Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar 3. maí 2025 15:02 Fyrir 50 árum þann 30. apríl 1975 féll Saigon, höfuðborg Suður-Víetnams, í hendur hersveita Norður-Víetnams. Þetta markaði endalok Víetnamstríðsins, sem hafði kostað um þrjár milljónir Víetnama og tæplega 60.000 Bandaríkjamenn lífið. Bandaríkjaher var neyddur til að yfirgefa landið í skyndingu, og myndir af fólki sem var flutt með þyrlum frá þaki bandaríska sendiráðsins urðu tákn um kaotískan enda stríðsins. Rætur stríðsins má rekja til nýlendutímans, þegar Víetnam tilheyrði Indókína undir franskri stjórn. Eftir síðari heimsstyrjöldina hófst barátta fyrir sjálfstæði sem eftir frækinn sigur Víetnama á franska hernum í Dien Bien Phu leiddi til skiptingar landsins í tvo hluta árið 1954: Norður-Víetnam undir stjórn kommúnista og Suður-Víetnam undir stjórn andkommúnista. Bandaríkin hófu sífellt meiri þátttöku í stríðnu sem þeir litu á sem vígvöll kalda stríðsins en varð lítið ágengt þrátt fyrir gríðarlega hernaðaryfirburði. Átökin voru þau blóðugustu sem menn höfðu orðið vitni af í nýtilkomnu sjónvarpi. Bandarískum yfirvöldum reyndist erfitt að útskýra og réttlæta stríðið fyrir almenningi bæði heima fyrir og í öðrum löndum enda einkenndist strísrekstur þeirra af vanþekkingu og virðingarleysi fyrir víetnamskri þjóð og víetnamskri menningu. Mótmæli fóru vaxandi ekki síst með tilkomu 68 kynslóðarinnar. Minnisstæðar eru tvær ræður sem vöktu mikla athygli og höfðu veruleg áhrif á almenningsálitið bæði innan og utan Bandaríkjanna. Aðra flutti John Kerry, fyrrum sjóliði sem hafði þjónað í Víetnam, er hann bar vitni fyrir utanríkismálanefnd bandaríska þingsins í apríl 1971. Þar sagði hann meðal annars: „How do you ask a man to be the last man to die for a mistake?“ Ræða Kerry varð táknræn fyrir unga kynslóð uppgjafahermanna sem höfðu snúið baki við stríðinu. Hina hélt Olof Palme forsætisráðherra Svíþjóðar eftir gríðarlegar loftárásir Bandaríkjamanna á Norður -Víetnam um jólin 1972. Hafði sú ræða mikil áhrif á almenningsálitið í Evrópu en vakti um leið mikla reiði hjá ráðamönnum í Washington. Í jólaávarpi 1972 líkti Palme sprengjuárásum Bandaríkjamanna á Víetnam við grimmdarverk nasista og ýmis grimmdarverk sögunnar. „Man får associationer till Guernica, Oradour, Babi Yar, Katyn, Lidice, Sharpeville, Treblinka.“ Þegar Bandaríkin drógu herlið sitt til baka stuttu síðar og hættu stuðningi við Suður-Víetnam, féll ríkisstjórn þar hratt. Sameining landsins undir stjórn kommúnista í Norður-Víetnam markaði lok stríðsins – en ekki lok sársaukans. Víetnam var í rústum og hefur þurft áratugi til að byggja sig upp. Í dag, 50 árum síðar, eru mörg sár enn opin. Stríðið skilur eftir sig arfleifð mótmæla, siðferðislegrar sjálfsskoðunar og mikilvægra spurninga um réttmæti hernaðaríhlutunar. Ræður Kerry og Palme minna okkur á að andstaða við stríð sprettur ekki aðeins úr pólitískum skoðunum – heldur einnig úr samvisku og mannúð. Víetnamstríðið er meðal lærdómsríkustu styrjalda 20. aldar. Þar sýndu Bandaríkjamenn fram á að hernaðarlegir yfirburðir tryggja ekki endilega sigur. Í dag má greina hliðstæður við átökin á Gasa og í Úkraínu, þar sem harka og valdbeiting hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Til að skilja afleiðingar stríðs er nauðsynlegt að tileinka sér þekkingu á sögu, menningu og reynslu viðkomandi þjóða. Með því að skoða lærdóma Víetnamstríðsins má betur skilja flækjustig nútímaátaka og mikilvægi pólitískra lausna. Í Víetnam háðu Bandaríkin stríð gegn kommúnisma með miklum herstyrk, en vissu lítið um þjóðina sjálfa og menningu hennar og tókst ekki að vinna hug og hjörtu íbúa Suður-Víetnam. Andstaða við innrásina jókst bæði meðal almennings í Víetnam og í Bandaríkjunum. Á svipaðan hátt má sjá að Ísrael og Rússland hafa ekki náð pólitískum árangri með hernaðarlegum aðgerðum í Gasa og Úkraínu. Í báðum tilfellum hefur valdbeiting leitt til aukinnar andspyrnu og hörmunga meðal óbreyttra borgara. Alþjóðlegur þrýstingur gegndi stóru hlutverki í þróun Víetnamstríðsins og hið sama á við um Gasa og Úkraínu. Myndir, upptökur og skýrslur um mannréttindabrot hafa áhrif á almenningsálit og stefnu ríkja. Að lokum er ljóst að friður næst ekki með hervaldi heldur með samræðu, málamiðlunum og virðingu fyrir mannréttindum. Það sýndi sig í lok Víetnamstríðsins og á einnig við í núverandi átökum. Víetnam kennir okkur að stríð án skilnings og samráðs endar yfirleitt í ósigri – ekki aðeins fyrir hermenn, heldur fyrir allan almenning deiluaðila. Höfundur er fyrrverandi ráðgjafi við heilbrigðisráðuneytið í Víetnam á vegum sænsku þróunarsamvinnustofnunarinnar (SIDA). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Víetnam Bandaríkin Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Fyrir 50 árum þann 30. apríl 1975 féll Saigon, höfuðborg Suður-Víetnams, í hendur hersveita Norður-Víetnams. Þetta markaði endalok Víetnamstríðsins, sem hafði kostað um þrjár milljónir Víetnama og tæplega 60.000 Bandaríkjamenn lífið. Bandaríkjaher var neyddur til að yfirgefa landið í skyndingu, og myndir af fólki sem var flutt með þyrlum frá þaki bandaríska sendiráðsins urðu tákn um kaotískan enda stríðsins. Rætur stríðsins má rekja til nýlendutímans, þegar Víetnam tilheyrði Indókína undir franskri stjórn. Eftir síðari heimsstyrjöldina hófst barátta fyrir sjálfstæði sem eftir frækinn sigur Víetnama á franska hernum í Dien Bien Phu leiddi til skiptingar landsins í tvo hluta árið 1954: Norður-Víetnam undir stjórn kommúnista og Suður-Víetnam undir stjórn andkommúnista. Bandaríkin hófu sífellt meiri þátttöku í stríðnu sem þeir litu á sem vígvöll kalda stríðsins en varð lítið ágengt þrátt fyrir gríðarlega hernaðaryfirburði. Átökin voru þau blóðugustu sem menn höfðu orðið vitni af í nýtilkomnu sjónvarpi. Bandarískum yfirvöldum reyndist erfitt að útskýra og réttlæta stríðið fyrir almenningi bæði heima fyrir og í öðrum löndum enda einkenndist strísrekstur þeirra af vanþekkingu og virðingarleysi fyrir víetnamskri þjóð og víetnamskri menningu. Mótmæli fóru vaxandi ekki síst með tilkomu 68 kynslóðarinnar. Minnisstæðar eru tvær ræður sem vöktu mikla athygli og höfðu veruleg áhrif á almenningsálitið bæði innan og utan Bandaríkjanna. Aðra flutti John Kerry, fyrrum sjóliði sem hafði þjónað í Víetnam, er hann bar vitni fyrir utanríkismálanefnd bandaríska þingsins í apríl 1971. Þar sagði hann meðal annars: „How do you ask a man to be the last man to die for a mistake?“ Ræða Kerry varð táknræn fyrir unga kynslóð uppgjafahermanna sem höfðu snúið baki við stríðinu. Hina hélt Olof Palme forsætisráðherra Svíþjóðar eftir gríðarlegar loftárásir Bandaríkjamanna á Norður -Víetnam um jólin 1972. Hafði sú ræða mikil áhrif á almenningsálitið í Evrópu en vakti um leið mikla reiði hjá ráðamönnum í Washington. Í jólaávarpi 1972 líkti Palme sprengjuárásum Bandaríkjamanna á Víetnam við grimmdarverk nasista og ýmis grimmdarverk sögunnar. „Man får associationer till Guernica, Oradour, Babi Yar, Katyn, Lidice, Sharpeville, Treblinka.“ Þegar Bandaríkin drógu herlið sitt til baka stuttu síðar og hættu stuðningi við Suður-Víetnam, féll ríkisstjórn þar hratt. Sameining landsins undir stjórn kommúnista í Norður-Víetnam markaði lok stríðsins – en ekki lok sársaukans. Víetnam var í rústum og hefur þurft áratugi til að byggja sig upp. Í dag, 50 árum síðar, eru mörg sár enn opin. Stríðið skilur eftir sig arfleifð mótmæla, siðferðislegrar sjálfsskoðunar og mikilvægra spurninga um réttmæti hernaðaríhlutunar. Ræður Kerry og Palme minna okkur á að andstaða við stríð sprettur ekki aðeins úr pólitískum skoðunum – heldur einnig úr samvisku og mannúð. Víetnamstríðið er meðal lærdómsríkustu styrjalda 20. aldar. Þar sýndu Bandaríkjamenn fram á að hernaðarlegir yfirburðir tryggja ekki endilega sigur. Í dag má greina hliðstæður við átökin á Gasa og í Úkraínu, þar sem harka og valdbeiting hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Til að skilja afleiðingar stríðs er nauðsynlegt að tileinka sér þekkingu á sögu, menningu og reynslu viðkomandi þjóða. Með því að skoða lærdóma Víetnamstríðsins má betur skilja flækjustig nútímaátaka og mikilvægi pólitískra lausna. Í Víetnam háðu Bandaríkin stríð gegn kommúnisma með miklum herstyrk, en vissu lítið um þjóðina sjálfa og menningu hennar og tókst ekki að vinna hug og hjörtu íbúa Suður-Víetnam. Andstaða við innrásina jókst bæði meðal almennings í Víetnam og í Bandaríkjunum. Á svipaðan hátt má sjá að Ísrael og Rússland hafa ekki náð pólitískum árangri með hernaðarlegum aðgerðum í Gasa og Úkraínu. Í báðum tilfellum hefur valdbeiting leitt til aukinnar andspyrnu og hörmunga meðal óbreyttra borgara. Alþjóðlegur þrýstingur gegndi stóru hlutverki í þróun Víetnamstríðsins og hið sama á við um Gasa og Úkraínu. Myndir, upptökur og skýrslur um mannréttindabrot hafa áhrif á almenningsálit og stefnu ríkja. Að lokum er ljóst að friður næst ekki með hervaldi heldur með samræðu, málamiðlunum og virðingu fyrir mannréttindum. Það sýndi sig í lok Víetnamstríðsins og á einnig við í núverandi átökum. Víetnam kennir okkur að stríð án skilnings og samráðs endar yfirleitt í ósigri – ekki aðeins fyrir hermenn, heldur fyrir allan almenning deiluaðila. Höfundur er fyrrverandi ráðgjafi við heilbrigðisráðuneytið í Víetnam á vegum sænsku þróunarsamvinnustofnunarinnar (SIDA).
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun