Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar 5. maí 2025 10:02 Þessi fyrirsögn kemur í hugann þegar ég hugsa um landsfund Landsambands eldri borgara sem haldinn var í Reykjanesbæ þann 29. apríl sl. Þar voru um 170 manns mættir af öllu landinu til að ræða sín mál og leggja grunninn að komandi mánuðum og árum í starfi sambandsins. Krafturinn og samstaðan í hópnum kom svo greinilega fram og er það ekki lítið veganesti fyrir þá stjórn sem nú tekur við taumunum. Til okkar á fundinn komu góðir gestir, m.a. forseti Íslands Halla Tómasdóttir og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Báðar minntu þær okkur sérstaklega á það að við eigum að halda utan um náungan og passa upp á hvert annað þar sem einmanaleiki er vaxandi vandamál í öllum aldurshópum. Við fengum frábæra fyrirlesara á fundinn sem enn og aftur minntu á einmanaleika og félagslega einangrun, sem getur haft alvarlegar afleyðingar. Eins og vera ber voru kjaramálin og húsnæðismálin helstu umræðuefnin. Áherslur okkar í kjaramálum eru þær sömu og hafa verið undanfarin ár þ.e. að hækka grunnlífeyri og minnka munin á milli hans og lægstu taxta. Munurinn í dag er tæplega 105.000 kr. Grunnlífeyrir stendur núna í kr. 347.521 sem getur ómögulega verið eitthvað sem fólk getur lifað af. Skerðingarmörkin voru rædd en þau eru 36.500 kr. vegna lífeyristekna og fjármagnstekna. Hver króna umfram 36.500 kr. skerðist um 45 aura. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkistjórnar er komið inn á mjög margar af þeim kröfum sem LEB hefur verið með svo það virðist sem loksins sé farið að hlusta á okkur. Fyrir liggur frumvarp sem gerir ráð fyrir því að grunnlífeyrir hækki samkvæmt launavísitölu sem er mjög jákvætt en því miður þrátt fyrir þetta þá mun bilið á milli grunnlífeyris og lægsta taxta halda áfram að aukast og þessi munur er óásættanlegur. Ef launavísitala hefði verið í gildi t.d. frá desember 2019 til desember 2024 þá væri grunnlífeyririnn rúmlega 30.000 kr. hærri en hann er í dag. Það er líka gert ráð fyrir því í stjórnarsáttmálanum að skerðingarmörkin hækki úr 36.500 kr. í 60.000 kr. Þetta er vel en þessi aðgerð mun ekki skila meira í vasa lífeyrisþega en 6.555 kr. þegar búið er að reikna skatta og skerðingar.. Mikið var rætt um húsnæðismál eldri borgara á fundinum og ljóst er að þeir sem eru með lægstu tekjurnar eru að borga allt upp í 70-80% af sínum tekjum í húsnæðiskostnað og ljóst að þá er ekki mikið eftir til að lifa á. Það kom mjög skýrt fram á fundinum að það þarf að rétta sérstaklega hlut þeirra verst settu. Málflutningur LEB um að það séu 15.000 manns sem eru með tekjur undir lágmarkslaunum var staðfestur í svari við fyrirspurn frá Ingibjörgu Isaksen til Fjármála-og efnahagsmálaráðherra um hverjar væru tekjur lífeyrisþega m.v. lægstu laun. Í svarinu kemur fram að á árinu 2023 voru lágmarkslaun rúmlega 402.000 kr og fram kemur að 27% karla og 40% kvenna voru með tekjur undir lágmarkslaunum. Er það verjandi fyrir pólítíkina í landinu að svona skuli vera komið fyrir stórum hópi eldri borgara? Landsfundur LEB sagði nei og fól stjórn og kjaranefnd sambandsins að berjast fyrir málefnum eldri borgara með kjafti og klóm með samstilltum stuðningi allra eldri borgara þessa lands. Nýkjörin stjórn mun ekki liggja á liði sínu með að halda stjórnvöldum og öðrum er málið varða vakandi um okkar málefni. Höfundur formaður LEB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Björn Snæbjörnsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi fyrirsögn kemur í hugann þegar ég hugsa um landsfund Landsambands eldri borgara sem haldinn var í Reykjanesbæ þann 29. apríl sl. Þar voru um 170 manns mættir af öllu landinu til að ræða sín mál og leggja grunninn að komandi mánuðum og árum í starfi sambandsins. Krafturinn og samstaðan í hópnum kom svo greinilega fram og er það ekki lítið veganesti fyrir þá stjórn sem nú tekur við taumunum. Til okkar á fundinn komu góðir gestir, m.a. forseti Íslands Halla Tómasdóttir og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Báðar minntu þær okkur sérstaklega á það að við eigum að halda utan um náungan og passa upp á hvert annað þar sem einmanaleiki er vaxandi vandamál í öllum aldurshópum. Við fengum frábæra fyrirlesara á fundinn sem enn og aftur minntu á einmanaleika og félagslega einangrun, sem getur haft alvarlegar afleyðingar. Eins og vera ber voru kjaramálin og húsnæðismálin helstu umræðuefnin. Áherslur okkar í kjaramálum eru þær sömu og hafa verið undanfarin ár þ.e. að hækka grunnlífeyri og minnka munin á milli hans og lægstu taxta. Munurinn í dag er tæplega 105.000 kr. Grunnlífeyrir stendur núna í kr. 347.521 sem getur ómögulega verið eitthvað sem fólk getur lifað af. Skerðingarmörkin voru rædd en þau eru 36.500 kr. vegna lífeyristekna og fjármagnstekna. Hver króna umfram 36.500 kr. skerðist um 45 aura. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkistjórnar er komið inn á mjög margar af þeim kröfum sem LEB hefur verið með svo það virðist sem loksins sé farið að hlusta á okkur. Fyrir liggur frumvarp sem gerir ráð fyrir því að grunnlífeyrir hækki samkvæmt launavísitölu sem er mjög jákvætt en því miður þrátt fyrir þetta þá mun bilið á milli grunnlífeyris og lægsta taxta halda áfram að aukast og þessi munur er óásættanlegur. Ef launavísitala hefði verið í gildi t.d. frá desember 2019 til desember 2024 þá væri grunnlífeyririnn rúmlega 30.000 kr. hærri en hann er í dag. Það er líka gert ráð fyrir því í stjórnarsáttmálanum að skerðingarmörkin hækki úr 36.500 kr. í 60.000 kr. Þetta er vel en þessi aðgerð mun ekki skila meira í vasa lífeyrisþega en 6.555 kr. þegar búið er að reikna skatta og skerðingar.. Mikið var rætt um húsnæðismál eldri borgara á fundinum og ljóst er að þeir sem eru með lægstu tekjurnar eru að borga allt upp í 70-80% af sínum tekjum í húsnæðiskostnað og ljóst að þá er ekki mikið eftir til að lifa á. Það kom mjög skýrt fram á fundinum að það þarf að rétta sérstaklega hlut þeirra verst settu. Málflutningur LEB um að það séu 15.000 manns sem eru með tekjur undir lágmarkslaunum var staðfestur í svari við fyrirspurn frá Ingibjörgu Isaksen til Fjármála-og efnahagsmálaráðherra um hverjar væru tekjur lífeyrisþega m.v. lægstu laun. Í svarinu kemur fram að á árinu 2023 voru lágmarkslaun rúmlega 402.000 kr og fram kemur að 27% karla og 40% kvenna voru með tekjur undir lágmarkslaunum. Er það verjandi fyrir pólítíkina í landinu að svona skuli vera komið fyrir stórum hópi eldri borgara? Landsfundur LEB sagði nei og fól stjórn og kjaranefnd sambandsins að berjast fyrir málefnum eldri borgara með kjafti og klóm með samstilltum stuðningi allra eldri borgara þessa lands. Nýkjörin stjórn mun ekki liggja á liði sínu með að halda stjórnvöldum og öðrum er málið varða vakandi um okkar málefni. Höfundur formaður LEB
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun