Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2025 17:23 Jón Mýrdal var í rólegheitunum heima við að annast son sinn þegar hann fékk meldingu um að verið væri að innsigla stað hans. Klukkan hálf tvö. En opinberir starfsmenn hætta störfum klukkan tvö á föstudögum og ekkert hægt að gera. vísir/ernir Búið er að innsigla Kastrup. Jón Mýrdal vert á Kastrup var heima þegar hann fékk óvænt og sér til mikillar hrellingar boð um að það væri búið að loka staðnum hans. „Ég er ekkert sérstaklega langskólagenginn, kláraði ekki einu sinni níunda bekk. En er góður að taka á móti fólki og búa til stemmingu en ömurlegur í tölvupóstum.“ Jón segir langt því frá að staðurinn, sem er einstaklega vinsæll og hefur gengið vel, sé á hausnum. Kastrup sé ekki gjaldþrota, hann skuldi ekki birgjum né starfsfólki en það sé vissulega hola í rekstrinum, hann skuldi skatt. Maturinn enn á diskunum Að sögn Jóns voru kúnnarnir látnir yfirgefa staðinn umsvifalaust. „Það er matur enn á diskunum. Það þurfti enginn að borga. Þetta var klukkan hálftvö. Fullur staður af fólki.“ Að sögn sjónarvotta var upplifun gesta sú að fulltrúar hins opinbera hafi mætt á staðinn með töluverðu offorsi og á versta mögulega tíma. Flestir sem hafi átt í samskiptum við hið opinbera viti að næsta ómögulegt sé að fá áheyrn eftir hádegi á föstudegi. Maturinn er enn á diskunum.visir/anton brink Talsverður fjöldi lögreglumanna og fulltrúa Ríkisskattstjóra mættu þegar staðurinn var sneisafullur hádegisverðargestum. Lögreglumenn skipuðu gestum að yfirgefa staðinn samstundis, án þess að þeir næðu að klára úr glösum eða gera upp reikninginn. Jón segir þetta algert klúður. Hann hafi fengið frest frá sýslumanni, sem hafi upphaflega sent honum bréf þar sem því hafi verið hótað að staðnum yrði lokað, til fyrsta júní til að ganga frá vörslusköttum. Kastrup innsiglaður.vísir/anton brink Hann hafi því verið rólegur heima hjá sér með son sinn, en það var frí í Ísaksskóla. Skilaboðin um að búið væri að innsigla staðinn hafi komið sér algerlega í opna skjöldu. „Ég var búinn að tala við sýslumann, sem hafði sent mér lokunarviðvörun og hann hafði gefið mér tíma til 1. júní til að gera upp vörsluskatta. Eða ég hélt það.“ Settur á „hold“ þar til tíminn rann út En þá reyndist þetta allt á misskilningi byggt. Jón átti ekki að tala við sýslumann, þó þaðan hafi hann fengið bréfið, heldur skattinn sjálfan. „Ég reyndi í ofboði að ná í þá. Talaði við þennan embættismann sem var að innsigla. Hann sagði mér að ég yrði að hringja í innheimtudeildina þar sem ég gæti samið um þetta. Ég hringdi og hringdi. Jón Mýrdal segir að aðgerðirnar hafi komið algerlega flatt upp á sig.vísir/ernir. Ég talaði við þrjár mismunandi konur sem vísuðu mér milli deilda, nei þú verður að tala við þennan, nei þú verður að tala við hinn. Loks fékk ég samband við eina konu sem sagðist ætla að athuga hvað hún gæti gert. Og setti mig á hold. Og svo varð klukkan tvö og þá slitnaði símtalið. Og ég gat ekkert gert.“ Tvö hundruð manns höfðu bókað borð yfir helgina.vísir/anton brink Jón segir þetta sjálfum sér að kenna, að hafa ekki hafa gert neitt í þessu fyrr. Hann eigi alveg fyrir þessu og á mánudaginn ætlar hann að labba með skjalatöskuna niður á skatt og ganga frá þessu máli. „Og halda svo ótrauður áfram. Mér bauðst að semja um skuldina en ég náði ekki í neinn. Hræðilegt að þurfa að loka. Tvö hundruð manns bókaðir um helgina. Þetta setur mig í mjög erfiða stöðu að missa allar þær tekjur.“ Skattar og tollar Veitingastaðir Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira
„Ég er ekkert sérstaklega langskólagenginn, kláraði ekki einu sinni níunda bekk. En er góður að taka á móti fólki og búa til stemmingu en ömurlegur í tölvupóstum.“ Jón segir langt því frá að staðurinn, sem er einstaklega vinsæll og hefur gengið vel, sé á hausnum. Kastrup sé ekki gjaldþrota, hann skuldi ekki birgjum né starfsfólki en það sé vissulega hola í rekstrinum, hann skuldi skatt. Maturinn enn á diskunum Að sögn Jóns voru kúnnarnir látnir yfirgefa staðinn umsvifalaust. „Það er matur enn á diskunum. Það þurfti enginn að borga. Þetta var klukkan hálftvö. Fullur staður af fólki.“ Að sögn sjónarvotta var upplifun gesta sú að fulltrúar hins opinbera hafi mætt á staðinn með töluverðu offorsi og á versta mögulega tíma. Flestir sem hafi átt í samskiptum við hið opinbera viti að næsta ómögulegt sé að fá áheyrn eftir hádegi á föstudegi. Maturinn er enn á diskunum.visir/anton brink Talsverður fjöldi lögreglumanna og fulltrúa Ríkisskattstjóra mættu þegar staðurinn var sneisafullur hádegisverðargestum. Lögreglumenn skipuðu gestum að yfirgefa staðinn samstundis, án þess að þeir næðu að klára úr glösum eða gera upp reikninginn. Jón segir þetta algert klúður. Hann hafi fengið frest frá sýslumanni, sem hafi upphaflega sent honum bréf þar sem því hafi verið hótað að staðnum yrði lokað, til fyrsta júní til að ganga frá vörslusköttum. Kastrup innsiglaður.vísir/anton brink Hann hafi því verið rólegur heima hjá sér með son sinn, en það var frí í Ísaksskóla. Skilaboðin um að búið væri að innsigla staðinn hafi komið sér algerlega í opna skjöldu. „Ég var búinn að tala við sýslumann, sem hafði sent mér lokunarviðvörun og hann hafði gefið mér tíma til 1. júní til að gera upp vörsluskatta. Eða ég hélt það.“ Settur á „hold“ þar til tíminn rann út En þá reyndist þetta allt á misskilningi byggt. Jón átti ekki að tala við sýslumann, þó þaðan hafi hann fengið bréfið, heldur skattinn sjálfan. „Ég reyndi í ofboði að ná í þá. Talaði við þennan embættismann sem var að innsigla. Hann sagði mér að ég yrði að hringja í innheimtudeildina þar sem ég gæti samið um þetta. Ég hringdi og hringdi. Jón Mýrdal segir að aðgerðirnar hafi komið algerlega flatt upp á sig.vísir/ernir. Ég talaði við þrjár mismunandi konur sem vísuðu mér milli deilda, nei þú verður að tala við þennan, nei þú verður að tala við hinn. Loks fékk ég samband við eina konu sem sagðist ætla að athuga hvað hún gæti gert. Og setti mig á hold. Og svo varð klukkan tvö og þá slitnaði símtalið. Og ég gat ekkert gert.“ Tvö hundruð manns höfðu bókað borð yfir helgina.vísir/anton brink Jón segir þetta sjálfum sér að kenna, að hafa ekki hafa gert neitt í þessu fyrr. Hann eigi alveg fyrir þessu og á mánudaginn ætlar hann að labba með skjalatöskuna niður á skatt og ganga frá þessu máli. „Og halda svo ótrauður áfram. Mér bauðst að semja um skuldina en ég náði ekki í neinn. Hræðilegt að þurfa að loka. Tvö hundruð manns bókaðir um helgina. Þetta setur mig í mjög erfiða stöðu að missa allar þær tekjur.“
Skattar og tollar Veitingastaðir Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira