera mjög ósátt með þróun mála,“ sagði Darmanin. Ofan á þessi leiðindi fyrir utan leikvanginn þá tapaði Liverpool líka leiknum sjálfum þrátt fyrir að vera í stórsókn nær allan leikinn. Real Madrid hélt út þökk sé frábærum markverði sínum Thibaut Courtois og Vinícius Júnior tryggði liðinu síðan 1-0 sigur. Fjöldi stuðningsmanna Liverpool slösuðust í látunum fyrir utan völlinn enda tók franska lögreglan hraustlega á þeim í ringulreiðinni. Margir þeirra hafa höfðað mál gegn evrópska knattspyrnusambandinu sem mistókst að láta visa þeim málshöfðunum frá. Trois ans après le fiasco de l'organisation de la finale de Ligue des champions 2022 au Stade de France, Gérald Darmanin a présenté pour la première fois ses excuses aux supporters de Liverpool, qu'il avait tenus pour responsables du chaos➡️https://t.co/hzKUanttNi pic.twitter.com/dfDqIY6iAR— L'ÉQUIPE (@lequipe) May 5, 2025
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira