Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar 1. maí 2025 09:16 1. maí, fögnum við baráttu verkafólks fyrir réttlæti, virðingu og sanngirni. Á þessum degi ættum við einnig að beina augum okkar að þeim hópi sem lengi hefur verið útilokaður frá vinnumarkaði, fötluðu fólki. Fatlað fólk er ekki jaðarhópur. Um 15% mannkyns, tæpur milljarður einstaklinga, teljast fatlaðir. Fötlun nær yfir allan fjölbreytileika mannkynsins, hún getur verið tímabundin eða varanleg, sýnileg eða hulin. Aðeins örlítið hlutfall, um þrjú prósent, fæðist með skerðingar. Þar af um eitt prósent með þroskaskerðingu. Flestir eða um 97% fatlast á lífsleiðinni. Enginn veit að morgni hvernig dagurinn endar. Þrátt fyrir háleit mannréttindamarkmið, býr fatlað fólk enn við kerfisbundna útilokun frá atvinnulífi og samfélagsþátttöku. Nýtt kerfi í boði — en hverjir fá raunveruleg tækifæri? Þann 1. september taka gildi umfangsmiklar breytingar á örorku- og endurhæfingarkerfinu Innleiða á: Örorkulífeyri (um 396.000 kr./mán.) fyrir 0–25% starfsgetu. Hlutaörorkulífeyri (um 325.000 kr./mán.) fyrir þau sem metin eru til 26–50% starfsgetu. Virknistyrk (um 71.000 kr./mán.) í allt að 24 mánuði á meðan atvinnuleit stendur. Brúar bilið á milli hlutaörorkulífeyris og örorkulífeyris. Þó breytingarnar boði aukna möguleika, vekur sérstakar áhyggjur að frítekjumörk verða misjöfn: 350.000 kr. fyrir hlutaörorkulífeyri en aðeins 100.000 kr. fyrir örorkulífeyri. Það er helmingslækkun frá núverandi kerfi. Ég setti inn í reiknivél TR forsendur til að sjá hvernig breytingarnar koma út fyrir einstakling sem fær fyrsta örorkumat 30 ára, væri með heimilisuppbót, 300.000 kr. atvinnutekjur og 100.000 kr. frá lífeyrissjóði. Samanburðurinn á núverandi kerfi og kerfinu sem tekur gildi 1.9.2025 miðað við forsendur hér að ofan eru þessi: Í núverandi kerfi væru greiðslur TR rúmlega 303.000 kr. fyrir skatt og um 262.000 kr. eftir skatt. Heildartekjur eftir skatt (TR, atvinnutekjur og lífeyrissjóður) = 528.099 kr. Í nýja kerfinu væru greiðslur TR um 354.000 kr. fyrir skatt og um 294.000 kr. eftir skatt. Heildartekjur eftir skatt (TR, atvinnutekjur og lífeyrissjóður) = um 560.000 kr. Hækkun ráðstöfunartekna í nýja kerfinu væri því tæplega 32.000 kr. á mánuði. Eins og sjá má er hækkunin mjög lítil sem virkar ekki hvetjandi fyrir fólk úr þessum hópi að taka þátt í vinnumarkaðnum. Það má því segja að þetta lága frítekjumark og skerðingar hindri frekar en hvetji enn stærstan hluta fatlaðs fólks frá sveigjanlegum þátttökumöguleikum á vinnumarkaði. Í þessum hóp er t.d. fólk með sveiflukennda sjúkdóma sem treysta sér kannski ekki í fasta vinnu en gætu hugsað sér að taka að sér verkefni eða tímabundin störf. En þetta lága frítekjumark hefur letjandi áhrif og getur orðið til þess að þau treysta sér ekki til að taka þátt í vinnumarkaðnum. Áfram verða þau því hindruð af lágu frítekjumarki og háum skerðingum. Þetta er ekki bara sóun á verðmætum mannauð heldur eykur það félagslegri einangrun. Það er augljóst að 100.000 króna frítekjumark hrekkur skammt. Greiðslur frá lífeyrissjóð eru t.d. fljótar að fullnýta 100.000 króna frítekjumark og þá taka við háar skerðingar upp á 45 aurar af hverri krónu. Þessu þarf að breyta. Það þyrfti að hækka frítekjumarkið fyrir þennan hóp að minnsta kosti upp í 200.000 krónur á mánuði og lækka skerðingarnar niður i 30 aura af hverri krónu. Þannig myndu stjórnvöld ná sýnum markmiðum að bæta kjör fatlaðs fólks, auka þátttöku þeirra á vinnumarkaði og koma í veg fyrri félagslega einangrun þeirra. Á síðu TR er reiknivél þar sem hver og einn getur sett inn mismunandi forsendur og skoðað hvernig breytingarnar hafa áhrif á greiðslur til þeirra í nýja kerfinu. https://island.is/s/tryggingastofnun/reiknivel?dateOfCalculations=2025-09-02T00:00:00.000Z Vinnumarkaður framtíðarinnar — fyrir alla eða fáa? Brautryðjendur í fötlunarfræðum, sýna fram á að útilokun fatlaðs fólks stafi ekki af skerðingum þeirra, heldur af skipulagi samfélagsins og öðrum manngerðum hindrunum. Einn þeirra Colin Barnes kallar eftir róttækri endurhugsun hugtakinu vinna: við verðum að skilgreina vinnu á nýjan hátt, viðurkenna verkefnavinnu, hlutastörf, sjálfstæða vinnu og sveigjanlega þátttöku sem jafnverðmæta. Samningur Sameinuðu þjóðanna kveður á um rétt fatlaðs fólks til sanngjarnra vinnuskilyrða og sömu kjara og annarra. Réttindi, ekki vorkunn Fatlað fólk á: sama rétt og aðrir til atvinnu rétt á sanngjörnum og hagstæðum vinnuskilyrðum rétt á endurmenntun og starfsráðgjöf rétt á aðgengi að opinberum störfum rétt á viðeigandi aðlögun á vinnustað Öll höfum við hlutverk — enginn skilinn út undan Þann 1. maí minnumst við þess: Réttlæti verður aðeins að veruleika ef það nær til allra. Samfélag sem byggir á réttlæti nýtir hæfileika allra. Höfundur er meistaranemi í fötlunarfræði við Háskóla Íslands og varaformaður kjarahóps ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Vinnumarkaður Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
1. maí, fögnum við baráttu verkafólks fyrir réttlæti, virðingu og sanngirni. Á þessum degi ættum við einnig að beina augum okkar að þeim hópi sem lengi hefur verið útilokaður frá vinnumarkaði, fötluðu fólki. Fatlað fólk er ekki jaðarhópur. Um 15% mannkyns, tæpur milljarður einstaklinga, teljast fatlaðir. Fötlun nær yfir allan fjölbreytileika mannkynsins, hún getur verið tímabundin eða varanleg, sýnileg eða hulin. Aðeins örlítið hlutfall, um þrjú prósent, fæðist með skerðingar. Þar af um eitt prósent með þroskaskerðingu. Flestir eða um 97% fatlast á lífsleiðinni. Enginn veit að morgni hvernig dagurinn endar. Þrátt fyrir háleit mannréttindamarkmið, býr fatlað fólk enn við kerfisbundna útilokun frá atvinnulífi og samfélagsþátttöku. Nýtt kerfi í boði — en hverjir fá raunveruleg tækifæri? Þann 1. september taka gildi umfangsmiklar breytingar á örorku- og endurhæfingarkerfinu Innleiða á: Örorkulífeyri (um 396.000 kr./mán.) fyrir 0–25% starfsgetu. Hlutaörorkulífeyri (um 325.000 kr./mán.) fyrir þau sem metin eru til 26–50% starfsgetu. Virknistyrk (um 71.000 kr./mán.) í allt að 24 mánuði á meðan atvinnuleit stendur. Brúar bilið á milli hlutaörorkulífeyris og örorkulífeyris. Þó breytingarnar boði aukna möguleika, vekur sérstakar áhyggjur að frítekjumörk verða misjöfn: 350.000 kr. fyrir hlutaörorkulífeyri en aðeins 100.000 kr. fyrir örorkulífeyri. Það er helmingslækkun frá núverandi kerfi. Ég setti inn í reiknivél TR forsendur til að sjá hvernig breytingarnar koma út fyrir einstakling sem fær fyrsta örorkumat 30 ára, væri með heimilisuppbót, 300.000 kr. atvinnutekjur og 100.000 kr. frá lífeyrissjóði. Samanburðurinn á núverandi kerfi og kerfinu sem tekur gildi 1.9.2025 miðað við forsendur hér að ofan eru þessi: Í núverandi kerfi væru greiðslur TR rúmlega 303.000 kr. fyrir skatt og um 262.000 kr. eftir skatt. Heildartekjur eftir skatt (TR, atvinnutekjur og lífeyrissjóður) = 528.099 kr. Í nýja kerfinu væru greiðslur TR um 354.000 kr. fyrir skatt og um 294.000 kr. eftir skatt. Heildartekjur eftir skatt (TR, atvinnutekjur og lífeyrissjóður) = um 560.000 kr. Hækkun ráðstöfunartekna í nýja kerfinu væri því tæplega 32.000 kr. á mánuði. Eins og sjá má er hækkunin mjög lítil sem virkar ekki hvetjandi fyrir fólk úr þessum hópi að taka þátt í vinnumarkaðnum. Það má því segja að þetta lága frítekjumark og skerðingar hindri frekar en hvetji enn stærstan hluta fatlaðs fólks frá sveigjanlegum þátttökumöguleikum á vinnumarkaði. Í þessum hóp er t.d. fólk með sveiflukennda sjúkdóma sem treysta sér kannski ekki í fasta vinnu en gætu hugsað sér að taka að sér verkefni eða tímabundin störf. En þetta lága frítekjumark hefur letjandi áhrif og getur orðið til þess að þau treysta sér ekki til að taka þátt í vinnumarkaðnum. Áfram verða þau því hindruð af lágu frítekjumarki og háum skerðingum. Þetta er ekki bara sóun á verðmætum mannauð heldur eykur það félagslegri einangrun. Það er augljóst að 100.000 króna frítekjumark hrekkur skammt. Greiðslur frá lífeyrissjóð eru t.d. fljótar að fullnýta 100.000 króna frítekjumark og þá taka við háar skerðingar upp á 45 aurar af hverri krónu. Þessu þarf að breyta. Það þyrfti að hækka frítekjumarkið fyrir þennan hóp að minnsta kosti upp í 200.000 krónur á mánuði og lækka skerðingarnar niður i 30 aura af hverri krónu. Þannig myndu stjórnvöld ná sýnum markmiðum að bæta kjör fatlaðs fólks, auka þátttöku þeirra á vinnumarkaði og koma í veg fyrri félagslega einangrun þeirra. Á síðu TR er reiknivél þar sem hver og einn getur sett inn mismunandi forsendur og skoðað hvernig breytingarnar hafa áhrif á greiðslur til þeirra í nýja kerfinu. https://island.is/s/tryggingastofnun/reiknivel?dateOfCalculations=2025-09-02T00:00:00.000Z Vinnumarkaður framtíðarinnar — fyrir alla eða fáa? Brautryðjendur í fötlunarfræðum, sýna fram á að útilokun fatlaðs fólks stafi ekki af skerðingum þeirra, heldur af skipulagi samfélagsins og öðrum manngerðum hindrunum. Einn þeirra Colin Barnes kallar eftir róttækri endurhugsun hugtakinu vinna: við verðum að skilgreina vinnu á nýjan hátt, viðurkenna verkefnavinnu, hlutastörf, sjálfstæða vinnu og sveigjanlega þátttöku sem jafnverðmæta. Samningur Sameinuðu þjóðanna kveður á um rétt fatlaðs fólks til sanngjarnra vinnuskilyrða og sömu kjara og annarra. Réttindi, ekki vorkunn Fatlað fólk á: sama rétt og aðrir til atvinnu rétt á sanngjörnum og hagstæðum vinnuskilyrðum rétt á endurmenntun og starfsráðgjöf rétt á aðgengi að opinberum störfum rétt á viðeigandi aðlögun á vinnustað Öll höfum við hlutverk — enginn skilinn út undan Þann 1. maí minnumst við þess: Réttlæti verður aðeins að veruleika ef það nær til allra. Samfélag sem byggir á réttlæti nýtir hæfileika allra. Höfundur er meistaranemi í fötlunarfræði við Háskóla Íslands og varaformaður kjarahóps ÖBÍ.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun