Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. maí 2025 12:54 Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir daginn í dag stóran í huga strandveiðimanna. Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga. Fiskistofu bárust hátt í níu hundruð umsóknir um veiðileyfi til strandveiða nú fyrir sumarið sem er mikil fjölgun frá því í fyrra en samkvæmt nýjustu tölum frá Fiskistofu hefur hún afgreitt 779 leyfi. Í fyrra tóku sjómenn á 756 bátum þátt í strandveiðunum. Ríkisstjórnin hefur heitið strandveiðimönnum 48 veiðidögum eða tólf veiðidögum í hverjum mánuði til og með ágúst. Dagurinn í dag markar upphaf veiðanna. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir daginn í dag stóran í huga strandveiðimanna. „Þeir brosa allan hringinn kallarnir núna, og svo eru náttúrulega fullt af konum komnar í þetta líka þannig að þetta er mikill og stór dagur. Við fáum 48 daga í sumar og allir ánægðir með það.“ Hin síðustu ár hafi konum fjölgað sem ástundi strandveiðar. „Þær láta vel af því þær sem eru búnar að fara nokkur skipti, að þetta gangi bara ljómandi vel þannig að ég býst við því að þær fari að hasla sér völl þarna eins og á fleiri sviðum.“ Örn rekur fjölgun umsókna um leyfi aðallega til tveggja þátta, þótt rómantíkin á sjónum sé vissulega mikið aðdráttarafl. „Það er svona orðið þrengra um pláss hjá stærri útgerðinni því sjómenn sem hafði verið sagt upp þar eða skertir að einhverju leyti að þeir leita í strandveiðarnar. Nú síðan voru grásleppuveiðarnar kvótasettar og kvótinn var svo lítill hjá mörgum þessara aðila og sumir fengu ekki neitt og þeir hafa leitað í strandveiðarnar sem geta þá svarað þessari skertu afkomu hjá þeim.“ Það mátti nema mikla tilhlökkun í Erni. „Þetta er mjög skemmtilegt að sjá núna hvernig lífið færist yfir þessar hafnir, þær fyllast af bátum, menn fullir eldmóðs og spjalla saman og hjálpa hvorum öðrum. Þetta er alveg hreint mjög mikið svoleiðis,“ Já, er þetta alveg samfélag? „Þetta er samfélag, það er víst ábyggilegt, það er það. Þarna hittast menn sem hafa kannski aldrei sést áður og það tekst með þeim vinátta og helst jafnvel út ævina ein sog ég hef orðið var við.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Byggðamál Alþingi Strandveiðar Tengdar fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Óheftar 48 daga strandveiðar í sumar gætu þýtt að heildarafli veiðanna fari fimmtán- til tuttugu þúsund tonnum fram úr því aflamagni sem ætlað er til veiðanna. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir liggja ljóst fyrir að gera þurfi einhverjar breytingar og horfa til þess að setja frekari girðingar til að tryggja sjálfbærni veiðanna. 29. apríl 2025 12:18 Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. 18. febrúar 2025 19:31 Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Sérstök umræða um strandveiðar og tekjur hins opinbera af sjávarútvegi verður haldin í dag á Alþingi. 18. febrúar 2025 07:49 Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Í ræðunni sagði hún fulla einingu í ríkisstjórn um þau málefni sem fram komi í þingmálaskrá og kynnti næstu skref stjórnarinnar. Hún sagði þjóðina í senn vera heppna með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, og mega vera stolta af Ingu Sæland, samráðherra hennar í ríkisstjórn. 10. febrúar 2025 20:52 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Fiskistofu bárust hátt í níu hundruð umsóknir um veiðileyfi til strandveiða nú fyrir sumarið sem er mikil fjölgun frá því í fyrra en samkvæmt nýjustu tölum frá Fiskistofu hefur hún afgreitt 779 leyfi. Í fyrra tóku sjómenn á 756 bátum þátt í strandveiðunum. Ríkisstjórnin hefur heitið strandveiðimönnum 48 veiðidögum eða tólf veiðidögum í hverjum mánuði til og með ágúst. Dagurinn í dag markar upphaf veiðanna. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir daginn í dag stóran í huga strandveiðimanna. „Þeir brosa allan hringinn kallarnir núna, og svo eru náttúrulega fullt af konum komnar í þetta líka þannig að þetta er mikill og stór dagur. Við fáum 48 daga í sumar og allir ánægðir með það.“ Hin síðustu ár hafi konum fjölgað sem ástundi strandveiðar. „Þær láta vel af því þær sem eru búnar að fara nokkur skipti, að þetta gangi bara ljómandi vel þannig að ég býst við því að þær fari að hasla sér völl þarna eins og á fleiri sviðum.“ Örn rekur fjölgun umsókna um leyfi aðallega til tveggja þátta, þótt rómantíkin á sjónum sé vissulega mikið aðdráttarafl. „Það er svona orðið þrengra um pláss hjá stærri útgerðinni því sjómenn sem hafði verið sagt upp þar eða skertir að einhverju leyti að þeir leita í strandveiðarnar. Nú síðan voru grásleppuveiðarnar kvótasettar og kvótinn var svo lítill hjá mörgum þessara aðila og sumir fengu ekki neitt og þeir hafa leitað í strandveiðarnar sem geta þá svarað þessari skertu afkomu hjá þeim.“ Það mátti nema mikla tilhlökkun í Erni. „Þetta er mjög skemmtilegt að sjá núna hvernig lífið færist yfir þessar hafnir, þær fyllast af bátum, menn fullir eldmóðs og spjalla saman og hjálpa hvorum öðrum. Þetta er alveg hreint mjög mikið svoleiðis,“ Já, er þetta alveg samfélag? „Þetta er samfélag, það er víst ábyggilegt, það er það. Þarna hittast menn sem hafa kannski aldrei sést áður og það tekst með þeim vinátta og helst jafnvel út ævina ein sog ég hef orðið var við.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Byggðamál Alþingi Strandveiðar Tengdar fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Óheftar 48 daga strandveiðar í sumar gætu þýtt að heildarafli veiðanna fari fimmtán- til tuttugu þúsund tonnum fram úr því aflamagni sem ætlað er til veiðanna. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir liggja ljóst fyrir að gera þurfi einhverjar breytingar og horfa til þess að setja frekari girðingar til að tryggja sjálfbærni veiðanna. 29. apríl 2025 12:18 Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. 18. febrúar 2025 19:31 Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Sérstök umræða um strandveiðar og tekjur hins opinbera af sjávarútvegi verður haldin í dag á Alþingi. 18. febrúar 2025 07:49 Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Í ræðunni sagði hún fulla einingu í ríkisstjórn um þau málefni sem fram komi í þingmálaskrá og kynnti næstu skref stjórnarinnar. Hún sagði þjóðina í senn vera heppna með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, og mega vera stolta af Ingu Sæland, samráðherra hennar í ríkisstjórn. 10. febrúar 2025 20:52 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Óheftar 48 daga strandveiðar í sumar gætu þýtt að heildarafli veiðanna fari fimmtán- til tuttugu þúsund tonnum fram úr því aflamagni sem ætlað er til veiðanna. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir liggja ljóst fyrir að gera þurfi einhverjar breytingar og horfa til þess að setja frekari girðingar til að tryggja sjálfbærni veiðanna. 29. apríl 2025 12:18
Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. 18. febrúar 2025 19:31
Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Sérstök umræða um strandveiðar og tekjur hins opinbera af sjávarútvegi verður haldin í dag á Alþingi. 18. febrúar 2025 07:49
Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Í ræðunni sagði hún fulla einingu í ríkisstjórn um þau málefni sem fram komi í þingmálaskrá og kynnti næstu skref stjórnarinnar. Hún sagði þjóðina í senn vera heppna með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, og mega vera stolta af Ingu Sæland, samráðherra hennar í ríkisstjórn. 10. febrúar 2025 20:52