Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar 1. maí 2025 10:31 Í dag 1. maí fögnum við alþjóðlegum baráttudegi verkafólks. Dagurinn á sér kæran sess í hugum okkar jafnaðarmanna og munum við Samfylkingarfólk koma saman um land allt í tilefni dagsins sem fyrr. Baráttan tekur á sig breyttar myndir nú þegar flokkurinn heldur um taumana í ríkisstjórnarsamstarfi og verkefni okkar er að mæta kröfum vinnandi fólks um bætt kjör og koma áherslum okkar í framkvæmd. Frá niðurstöðum kosninga hefur stjórnmálaumræðan hins vegar tekið stakkaskiptum í kjölfar vendinga á alþjóðlega sviðinu. Umræða um öryggis- og varnarmál hefur aldrei verið ofar á baugi og af góðri ástæðu – öryggi okkar og barátta fyrir því að geta frjálst um höfuð strokið í lýðræðisþjóðfélagi þar sem félagslegt réttlæti er í forgrunni, er og verður grundvallarbaráttumál jafnaðarflokka um allan heim. Evrópusambandsaðild Íslands væri kjaramál Þess vegna er eðlilegt að öryggis og varnarmál og umræða um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu sé dregin fram í samhengi við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu sem ráðgert er að fari fram ekki síðar en árið 2027. Hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu snýst hins vegar öðru fremur um fjölmarga aðra hagsmunaþætti sem eiga sér skírskotun í baráttu verkalýðshreyfinga og hagsmunasamtaka sem ættu að láta sig málefnið varða með afdráttarlausari hætti. Það er því mjög viðeigandi á baráttudegi verkalýðshreyfingarinnar að minnast á mikilvægi þess að umræðan um hugsanlega upptöku aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið fari fram á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar og hún láti málefnið sig varða með afgerandi hætti. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hefur talað einart fyrir mikilvægi þess að ef við viljum ná árangri í umræðunni þurfa stjórnmálaflokkar liðsstyrk í henni frá hagsmunasamtökum og ekki síst verkalýðshreyfingunni. Fordæmi frá Svíþjóð og Noregi eru vitnisburður um að skýr aðkoma launafólks að umræðunni er til þess fallin að auka skilning almennings á því sem er undir og hvernig aðildin gæti orðið til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag, eða öfugt. Verkalýðshreyfingin áfram á breiðum grunni Við vitum að umræðuefnið getur valdið skautun og félagar hreyfinganna eru ekki á einu máli um hvort aðildarviðræður geti leitt af sér betra samfélag hér á landi í heimi sem ört tekur breytingum. Tollaálögur Bandaríkjastjórnar á heimsvísu eru því síður til þess fallnar að skýra myndina í alþjóðaviðskiptum og hvort breytingar yrðu á sambandi okkar við Bandaríkin. Verkalýðshreyfingin á þrátt fyrir það ekki að láta sitt eftir liggja. Áttum okkur á því að með fullri aðild að sambandinu skapast skýr vettvangur til raunverulegrar hagsmunagæslu með íslenskum kjörnum fulltrúum á Evrópuþinginu, í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í Ráðherraráðinu eða á vettvangi Evrópudómstólsins. Norræna vinnumarkaðsmódelið þarf á málsvörum að halda á evrópskum vettvangi. Málefni innri markaðarins alls varða launafólk í landinu svo um munar. Þá eigum við eftir að byrja að ræða áskoranir og óvissuþætti sem varða samningsstöðu landsins í þeim málaflokkum sem falla utan EES-samningsins, þ.e. gjaldmiðilsmál, tollamál, landbúnaðarmál og ekki síst sjávarútvegsmál. Þessir kaflar voru ekki opnaðir í umsóknarferlinu á sínum tíma. Það skiptir líka máli að huga að umræðunni í Noregi og gefa því gaum hver örlög EES-samningsins yrðu ef Norðmenn líta í átt að fullri aðild með hugsanlegri upptöku aðildarviðræðna að loknum þingkosningum sem fara þar fram síðar á árinu. Verkó – við verðum að heyra frá ykkur Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er skýr. Það verður af þjóðaratkvæðagreiðslunni um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið skuli fram haldið áður en kjörtímabilið er úti. Tíminn líður hratt og við megum ekki láta slá okkur út af laginu. Hugsanleg Evrópusambandsaðild Íslands er risavaxið kjaramál en er að sjálfsögðu engin töfralausn á þeim efnahagslegu áskorunum sem steðja að íslenskum vinnumarkaði. Það verður í senn umræðunni og íslenskum kjósendum í hag ef leiðtogar íslenskrar kjarabaráttu hefjast handa svo fljótt sem verða má. Línan er svo sannarlega opin. Ég biðla því til verkalýðshreyfingarinnar um að gefa sig að því hvernig Ísland getur best gert ítrustu kröfur fyrir hagsmuni íslensks launafólks. Kæru félagar - boltinn er ykkar! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Vinnumarkaður Stéttarfélög Evrópusambandið Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Í dag 1. maí fögnum við alþjóðlegum baráttudegi verkafólks. Dagurinn á sér kæran sess í hugum okkar jafnaðarmanna og munum við Samfylkingarfólk koma saman um land allt í tilefni dagsins sem fyrr. Baráttan tekur á sig breyttar myndir nú þegar flokkurinn heldur um taumana í ríkisstjórnarsamstarfi og verkefni okkar er að mæta kröfum vinnandi fólks um bætt kjör og koma áherslum okkar í framkvæmd. Frá niðurstöðum kosninga hefur stjórnmálaumræðan hins vegar tekið stakkaskiptum í kjölfar vendinga á alþjóðlega sviðinu. Umræða um öryggis- og varnarmál hefur aldrei verið ofar á baugi og af góðri ástæðu – öryggi okkar og barátta fyrir því að geta frjálst um höfuð strokið í lýðræðisþjóðfélagi þar sem félagslegt réttlæti er í forgrunni, er og verður grundvallarbaráttumál jafnaðarflokka um allan heim. Evrópusambandsaðild Íslands væri kjaramál Þess vegna er eðlilegt að öryggis og varnarmál og umræða um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu sé dregin fram í samhengi við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu sem ráðgert er að fari fram ekki síðar en árið 2027. Hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu snýst hins vegar öðru fremur um fjölmarga aðra hagsmunaþætti sem eiga sér skírskotun í baráttu verkalýðshreyfinga og hagsmunasamtaka sem ættu að láta sig málefnið varða með afdráttarlausari hætti. Það er því mjög viðeigandi á baráttudegi verkalýðshreyfingarinnar að minnast á mikilvægi þess að umræðan um hugsanlega upptöku aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið fari fram á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar og hún láti málefnið sig varða með afgerandi hætti. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hefur talað einart fyrir mikilvægi þess að ef við viljum ná árangri í umræðunni þurfa stjórnmálaflokkar liðsstyrk í henni frá hagsmunasamtökum og ekki síst verkalýðshreyfingunni. Fordæmi frá Svíþjóð og Noregi eru vitnisburður um að skýr aðkoma launafólks að umræðunni er til þess fallin að auka skilning almennings á því sem er undir og hvernig aðildin gæti orðið til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag, eða öfugt. Verkalýðshreyfingin áfram á breiðum grunni Við vitum að umræðuefnið getur valdið skautun og félagar hreyfinganna eru ekki á einu máli um hvort aðildarviðræður geti leitt af sér betra samfélag hér á landi í heimi sem ört tekur breytingum. Tollaálögur Bandaríkjastjórnar á heimsvísu eru því síður til þess fallnar að skýra myndina í alþjóðaviðskiptum og hvort breytingar yrðu á sambandi okkar við Bandaríkin. Verkalýðshreyfingin á þrátt fyrir það ekki að láta sitt eftir liggja. Áttum okkur á því að með fullri aðild að sambandinu skapast skýr vettvangur til raunverulegrar hagsmunagæslu með íslenskum kjörnum fulltrúum á Evrópuþinginu, í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í Ráðherraráðinu eða á vettvangi Evrópudómstólsins. Norræna vinnumarkaðsmódelið þarf á málsvörum að halda á evrópskum vettvangi. Málefni innri markaðarins alls varða launafólk í landinu svo um munar. Þá eigum við eftir að byrja að ræða áskoranir og óvissuþætti sem varða samningsstöðu landsins í þeim málaflokkum sem falla utan EES-samningsins, þ.e. gjaldmiðilsmál, tollamál, landbúnaðarmál og ekki síst sjávarútvegsmál. Þessir kaflar voru ekki opnaðir í umsóknarferlinu á sínum tíma. Það skiptir líka máli að huga að umræðunni í Noregi og gefa því gaum hver örlög EES-samningsins yrðu ef Norðmenn líta í átt að fullri aðild með hugsanlegri upptöku aðildarviðræðna að loknum þingkosningum sem fara þar fram síðar á árinu. Verkó – við verðum að heyra frá ykkur Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er skýr. Það verður af þjóðaratkvæðagreiðslunni um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið skuli fram haldið áður en kjörtímabilið er úti. Tíminn líður hratt og við megum ekki láta slá okkur út af laginu. Hugsanleg Evrópusambandsaðild Íslands er risavaxið kjaramál en er að sjálfsögðu engin töfralausn á þeim efnahagslegu áskorunum sem steðja að íslenskum vinnumarkaði. Það verður í senn umræðunni og íslenskum kjósendum í hag ef leiðtogar íslenskrar kjarabaráttu hefjast handa svo fljótt sem verða má. Línan er svo sannarlega opin. Ég biðla því til verkalýðshreyfingarinnar um að gefa sig að því hvernig Ísland getur best gert ítrustu kröfur fyrir hagsmuni íslensks launafólks. Kæru félagar - boltinn er ykkar! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun