Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar 30. apríl 2025 11:32 Vestmannaeyingar eiga Vestmannaeyjar Nýlega birtist í fréttum að Óbyggðanefnd hefði komist að þeirri almennu niðurstöðu að eyjar og sker sem liggja nær en 2 km. frá landi, þ.e. jörð eða heimaeyju, væru eignarland eins og annað land jarðarinnar. Var um þessa niðurstöðu m.a. vísað í 2. kafla Rekabálks Jónsbókar. Kröfum fjármálaráðherra um eyjar og sker þar sem þetta á við var þar með hafnað . Í kröfulýsingu fjármálaráðherra frá 2. febrúar 2024 var gerð krafa um að Vestmannaeyjar væru þjóðlenda. Í ljósi framkominna eignaheimilda Vestmannaeyjabæjar að eyjunum, og í ljósi fyrrnefndrar niðurstöðu Óbyggðanefndar, óska ég hér með eftir því fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar að þessi kröfugerð ríkisins verði í heild sinni dregin til baka. Vestmannaeyjar eru ein heild Vestmannaeyjar mynda ákveðna heild sem hefur verið nýtt með öllum mögulegum hætti af bændum í Eyjum allt frá landnámi. Fjarlægð milli eyjanna er um 2 km. og styttri ef horft er út frá heildinni. Að mati Vestmannaeyjabæjar er eignarréttur að Vestmannaeyjum í heild sinni skýr og óvéfengjanlegur, þ.m.t. Heimaey, úteyjar og sker. Samkvæmt Landnámu voru Vestmannaeyjar numdar af Herjólfi Bárðarsyni bónda í Herjólfsdal og syni hans Ormi. Vestmannaeyjar voru í eigu bænda frá landnámi en komust í eigu Skálholtsstaðar í biskupstíð Magnúsar Einarssonar, Magnús varð biskup í Skálholti 1134. Vestmannaeyjar í heild sinni urðu síðar konungseign, fyrst þess norska og síðar þess danska og taldar sérstök eign konungs. Eignarréttur konungs á Vestmannaeyjum færðist svo yfir til íslenska ríkisins 1874 og sá eignarréttur var framseldur, með sérstökum lögum frá Alþingi, frá íslenska ríkinu til Vestmannaeyjabæjar 23. ágúst 1960 með afsali sem þinglýst var 17. nóvember sama ár. Í meðförum Alþingis kemur skýrt fram að afsalað er öllum eignarrétti íslenska ríkisins, þ.m.t. úteyjar allar. Hver tilgangurinn? Því spyr ég fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar hver er tilgangurinn með þessari kröfugerð fjármálaráðherra? Af hverju freistar ráðherra þess nú að hnekkja ákvörðun Alþingis og ríkisstjórnar frá 1960? Hvert er vandamálið sem fjármálaráðherra telur sig vera að leysa með þessari kröfugerð? Hverju væri ríkið bættara með að hrifsa eignarhaldið á Vestmannaeyjum frá Vestmannaeyingum? Vestmannaeyjabær er handhafi beins eignarréttar að Vestmannaeyjum í heild sinni, með þeim undantekningum sem fram koma í afsali 1960, og enn má telja í gildi þ.e. vitajörðina Stórhöfða sem ríkið hélt eftir. Ítrekuð er óskin um að krafa ríkisins um að Vestmannaeyjar teljist þjóðlenda, verði dregin til baka nú þegar, enda ljóst að hún hefur byggst á misskilningi, eins og rakið hefur verið, og á sér enga stoð hvorki sögulega né lagalega. Ríkið getur ekki kallað til sín eign sem það hefur selt og afsalað með sérstakri lagasetningu á Alþingi. Það er komið gott! Ég skora á þig ráðherra fjármála að hætta að reyna að eignast hluta Vestmannaeyja, leggja þessa óbyggðarvegferð af – Vestmannaeyjar eru byggð en ekki óbyggð -og spara í leiðinni háar fjárhæðir fyrir ríkisjóð vegna málareksturs fyrir dómstólum. Fjárhæðir sem væri hægt að nýta í nauðsynleg verkefni eins og að bæta vegakerfið eða styðja við framþróun í menntakerfinu. Kærar kveðjur frá Eyjum Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íris Róbertsdóttir Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Vestmannaeyingar eiga Vestmannaeyjar Nýlega birtist í fréttum að Óbyggðanefnd hefði komist að þeirri almennu niðurstöðu að eyjar og sker sem liggja nær en 2 km. frá landi, þ.e. jörð eða heimaeyju, væru eignarland eins og annað land jarðarinnar. Var um þessa niðurstöðu m.a. vísað í 2. kafla Rekabálks Jónsbókar. Kröfum fjármálaráðherra um eyjar og sker þar sem þetta á við var þar með hafnað . Í kröfulýsingu fjármálaráðherra frá 2. febrúar 2024 var gerð krafa um að Vestmannaeyjar væru þjóðlenda. Í ljósi framkominna eignaheimilda Vestmannaeyjabæjar að eyjunum, og í ljósi fyrrnefndrar niðurstöðu Óbyggðanefndar, óska ég hér með eftir því fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar að þessi kröfugerð ríkisins verði í heild sinni dregin til baka. Vestmannaeyjar eru ein heild Vestmannaeyjar mynda ákveðna heild sem hefur verið nýtt með öllum mögulegum hætti af bændum í Eyjum allt frá landnámi. Fjarlægð milli eyjanna er um 2 km. og styttri ef horft er út frá heildinni. Að mati Vestmannaeyjabæjar er eignarréttur að Vestmannaeyjum í heild sinni skýr og óvéfengjanlegur, þ.m.t. Heimaey, úteyjar og sker. Samkvæmt Landnámu voru Vestmannaeyjar numdar af Herjólfi Bárðarsyni bónda í Herjólfsdal og syni hans Ormi. Vestmannaeyjar voru í eigu bænda frá landnámi en komust í eigu Skálholtsstaðar í biskupstíð Magnúsar Einarssonar, Magnús varð biskup í Skálholti 1134. Vestmannaeyjar í heild sinni urðu síðar konungseign, fyrst þess norska og síðar þess danska og taldar sérstök eign konungs. Eignarréttur konungs á Vestmannaeyjum færðist svo yfir til íslenska ríkisins 1874 og sá eignarréttur var framseldur, með sérstökum lögum frá Alþingi, frá íslenska ríkinu til Vestmannaeyjabæjar 23. ágúst 1960 með afsali sem þinglýst var 17. nóvember sama ár. Í meðförum Alþingis kemur skýrt fram að afsalað er öllum eignarrétti íslenska ríkisins, þ.m.t. úteyjar allar. Hver tilgangurinn? Því spyr ég fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar hver er tilgangurinn með þessari kröfugerð fjármálaráðherra? Af hverju freistar ráðherra þess nú að hnekkja ákvörðun Alþingis og ríkisstjórnar frá 1960? Hvert er vandamálið sem fjármálaráðherra telur sig vera að leysa með þessari kröfugerð? Hverju væri ríkið bættara með að hrifsa eignarhaldið á Vestmannaeyjum frá Vestmannaeyingum? Vestmannaeyjabær er handhafi beins eignarréttar að Vestmannaeyjum í heild sinni, með þeim undantekningum sem fram koma í afsali 1960, og enn má telja í gildi þ.e. vitajörðina Stórhöfða sem ríkið hélt eftir. Ítrekuð er óskin um að krafa ríkisins um að Vestmannaeyjar teljist þjóðlenda, verði dregin til baka nú þegar, enda ljóst að hún hefur byggst á misskilningi, eins og rakið hefur verið, og á sér enga stoð hvorki sögulega né lagalega. Ríkið getur ekki kallað til sín eign sem það hefur selt og afsalað með sérstakri lagasetningu á Alþingi. Það er komið gott! Ég skora á þig ráðherra fjármála að hætta að reyna að eignast hluta Vestmannaeyja, leggja þessa óbyggðarvegferð af – Vestmannaeyjar eru byggð en ekki óbyggð -og spara í leiðinni háar fjárhæðir fyrir ríkisjóð vegna málareksturs fyrir dómstólum. Fjárhæðir sem væri hægt að nýta í nauðsynleg verkefni eins og að bæta vegakerfið eða styðja við framþróun í menntakerfinu. Kærar kveðjur frá Eyjum Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun